Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1995, Page 22

Frjáls verslun - 01.09.1995, Page 22
SIGRI FAGNAÐ MEÐ BIG MAC Samherjamenn þorðu ekki að trúa því að sigur væri í höfn fyrr en tilkynning var gefin út mánudaginn 13. nóvember. Sagt er að þeir hafi ekki fagnað sigrinum með kampavíni og látum heldur með því að storma út á McDonalds hamborgarastað og þar var splæst í tvöfaldan BigMac fyrir snörpustu sennu sem íslenskur sjávarútvegur hefur staðið í um langa hríð. hernaður sem geisaði við stíf- bónuð fundarborðin í Cuxhaven og um símalínur milli landa þær taugaspenntu vikur sem nú fóru í hönd. Oft var lítið sofið í herbúðum Samheijamanna næstu vikumar og ekki ríkti alltaf bjartsýni hjá okkar mönn- um. Á stundum voru þeir ekki vissir um að sigur myndi hafast og óttuðust reyndar stundum að Norðmaðurinn myndi hafa beturálokasprettinum. Þessar síðustu vikur samninganna voru því gífurlegt taugastríð eða algjör þriller eins og sagt er á nútímamáli. an pakkann mannsins. í hendur Norð- Samherjamenn voru útnefndir menn ársins í ís- lensku viðskiptalífi árið 1989 £if Frjálsri verslun og Stöð 2. Síðan hefur veldi þeirra margfaldast og teygt sig út fyrir landsteinana. LOKASPRETTURINN Síðustu vikumar runnu saman í einn samfelldan fund, sérstaklega tíminn eftir 20 október. Á lokasprett- inum, þegar taugatitringurinn var sem mestur, fóm þeir bræður Þor- steinn og Kristján út til Þýskalands til fTRIRTfEKI STOfNANIR r VELJIÐ ÍSLENSKAR VÖRUR <2> íslenskt Qjátakk SAMTOK m IÐNAÐARINS að ákvarðanataka gæti gengið hraðar fyrir sig. Það dugði ekki lengur að leggja á ráðin í gegnum síma. Sam- herjamenn þurftu enn að bretta upp skyrtuermamar og fínstilla tilboð sín í DFFU því þótt það væri sannarlega ekki ætlun þeirra að hækka boðið í eiginlegum skilningi þess orðs þá þurfti auðvitað að mæta því með sveigjanleika að svo hörð samkeppni sýndi sig á lokasprettinum. Það, sem einkum og sér í lagi var tekist á um, var framtíð stálsmiðju og dráttar- brautar sem er í Cuxhaven og í eigu DFFU. Þennan hluta af starfseminni höfðu Samherjamenn ekki ætlað að láta fylgja með í kaupunum því þeir töldu sér ekki hag í því auk þess sem sérþekking þeirra liggur á sviði út- gerðar en ekki stálsmiðjureksturs og skipasmíði. Um þetta var orðin sátt og þýskir mótaðilar orðnir rólegir með þá hugmynd að stálsmiðjan fylgdi ekki með í kaupunum. Kjell Inge var hinsvegar tilbúinn til þess að láta þennan rekstur fylgja og gaf í skyn að hans biðu arðbær verkefni við skipa- smíðar og viðgerðir fyrir önnur skip stórveldis RGI. Svo fór að lokum að þetta innhlaup hans í viðræðurnar á lokasprettinum varð til þess að Sam- herjamenn keyptu líka smiðjuna og dráttarbrautina frekar en að missa all- SVARTUR EÐA BJARTUR MÁNUDAGUR Mörgum finnst mánudagur vera óhappadagur, ekki síst þegar hann ber upp á þrettánda dag mánaðarins að auki. Mánu- daginn 13 október var gefin út formleg fréttatilkynning um það frá aðilum málsins að eig- endur DFFU hefðu ákveðið að ganga til samninga við Sam- herjamenn. Um helgina þóttust Samheijamenn nokkuð vissir um að sigurinn væri loksins í höfn en þorðu ekki að trúa því fyrr en tilkynningin var gefin út á mánudegin- um. Sagt er að þeir hafi ekki fagnað sigrinum með kampavíni og látum heldur með því að storma út á McDonalds hamborgarastað í ná- grenninu, sem þeim var orðinn vel kunnugur eftir undanfama mánuði, og þar var splæst í tvöfaldan BigMac handa sigurvegurunum í snörpustu sennu sem íslenskur sjávarútvegur hefur staðið í um langa hríð. Þennan sama bjarta mánudag, mun Kjell Inge Rpkke hafa farið frá Cux- haven í einkaþotu sinni. 13. nóvember er annars sögufræg- ur dagur fyrir íslenskan sjávarútveg. 13. nóvember 1973 má segja að íslendingar hafi sigrað í þorskastríð- inu um 50 mílurnar því þá veitti Al- þingi ríkisstjórninni heimild til að ljúka samningum við Breta. 13. nóvember 1985 var Bæjarút- gerð Reykjavíkur sameinuð ísbimin- um hf. og þá varð Grandi hf. til sem er stærstur íslenskra fyrirtækja í útgerð og fiskfinnslu. Þegar sigurvíman rann af mönnum varð þeim ljóst að sigurinn var í raun stærri en hann sýndist vera. Þama hafði íslenskur sjávarútvegur gengist undir stöðupróf í hörðum heimi alþjóð- legra viðskipta og staðist með láði. 22

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.