Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1993, Síða 46

Frjáls verslun - 01.06.1993, Síða 46
TOLVUR „NuTUBÓK" FRÁ AST Það er orðið langt þróunarskeið færanlegra tölva. Eina af fyrstu flytj- anlegu PC-tölvunum, sem nú er orðin safngripur, mátti rogast með á milli vinnuborða. Hún nefndist þó „IBM PC Portaþle". Algeng ferða- tölva, nú 12 árum síðar, er minni um sig en hnappaborð IBM PC Portable, samt sem áður mörg hundruð sinnum öflugri og fljótv- irkari og með grafíska eiginleika sem hefðu þótt óhugsandi fyrir nokkrum árum síðan. Nýjustu fartölvurnar, sem nefnast „Notebook" og hafa verið nefndar „fistölvur", eru á stærð við skrifblokk. Þær eiga það sameiginlegt að byggjast á örgjörvanum 80486 frá Intel. Þótt verð þeirra sé vel á 2. hundrað þús. kr. má fullyrða að sú tölvunargeta, sem fyrir það fé fæst, er ekki dýr, a.m.k. ekki fyrir þá sem geta nýtt eiginleika þess- ara tækja að einhverju marki. Orðið „fistölva" sýnir ákveðin galla nýyrða sem setja einskonar punkt aftan við sjálf sig, gera ekki ráð fyrir að þróunin haldi áfram. Hvað á að t.d. að kalla næstu kynslóð fartölva sem verða enn léttari en fis? 486-fartölvurnar eru ótrúlega lík- ar, ekki einungis í útliti heldur einnig hvað varðar tæknilega eiginleika og getu. Ein þeirra fáu, sem skera sig úr í tæknilegu tilliti á fleiri en einn hátt, er „Power Exec“ (PE) frá bandaríska fyrirtækinu AST Research (EJS). Ef hægt væri að segja að AST PE sé klæðskerasaumuð fyrir einhvern ákveðinn hóp PC-notenda þá eru það án efa stjórnendur fyrirtækja, stofn- ana og deilda. AST PE er, í grunnútfærslu, með 486-gjörva (SL) með 25 megariða tiftíðni, 4ra megabæta vinnsluminni, svart/hvítum skjá og 60 megabæta föstum diski sem þolir mikið hnjask. Hægt er að velja tölvuna með a.m.k. tvenns konar litskjá, föstum diski frá 60-200 Mb og með vinnsluminni frá 4-32 megabæta. Hraðminni er 64 Kb. Með AST PE fartölvunni má fá sér- stakan ramma sem henni er smellt í á skrifborði og er hún þar með orðin eins og hver önnur PC-borðtölva. Sérstakt töl- uhnappaborð, þ.e. aukaborð, er fáanlegt sé þörf fyrir reiknivélar- hnappa. Faxkort á stærð við krít- arkort, sem jafnframt inniheldur símamótald, er fáanlegt, einnig straumleiðsla til tengingar við 12v rafkerfi bfls. Og af löngum lista yfir annan aukabúnað, sem ekki verður tíundaður hér frek- ar, skal geta festiólar en með henni er hægt að tjóðra fartölv- una og læsa fastri, t.d. við rúm eða miðstöðvarofn, og eftir því sem sagt er mun ekki vera van- þörf á eigi að vera óhætt að skilja hana eftir t.d. í hótelherbergi. Þegar nýja farsímakerfið tekur við af því gamla innan skamms ætti eftir- spurnin eftir fartölvum til nota í bflum að aukast. Astæðurnar eru margar en þær helstar að nýja kerfið mun virka alls staðar á landinu, truflanir verða úr sögunni, hlerun á FM-tíðnisviði verð- ur úr sögunni og með því verður hægt Glæsilegur gististaður í frábæru umhverfi Bifröst í Borgarfirði er sumarhótel sem búið er öllum þeim þægindum sem ferðamaður vill njóta á góðum gististað # í hótelinu eru 26 herbergi # 2 manna herbergi með baði á kr. 4.990- # 2 manna herbergi án baðs á kr. 3.600- # Svefnpokapláss á kr. 700- 0 Gufubað • Ijósabekkur • íþróttahús # Sérréttaseðill • réttir dagsins # Fjölbreitt hlaðborð á sunnud. frá 4. júlí til 8. ágúst # Tilboðsverð á öli á fimmtudagskvöldum # Hugguleg setustofa með ami Leitið upplýsinga og gerið pantanir á Hótel Bifröst Hótel Bifröst, Borgarfirði, sfmi 93-50000 fax 93-5020 46

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.