Frjáls verslun - 01.09.1995, Side 41
BOÐORÐIN 10 í TÍMASTJÓRNUN
1. Settuþér skýr, skrifleg
markmið.
2. Búðu til skriflega áætlun
um hvernig markmiðum
skuli náð.
3. Hafðu verkefnalista fyrir
daginn, vikuna og mánuð-
inn.
4. Forgagnsraðaðu öllum
verkefnum, mundu 80/20
ogABC reglurnar.
5. Snúðu þér alltaf að
mikilvægasta verkefninu og
Ijúktu því strax.
tf
ÍHOMAS MOLUEfi
fciníaitíar fift áhritarikar aöierðif sem sJfcspí gaite ,
sköpam ura árangar pinr. í starti og einkaiiíi >
30 ÁHRIFARÍK RÁÐ
TSMASTJÓRNUN
0G MARGFALBA
ÁRANGUR
HAGNÝT RÁÐ SEW SPÁBA ÞÉB J
ALLT AD 6L WÍNÚTUR Á DAG l
Meðþt'aí spara'eiiiaklidtteönfttf é hmjure
óez'; leagir þú »>t arr ailt at einr. og feáifar njáwtí *
H*érjvgartir tré ekk: afrckaC siikt fctskct?
Tímabær bók.
6. Hættu að fresta verkefnum.
Segðu: „Gerðu það núna!“
7. Búðu til „vinnublokkir",
1x60 mín. nýtast betur en
6x10 mín.
8. Settu lokatíma á öll
markmið, verkefni, fundi
og áætlanir.
9. Framseldu verkefni til
samstarfsmanna eða aðila
„utanhúss
10. Hafðu jafnvægi milli
einkalífs og vinnutíma.
hún gagnast vel sem bók til að grípa til
og lesa nokkur ráð í einu þá kemur
það ekki niður á gagnsemi bókarinn-
ar. Þá má byrja að lesa hana hvar sem
er og grípa í hana hvar og hvenær
sem er. Hún hefur engan söguþráð
þannig að lesa má hana aftur á bak og
áfram. Þessar endurtekningar eiga
rætur sínar að rekja til þeirra nútíma
vinnubragða, sem höfundur tileinkar
sér, en það er að nota dauða tímann
og skrifa á ferðatölvuna og lesa hug-
leiðingar inn á spólu. Er ég alls ekki að
lasta þessi vinnubrögð, öðru nær, því
án þeirra hefði höfundur eflaust aldrei
fundið tímann til að skrifa hana. Hún
er þannig besta sönnun hvemig hægt
er að nýta vel tímann!
Bókin er einföld upptalning á 30
ráðum um tímastjórnun og þótt þau
eigi kannski ekki öll við um alla þá er
eitthvað við allra hæfi og flest eiga við
um alla, óháð störfum. Það má eflaust
finna að því að ráðin hafi verið of mörg
eða þá að það hefði mátt fjalla um
aðrar hliðar málsins en það er alltaf
smekksatriði og í þessu tilfelli kýs
Thomas að nefna þessi 30 til sögunn-
ar en ég er viss um að hann hefur átt í
vandræðum með að velja úr til þess
að bókin uppfyllti skilyrði útgefandans
um stærð.
UMFJÖLLUN
Bókin er í handhægu broti, vasa-
bók, og gott uppflettirit sem grípa má
til aftur og aftur. Hún er því tilvalinn
ferðafélagi þar sem hún tekur ekkert
pláss og er góð í dauða tímanum, enda
kennir hún m.a. hvernig eigi að nýta
hann betur!
Bókin er vel skrifuð á góðu og eðli-
legu máli og var mjög gaman að lesa
lipran texta höfundar. Hann er stutt-
orður en gagnorður, enda á hún ekki
að taka of mikinn tíma frá lesandum!
Fyrir þá, sem vilja fræðast meira um
þessi mál, er gefið gott sýnishorn af
þeim aragrúa af bókum sem til eru um
þetta sívinsæla og þarfa viðfangsefni;
tímastjómun.
Þótt bókin sé skrifuð með stjórn-
endur í fyrirtækjum og stofnunum í
huga þá tel ég að allir ættu að hafa af
henni gagn, bæði í einkalífi sínu og
starfi. Það er óhætt að segja að bóka-
klúbburinn (eða þekkingarklúbburinn
eins og hann kýs að kalla sig) fari vel
af stað með þessari bók og vona ég að
það, sem eftir á að koma frá Vegs-
auka, verði í svipuðum dúr, þá stend-
ur útgáfan sannarlega undir nafni.
Bókarhöfundur, Thomas Möller, er framkvæmdastjóri hjá Olís.
41