Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1991, Síða 20

Frjáls verslun - 01.07.1991, Síða 20
FORSÍÐUGREIN MEB EINU SÍMTALI GORBATSJOVS OG BUSH Stjórnmálaflokkarnir hafa ekki hugsað þá hugsun til enda að herinn færi, segir Karl Steinar Guðnason, alþingismaður og formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis „Fólk var undrandi á því að ég skyldi ekki vera í einkennisbún- ingi,“ segir Karl Steinar Guðnason, alþingismaður og formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, um fyrstu ferðir sínar á landsbyggðinni eftir að hann varð þingmaður fyrir Suðurnesjabúa. „Menn spurðu gjarnan hvað væri að frétta af hernum.“ Honum finnst oft talað af lítilsvirðingu um þá sem unnið hafa hjá varnarlið- inu. „Landsmenn voru fullir af fordómum gagnvart fólki og atvinnu- lífi hér. Og þetta var ríkjandi viðhorf stjómvalda. Ofstækið og póli- tísk grimmd gagnvart varnarliðinu hefur að mínu mati oft færst yfir á fólkið.“ „Við skulum gæta að því að þetta fólk vinnur fyrir beinhörðum gjaldeyri og það skilar þess vegna miklu í þjóð- arbúið. Þetta er ekki verri gjaldeyrir en sjómenn eða fiskverkafólk afla. Þetta fólk er jafn góðir íslendingar og aðrir,“ segir Karl Steinar, sem er á þvi að samkeppnin um há laun hjá vamarliðinu hafi ekki komið niður á annarri atvinnu á Suðurnesjum. Til dæmis sé samdráttur í veiðum og vinnslu undanfarin ár ekki því að kenna að það hafi skort mannskap. Nú sé nýr vaxtarbroddur í sjávarút- vegi á Suðurnesjum. Lítil fyrirtæki séu að flytja út beint á markaði. „Á þeim tíma, sem hermangið var sem mest, var útgerð öflugust hér á Suð- umesjum. Menn kvörtuðu undan því að fólk færi upp á völl, en það var ákveðið jafnvægi í því. Hingað flutti mikið af fólki sem tók þá við þessum störfum." Nálægðin við völlinn virðist fremur hafa komið í veg fyrir að fyrirtæki á Suðurnesjum fengju fyrirgreiðslu á við fyrirtæki í öðrum landshlutum en að það hafi orðið þeim til framdráttar. „Þið hafið völlinn,“ var oft viðkvæðið. Það var ekki fyrr en 1979 að sam- þykkt var í Byggðastofnun (þáverandi Framkvæmdastofnun) tillaga frá Karli Steinari um að Suðurnes nytu jafnréttis á við aðra landshluta. „Fyrir var samþykkt sem sagði að þeir, sem ættu heima á svæðinu frá Þorláks- höfn til Akraness, ættu ekki kost á lánveitingum. Á þeim tíma kostaði fjármagnið minna en ekki neitt. Á tímabili var það þannig að ætluðu góð- ir útgerðarmenn að fá sér bát varð það að gerast þannig að báturinn væri fyrst keyptur til Austfjarða og síðan endurkeyptur hingað. Svona var nú meðferðin á okkur og þetta var allt vegna þess að við höfðum völlinn." Eins og gefur að skilja hafa málefni starfsmanna hjá varnarliðinu komið mjög til kasta verkalýðsfélaga á Suð- urnesjum þó að sérstök kaupskrár- nefnd ákveði launafyrirkomulagið. Verkalýðsfélög hafa ekki samnings- rétt í hefðbundnum skilningi, en það er félaganna að fylgja því eftir hvernig ákvæðum er framfylgt í samræmi við úrskurð kaupskrárnefndarinnar. Réttindalega eru ákvæðin þó eins og þau sem eru í gildi samkvæmt ís- lenskum samningum. Karl Steinar tekur dæmi af íslenskum manni í „snjóhemum“. „Maður í snjóhern- um, sem sinnir snjóruðningi á flug- brautum og við aðkomur að þeim, hefur öll réttindi, er lúta að opinber- um starfsmönnum, þrátt fyrir að hann sé í okkar félagi. Hann er settur á samning fyrir slökkviliðsmenn í Reykjavík. Síðan höfum við samið um ákvæðislaun sem eru fyrir ofan það. “ Karl Steinar segir að laun fyrir störf hjá varnarliðinu séu miðuð við það sem best gerist á íslenskum vinnumarkaði. „Atvinnulega séð er því ekki að neita að allt fólk, sem þarna er, hefur haft góða og trygga 20

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.