Frjáls verslun - 01.09.1995, Qupperneq 47
hittast í Þjóðleikhúskjallaranum um
áramót var þessi hópur á fyrstu sam-
komunni af því tagi í slagtogi með
Guðmundi Einarssyni. Því var komið
á framfæri við Guðmund að þetta
væri of hægrisinnaður og borgaraleg-
ur hópur til þess að hann sómdi sér á
þessari samkomu og síðan hippamir
höfnuðu þeim hefur hópurinn hist í
heimahúsum í staðinn.
„Traust og trygglyndi," sagði
Kristín Geirsdóttir, systir hans, að
væru þeir eiginleikar sem einkenndu
hann öðru fremur.
Hallgrímur er lestrarhestur mikill
og gönguferðir á yngri árum en Hall-
grímur mun hafa lagt það af að mestu.
„Hann er bestur fyrir framan arin-
eldinn að kvöldi dags,“ sagði einn úr
hópnum. Þessir kunningjar eru með
mismikla íþróttadellu og munu hafa
gert ítrekaðar tilraunir til þess að fá
Hallgrím með á skíðin, skautana eða
blakið en án árangurs.
Eina útivistin sem Hallgrímur
stundar sem getur kallast því nafni er
í fjölmörgum ferðum þeirra hjóna með
vinum og frændum í sumarbústað
sem þau hafa aðgang að og er í eigu
fjölskyldu Aðalbjargar. Þetta er svo-
Annarsvegar naut hann persónulegra
vinsælda, sem komu stjórnmálum
ekkert við, og í annan stað var hann
snemma vel að sér í pólitískri um-
ræðu og rökfastur og einbeittur eins
og faðir hans. Hallgrímur og faðir
hans áttu afar vel skap saman og
ræddu oft mikið saman um stjómmál
og þau vandamál sem upp komu í
dagsins önn. Margir segja að þeir
feðgar séu líkir persónuleikar þótt
þess gæti ef til vill ekki í útliti en
Hallgrímur hefur ekki fetað í fótspor
föður síns á opinberum vettvangi og
margir telja að það sé vegna þess að
VINAHÓPURINN
Umræddur vinahópur hittist ávaílt á nýársdag þegar efnt er til fagnaðar heima hjá
einhverjum úr hópnum. Rifjaðar eru upp sögur og skemmtiatriði sem
fylgt hafa hópnum lengi. Eitt hið klassískasta er þegar þeir frændur og vinir,
Hallgrímur Geirsson og Kristinn Björnsson, syngja saman lagið um
Málarameistarafélag Reykjavíkur úr gamalli sjónvarpsauglýsingu félagsins.
Hópurinn, sem telur átta hjón, samanstendur af Hallgrími, Kristni, Jóni
Ásbergssyni, Jóni Braga Bjarnasyni, Friðriki Pálssyni, Stefáni Friðfinnssyni,
Oddi Eiríkssyni, Guðmundi Einarssyni og eiginkonum þeirra.
og eyðir mörgum stundum á kafi í
bókum. Hann er alæta á bækur en
mun þó helst velja sér reyfara frekar
en fagurfræðilegar bókmenntir. Það
má halda því fram að hann sé heima-
kær því þetta er hans helsta og eina
tómstundagaman. Hann stundar ekki
íþróttir, veiðir ekki lax og spilar ekki
bridge. Með þessu má reyndar halda
því fram að Hallgrímur skeri sig nokk-
uð úr hópi þeirra, sem eru virkir í
viðskiptalífinu, en meðal þeirra tíðk-
ast mjög laxveiðiferðir, fótboltafélög,
blakklúbbar og slíkir afkimar þar sem
viðskiptatengslin eru treyst og slakað
á í öðru umhverfi.
Hallgrímur á sér samt ákveðna for-
tíð í íþróttum því hann æfði körfubolta
með ÍR um árabil og þótti býsna góð-
ur körfuboltamaður, nóg til þess að
hann var valinn í unglingalandslið.
Þegar þar var komið sögu voru önnur
áhugamál farin að sækja á hugann og
aætti hann fljótlega að æfa körfubolta
eftir þetta.
Þéttasti kjami gömlu menntaskóla-
díkunnar, Hallgrímur, Jón Bragi,
stefán Friðfinns, Kristinn og Jón Ás-
ærgs, fór stundum saman í útilegur
lítill kofi í landi Brettingsstaða, efst í
Laxárdal í Þingeyjarsýslu. Þarna er
friðsælt og fagurt en búskapur mun á
sínum tíma hafa lagst af á Brettings-
stöðum vegna mýbits.
„Hallgrímur er einstakt prúð-
menni, dagfarsprúður og kurteis.
Hann er lokaður og fremur fáskiptinn
en menn skyldu þó varast að halda að
hann sé einhver dula því hann er af-
skaplega fastur fyrir og ákveðinn,“
sagði Jón Bragi Bjarnason, prófessor
í efnafræði og góðkunningi Hallgríms í
samtali við blaðið.
Hallgrímur er yfirlýstur sjálfstæð-
ismaður eins og hann á kyn til og
hefur um árabil verið virkur félagi í
flokknum og gegnt ýmsum trúnaðar-
störfum fyrir hann og átt sæti á lands-
fundi flokksins. Hann mun einnig hafa
verið í stjóm Heimdallar um hríð á
sínum yngri árum.
Hallgrímur ólst upp við að vera
elsti sonur manns sem var í fremstu
víglínu stjórnmálanna fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn. Kunnugir segja að Hall-
grímur hafi aldrei verið látinn gjalda
þessa á skólaárum sínum eins og oft
vill þó verða. Ástæðan var tvíþætt.
hann sé feiminn og hlédrægur.
„Hann er hvorki feiminn né hlé-
drægur heldur hefur tamið sér að
vinna störf sín í kyrrþey og ferst það
vel úr hendi. Hann er mannasættir og
þótt hann sé fastur fyrir þá leysir hann
jafnan mál þannig að allir geti vel við
unað,“ sagði Kristinn Bjömsson, vin-
ur Hallgríms og frændi. „Greindur,
varkár og einlægur," sagði Jón Ás-
bergsson að væru fyrst þrjú orðin
sem honum kæmu í hug um Hallgrím.
Hallgrímur er vanur stjómandi því
hann hefur setið í stjóm Árvakurs um
árabil og býr að þeirri reynslu. Hann
er sagður dagfarsprúður og fáskiptinn
stjómandi sem vill láta verkin tala og
ætlast til hins sama af undirmönnum
sínum.
Þannig sýnir nærmyndin af Hall-
grími B. Geirssyni hæglátan og
heimakæran júrista sem leitar á náðir
bókmennta frá erli hversdagsins.
Hún sýnir mann sem er fæddur til
þess að stýra málum fyrir sína hönd
og sinnar fjölskyldu og axlar þá
ábyrgð þegar hún er að honum rétt.
Mann sem leitar ekki eftir sviðsljós-
inu en þolir það vel þegar það á við.
47