Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1995, Page 5

Frjáls verslun - 01.09.1995, Page 5
RITSTJORNARGREIN OF STOR SKAMMTUR! Flestir líta svo á að íslendingar hafi dottið í lukkupott- inn þegar Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, skrifaði undir samning við stórfyrirtækið Alusu- isse-Lonza um stækkun álversins í Straumsvík. Það var enda rík ástæða fyrir íslendinga til að gleðjast; kyrrst- aða var rofin og langþráðri smurolíu var loks úðað yfir hjól atvinnulífsins. Margir eiga þá ósk heitasta að þetta sé aðeins fyrsti vinningurinn og að sjálfur gullpotturinn falli innan skamms; smíði tveggja álvera til viðbótar á næstu fimm árum. Annað yrði hjá Atlantsálshópnum og hitt hjá Col- umbia álfyrirtækinu. Og kannski er þetta ekki svo fjar- læg ósk. Columbia fyrirtækið hefur þegar sótt um leyfi til að starfrækja álver hér á landi. Það er hins vegar ástæða til að staldra við þennan draum margra og minnast máltækisins að allt sé best í hófi. Gullpotturinn; stækkunin í Straumsvík og tvö ný álver ásamt tilheyrandi virkjunar- og hafnarfram- kvæmdum, gæti reynst of stór skammtur í einu - of mikil inngjöf beint í æð efnahagslífsins. Ofneysla álvera, ef svo má að orði komast, er ekkert betri en ofneysla ann- arra gleðigjafa. í stuttri og fróðlegri grein í þessu tölublaði Frjálsrar verslunar metur Magnús Ámi Skúlason hagfræðingur þau áhrif á efnahagslífið ef íslendingar ynnu gullpottinn í állottóinu eins og flesta dreymir um, ekki síst stjórn- málamenn. Greinin ber yfirskriftina: Ef draumarnir rættust. Ljóst er að gullpottinum fylgdi mikil þensla þannig að stjórnmálamenn yrðu að stíga á bremsur sem þeim reynist jafnan erfitt að gera. Að mati Magnúsar yrði hagvöxtur að minnsta kosti 5 til 6% á ári á næstu fimm ámm. Heildarfjárfestingin næmi um 154 milljörðum og verðbólga færi upp nema til kæmi hörð peningastefna Seðlabanka, þ.e. vaxtahækk- un, samhliða vemlegum niðurskurði í útgjöldum hins opinbera. Raungengi myndi hafa tilhneigingu til að hækka, og skerða þar með samkeppnisstöðu annarra útflutningsatvinnuvega, nema til kæmi hörð peningast- efna Seðlabanka í formi vaxtahækkunar. Skuldir þjóðar- innar myndu sömuleiðis vaxa. En það góða við gullpottinn væri auðvitað að atvinnu- leysi myndi þurrkast út. Raunar væm miklar líkur á að um umfram eftirspurn eftir vinnuafli yrði að ræða. Laun myndu þá hækka umfram framleiðni vinnuaflsins og jafnvel þyrfti að flytja inn erlent vinnuafl til að mæta þörfinni. Jafnframt vænkaðist rekstur ríkissjóðs og flestra sveitarfélaga vemlega. Þessi niðurstaða er auðvitað sláandi. Það væri ekki aðeins að með gullpottinum væm íslendingar komnir með nánast öll eggin í stóriðju í sömu körfu, en það em upptök skjálfta, stórra hagsveiflna, heldur myndu fram- kvæmdirnar, einar og sér, búa til flóðbylgju sem erfitt yrði að verjast. Það er betra að fá vinninga í állottóum í smærri skömmtum og á lengri tíma en að hljóta gullpottinn. Glóandi gullpottar geta verið of heitir. ISSN 1017-3544 Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál — 56. árgangur RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson — AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir — LJÓSMYNDARI: Bragi Þ. Jósefsson - ÚTGEFANDI: Fróði hf.-SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Seljavegur 2,101 Reykjavík, sími 515-5500 - RITSTJÓRN: Sími 515-5616. - AUGLÝSINGAR: Sími 515-5618 - STJÓRNARFORMAÐUR: Magnús Hreggviðsson - AÐALRITSTJÓRI: Steinar J. Lúðvíksson — FRAMKVÆMDASTJÓRI: Halldóra Viktorsdóttir — ÁSKRIFTARVERÐ: 3.315 kr. fyrir 6.-10. tbl. eða 521 kr. á blað nema bókin 100 stærstu er á 999 kr. — 10% lægra áskriftarverð, 2.984 kr. ef greitt er með greiðslukorti. LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. - SETNING, GRAFÍK, TÖLVUUMBROT, PRENTUN OG BÓKBAND: G. Ben. - Edda prentstofa hf. - LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. — Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. 5

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.