Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1995, Síða 20

Frjáls verslun - 01.09.1995, Síða 20
FORSÍÐUGREIN og Útgerðarfélag Akureyringa eru stærri. Harðfylgi þeirra frænda er löngu þekkt og um það eru til margar sögur. Þegar fréttamaður Sjónvarps spurði hvort þeir slægjust aldrei þá svaraði Kristján Wilhelmsson: - Því miður, nei. Deutsche Fischfang Union er tíu ára gamalt og á fjögur skip. Þrjá frystitogara, stærri en nokkurt ís- lenskt fyrirtæki, og einn ísfiskstog- ara. Það velti um 50 milljónum marka á síðasta ári, á 7000 tonna þorsk- og ýsukvóta í Barentshafi, 4000 tonna ufsakvóta við Noreg, 600 tonn af karfa við ísland og 15 þúsund tonna síldar- og makrílkvóta í Eystrasalti. Fyrirtækið hefur átt í kröggum og skip þess verið bundin við bryggju. HUGMYNDIN KVIKNAÐI í V0R Stór þýsk sjávarútvegsfyrirtæki eru ekki beinlínis auglýst föl í smá- auglýsingum. En Samherji og Sam- herjamenn eru hluti af alþjóðlegum sjávarútvegi og innan þeirrar at- vinnugreinar fylgjast menn ágæt- lega vel með því sem er að gerast í þeirra nánasta umhverfi. Þess vegna vissu Samherjamenn mætavel hvernig högum DFFU var háttað og sáu vel þau tækifæri sem fólust í þessu laslega fyrirtæki. Það, sem var freistandi í málinu, var hinn mikli út- hafskvóti DFFU og hallarekstur sem gerði það að verkum að slyngir við- skiptamenn gátu þama gert reyfara- kaup. Það mun hafa verið á útmánuðum eða snemma í vor sem Samheija- menn settu það fyrst niður fyrir sér hvemig þær gætu hugsanlega eignast stóran hlut í DFFU og hvaða aðferð- um ætti að beita til þess að snúa rekstrinum á bökkum Saxelfar úr vöm í sókn. Þeir frændur og bræður eru sagði hafa skeggrætt málið fram og til baka og á miðju sumri varð ekki beðið lengur heldur héldu þeir bræð- ur, Finnbogi og Þorsteinn Már, á fund þýskra og kynntu þeim hugmyndir sínar. Hér var ekki við einn aðila að eiga því ríkið, þ.e. Neðra-Saxland átti 41%, Nordstern Lebensmittel átti 27%, alþjóðaauðhringurinn Unilever átti 27% og höfnin í Cuxhaven átti 5%. Fljótlega urðu bræðumir þess varir að vel var tekið í hugmyndir þeirra og töldu því rétt að hefja samn- ingaviðræður og ganga hreint og beint til verks eins og þeirra er vandi. Tvennt er sagt hafa komið þeim verulega á óvart. Annarsvegar hvað þýskir fjöhniðlar, bæði stærri blöð Keppnismenn slaka á í keilu úti í Dan- mörku. Frá vinstri: Þorsteinn Már Bald- vinsson, Kristján Vilhelmsson, Aðal- steinn Helgason, ffamkvæmdastjóri Strýtu (fyrirtækis í eigu Samherja), Finnbogi Baldvinsson og ónefndur danskur keilustjóri. s.s. Frankfurter Allgemeine og smærri blöð s.s. bæjarblöðin í Cux- haven, sýndu málinu mikinn og lifandi áhuga strax frá fyrsta degi. Hitt var að það var ekki aldeilis eins einfalt og þeir höfðu haldið að semja sig inn að hjartarótum stórs fyrirtækis. Stað- reyndin var sú að þótt rúmlega 80 milljónir manna byggju í Þýskalandi og þótt DFFU með sína 270 starfs- menn sé ekki ýkja stórt í þeirri flóru fyrirtækja, sem þrífst og dafnar í norðurhéruðunum, þá er þýskum stjórnmálamönnum og verkalýðsfor- ingjum afar annt um hvert einasta starf. Fljótlega varð ljóst að flóknar og tímafrekar samningaviðræður þurfti við verkalýðshreyfinguna vegna þeirrar ætlunar Samherja- manna að fækka í hverri áhöfn og breyta kjarasamningum frá því að greiða sjómönnum föst laun yfir til þess hlutaskiptakerfis sem íslenskir sjómenn búa við og hafa gert frá sögu- öld. Stefnan með samningunum var sú að fækka eigendum DFFU þannig að Nordstern Lebensmittel yki sinn hlut og yrði helmingseigandi DFFU á móti Samherja. Til þess þurfti að kaupa hina eigenduma út. Þeir bræður bjuggu ekki á hóteli heldur leigðu sér íbúð þar sem heitir Seeterrasse í Cuxhaven. Þar höfðust þeir við og lágu yfir pappírum og út- reikningum milli þess sem þeir sátu langa samningafundi, ýmist í höfuð- stöðvum DFFU í Cuxhaven eða á skrifstofum Nordstem Lebensmitt- el í Bremerhaven sem er næsta borg. Fundir með fulltrúum verka- lýðsfélaganna, sveitarstjórnar- mönnum og fulltrúum hinna ýmsu ráðuneyta fóru fram bæði í þessum tveimur borgum en einnig í Ham- borg, Kiel og Bonn svo segja má að leikurinn hafi borist víða um norður- hluta Þýskalands. Vinnudagurinn mun oft hafa verið mjög langur, bæði byrjað snemma á morgnana og vakað lengi fram eftir á kvöldin, og ekki gafst alltaf tími til að borða með reglulegum hætti kvölds og morgna heldur gerðist það oft á hlaupum milli staða. Þeir bræður, Finnbogi og Þorsteinn Már, voru oftast tveir fulltrúar Samherja en höfðu þýskan aðstoðarmann sem var þeirra hægri hönd á meðan á viðræðunum stóð. HVAR ER LÖGFRÆÐINGURINN? Það var oft heitt, bæði úti og inni, í Cuxhaven sem er sennilega smáborg á þýskan mælikvarða en þar búa að sögn um 60 þúsund manns og er bær- inn vinabær Hafnarfjarðar í Þýska- landi. Takturinn var oft nokkuð hraður og ekki alltaf staldrað við smáatriði og þau látin tefja málið. Einhverju sinni á fundi með fulltrúum DFFU og Nord- stem kom atriði upp sem forstjóri Nordstern taldi að lögfræðingur fyrir- tækisins þyrfti að segja álit sitt á. í ljós kom að lögfræðingurinn var í fríi á Spáni. Fundi var frestað til morguns og þar var lögfræðingurinn mættur, kol- brúnn og sællegur, hafði verið sóttur niður á Spánarströnd með flugvél og lét ljós sitt skína varðandi það sem ætlast var til. Þessi litla saga sýnir betur en margt annað andann í samn- ingaviðræðunum. Þetta gerðist í nokkrum lotum og stóð sú seinasta í um sex vikur sam- fleytt án þess að Samherjamenn 20

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.