Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1993, Síða 18

Frjáls verslun - 01.06.1993, Síða 18
FORSÍÐUGREIN atvinnuleysið stefndi í tveggja stafa tölu ef ekki yrði gripið til aðgerða. Sem betur fer hefur það svartnætti ekki orðið. Verðmætasköpun í atvinnulífinu hefur ekki aukist vegna aflasamdrátt- ar. Hins vegar er líklegt að í ýmsum fyrirtækjum hafi náðst aukin verð- mætasköpun á hvern starfsmann vegna hagræðingar og færri starfs- manna en áður var hjá fyrirtækjum. Lífskjör, mæld í auknum hagvexti, hafa því ekki batnað á hinum tveimur árum stjórnarinnar. Markmið 2: STÖÐUGLEIKI OG SÁTTARGJÖRÐ - NÁÐSTAÐ HLUTA Annað markmið stjómarinnar í stefnuyfirlýsingunni hljóðar svo: „Ríkisstjómin vill tryggja stöðugleika í efnahagslífinu og sáttargjörð um sanngjöm kjör, meðal annars með aðgerðum í skatta- og félagsmálum." Segja má að ríkisstjórnin hafi náð þessu markmiði að hluta. Þótt ekki hafi verið gerð formleg þjóðarsátt hefur ríkt friður á vinnumarkaði frá því stjórnin tók við völdum. Það má túlka sem stöðugleika þrátt fyrir að efnahagslífið hafi ekki verið stöðugt í þeim skilningi að um samdrátt lands- framleiðslu hefur verið að ræða. Raunar hafa sumir kallað nýgerða kjarasamninga þjóðarsátt. Þetta með „sanngjöm kjör“ er auð- vitað loðið. Hvað eru sanngjöm kjör? Ef átt er við tekjuskiptinguna íþjóðfé- laginu má segja að ýmsar aðgerðir stjórnarinnar hafi verið í átt til tekju- jöfnunar. Það má auðvitað líka segja að það geti verið „sanngjöm kjör“ að hafa atvinnu á tímum vaxandi atvinnu- leysis, altént út frá sjónarmiði þess sem gengur um atvinnulaus. Mörgum launþegum finnst í fljótu bragði það hins vegar ekki vera „sanngjörn kjör“ að sköttum skuli hafa verið létt að hluta af fyrirtækjum og byrðin sett yfir á einstaklinga sem þurfa eftir aðgerðirnar síðastliðið haust að greiða hærri skatta af tekjum sínum. Við það hafa ráðstöfunartekj- ur heimila skerst. Ef litið er betur á dæmið voru rökin fyrir þessari aðgerð þau að létta þyrfti byrðum af fyrirtækjum til að þau stöðvuðust ekki og margir misstu vinnuna. Það að létta byrðum af fyrir- tækjum var liður í að auka verðmæta- sköpun innan þeirra og styrkja þau í sessi þannig að þau þyrftu ekki að segja upp fólki og að þau gætu svo með tímanum bætt við sig mannskap í vinnu. Markmið 3: LÖGGJÖF GEGN HRINGA- MYNDUN -NÁÐST Þriðja markmið ríkisstjómar- innar í stefnuyfirlýsingunni hljóðar svo : „Ríkisstjómin stefn- ir að opnun og eflingu íslensks samfélags, meðal annars með af- námi einokunar og hafta í at- vinnulífinu og viðskiptum, með aukinni samkeppni á markaði í þágu neytenda og löggjöf gegn einokun og hringamyndun.“ Þetta markmið ríkisstjórnarinnar má segja að hafi náðst. Búið er að semja um Evrópska efnahagssvæðið sem þýðir aukinn aðgang íslendinga að mörkuðum í Evrópu gegn því að veita sams konar aðgang að mörkuð- um hér á landi. Samþykkt var á Al- þingi síðastliðið vor Samkeppnislög- gjöf sem vinnur gegn einokun og hringamyndun. í EES-samningnum sjálfum kveður einnig á um að einok- un og hringamyndun megi ekki eiga sér stað innan svæðisins. Hægt hefði verið að teygja sig mun lengra í að opna landið með því að gefa útlendingum færi á að fjárfesta í sjáv- arútvegi, bújörðum, orkulindum og gefa innflutning á landbúnaðarvörum frjálsan. Hér er þó gengið út frá því að það hafi ekki verið markmið ríkis- stjórnarinnar. Loks má nefna að í GATT-viðræð- um undanfarinna ára, en GATT geng- ur út á að auka hagvöxt í heiminum með afnámi tolla og hafta og stuðla að nánast takmarkalausu viðskiptafrelsi á milli landa, hafa íslendingar sýnt mikla tregðu við að gefa frjálsan inn- flutning á landbúnaðarvörum. Halda má því fram að GATT-samkomulag um brotthvarf allra múra í viðskiptum á milli landa sé þjóðum heims — og íslendingum líka — mun mikilvægara mál en Evrópska efnahagssvæðið. Markmið 4: FRAMFARIR ÁN VERÐBÓLGU - NÁÐST AÐ HLUTA Fjórða markmið ríkisstjómar- innar var þetta: „Besta leiðin til að varðveita sjálfstæði þjóðar- innar er að örva efnahagslegar framfarir, án verðbólgu og án of- nýtingar náttúmauðlinda. Setja þarf almennar leikreglur um samskipti fólks og fýrirtækja og ryðja mismunun úr vegi.“ í þessu markmiði er raunar fullyrð- ing. „Besta leiðin til að varðveita sjálf- stæði þjóðarinnar ...“ Hvað um það. Þetta markmið hefur náðst að hluta. Verðbólga hefur verið mjög lítil á valdatíma þessarar ríkisstjórnar en framfarir, mælt í hagvexti, engar. Það hefur verið samdráttur undanfar- in tvö ár. Hins vegar hefur þessi ríkis- stjórn, eins og hinar fyrri, gengið meira á auðlind hafsins en fiskifræð- ingar hafa lagt til. Fiskifræðingar hafa lagt til að ekki verði veitt meira en 150 þúsund tonn af þorski á næsta fiskveiðiári sem hefst 1. september næstkomandi. Ríkisstjórnin leggur til að leyfð verði veiði á 165 þúsund tonnum. Það er á margan hátt „töff ákvörðun", að minnsta kosti hefur ekki áður verið farið jafnnálægt tillögum fiskifræð- inga. A vissan hátt má því segja að stjórnin sé farin að nálgast betur markmið sitt gegn ofnýtingu náttúru- auðlinda. Hvað landið sjálft áhrærir er enn ofbeit á nokkrum beitarhögum og betur mætti gera í baráttunni við landeyðingu. Orkulindir landsins eru hins vegar stórlega vannýttar. 18

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.