Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1991, Side 55

Frjáls verslun - 01.07.1991, Side 55
lega, en við höfum þurft að gera það. Fyrir þessum kvörtunum hefur eng- inn fótur verið að mati flugmála- stjórna í Danmörku, Bretlandi og á Is- landi. Það eru þessar stofnanir sem við höfum þurft að gefa skýrslu, en ekki til Flugleiða. Ég tek aðgerðir Flugleiða ekkert illa upp og þetta er allt saman ágætisfólk og þar á ég marga góða vini í toppstöðum." Hvað er það nákvæmlega í reglu- gerðinni sem Flugleiðir eru að benda á? „Það er engin sérstök grein. Ég tel að þetta séu fyrst og fremst greinar sem eru ekki í reglugerðinni, en þeir vildu að þær væru þar - og munu kannski reyna að fá því framgengt. En þá get ég sagt þér það að almenningur mun vera vel á verði.“ Ertu að segja að Flugleiðir þoli ekki samkeppni? „Það er nú eðlilegt að fólk sé við- kvæmt fyrir samkeppni og maður á ekki að vera dómharður hvað það varðar. Þessi samkeppni fer greini- lega fyrir brjóstið á þeim og þeir verða ergilegir umfram efni og ástæður. Umfang okkar er nú ekki það mikið að það snerti Flugleiðir neitt tilfinnanlega.“ VITRARIERSÁSEM VÍÐAFER Ertu með eitthvað í pokahorninu sem á eftir að hrista enn frekar upp í þessum markaði? „Það, sem ég er með í deiglunni, er kannski ekki beint til þess hugsað að hrista upp í utanlandsferðum Islend- inga. Með þessu leiguflugi, sem nú er starfrækt, er málið komið á nauðsyn- legan og góðan rekspöl. Um þessar mundir er verið að opna fyrstu íslensku ferðaskrifstofuna í Bretlandi, að minni tilhlutan - Iceland Tours UK. Þarna mun íslenskt starfsfólk selja Bretum ferðir hingað til íslands. Þarna opnast miklir mögu- leikar á þessum 60 milljóna manna markaði. Ég tel það mjög mikilvægt að íslendingar starfi þarna því um er að ræða fólk með staðþekkingu hér á landi og með því móti ættum við að geta fengið fleiri ferðamenn hingað til lands.“ Að endingu var Guðni inntur eftir því hvort mikil breyting væri á ferða- markaðnum þegar hann liti yfir farinn veg? ,Já, það er mjög mikil breyting. Það er torsótt leið að gera utanlands- ferðir að almenningseign hér á landi sökum strangrar hagsmunagæslu sem víða er við brautina. Ferða- mynstur Islendinga hefur verið að breytast mjög mikið og fólk veit það nú að það eru ekki hættur á hverju horni erlendis. Fólk kann einnig í vax- andi mæli að njóta þeirra lífsgæða að skoða fjarlæg lönd, kynna sér fram- andi lífshætti, sýna sig og sjá aðra. Speki Hávamála stendur því enn óbreytt: „Vitrari er sá sem víða fer, en sá sem heima er.“.“ Háloftin eru þjóðbraut íslendinga Með innanlandsflugi Flugleiða gefst þér mögu- leiki á að ferðast um landið á öruggan, þægi- legan og hagkvæman hátt. Tíminn er dýrmætur. Nýttu þér innanlandsflug Flugleiða. FLUGLEIDIR INNANLANDS Upplýsingar, s: 91-690200. Farpantanir, s: 91-690250. 55

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.