Frjáls verslun - 01.09.1995, Side 60
ERLEND VEITINGAHÚS
Á vínsedlinum í La Capannina er mikið úrval af góðum vínum úr héraðinu.
La Capannina í Torino á Ítalíu:
VEITINGAHÚS SEM
W SEGIR ENGUM FRÁ
talskur matur er víðfrægur
enda ítölsk matargerð afar
íjölbreytt og svo er ítalskur
matur hollur. ítalir snæða t.d. meira
grænmeti en aðrir Evrópubúar.
Flestir íslendingar þekkja ítalska
matargerð en þá aðallega pasta og
pítsur eða flatbökur. Það, sem gerir
ítalska matargerð svo áhugaverða
fyrir utan hollustuna, er hversu fjöl-
breytt hún er. Hvert hérað hefur sín
séreinkenni.
EINN BESTIMATURINN
FRÁ PIEMONTE
Einn besti maturinn kemur þó að
margra áliti frá Piemonte, sem er eitt
nyrsta hérað Ítalíu. Piemonte hérað
SigmarB. Hauks-
son skrifar
reglulega um
þekkta erlenda
bisnessveitingastaði
í Frjálsa verslun.
liggur að landamærum Frakklands og
Sviss. Áður en Ítalía var sameinuð
tilheyrði Piemonte hertogadæminu
Savoe, en þá var töluð franska í hér-
aðinu. Matargerð Piemontebúa er því
náskyld þeirri frönsku. Höfuðborg
héraðsins er Torino. Borgin er ákaf-
lega falleg, enda var hún um tíma höf-
uðborg Ítalíu, eða frá 1861-1864. Tor-
ino er ein helsta iðnaðarborg ítahu.
Þaðan koma 30% verðmæta alls iðn-
vamings sem framleiddur er á ítah'u. í
Torrino eru mörg þekkt stórfyrir-
tæki. Nefna mætti Fiat, Martini og
Olivetti. Kaupsýslumenn víða að eiga
því oft erindi til borgarinnar.
MEÐAL VINSÆLLA RÉTTA
ER BAGNA CAUDA
Matur Piemonte héraðs er á marg-
an hátt ólíkur þeim ítalska mat sem
við hér á íslandi eigum að venjast.
Meðal vinsælla rétta er Bagna Cauda,
sem er hrátt grænmeti skorið í
strimla og dýft í heita og sterka hvít-
lauksósu. Þá er ostafondu vinsæll
réttur, enda framleiða Piemontebúar
marga góða osta. Aðrir frægir réttir
em Bollito Misto sem eiginlega er
kjöt og kjötsúpa. Þessi réttur er þó
töluvert fjölbreyttari en íslenska
kjötsúpan. í Bollito Misto eru notaðar
fímm eða sex tegundir af grænmeti,
nauta-, grísa- ogkálfakjöt, kjúklingur,
pylsur, nautatunga og ýmsar tegundir
af kryddi. Margir réttir eru gerðir úr
ýmsum tegundum af kjöti, t.d. villi-
bráð sem soðin er í víni. Pasta er ekki
eins vinsælt í Piemonte og sunnar á
ítahu. Hrísgrjón em mun vinsælh og
þá sérstök hrísgrjón sem ræktuð eru í
Pódalnum. Þessir hrísgrjónaréttir
kallast Risotto og em þeir mettandi
en hollir. Stolt Piemontebúa er þó
hvíti jarðsveppurinn sem héraðsbúar
kalla „hvíta gimsteininn" og segir það
nokkuð til um verðmæti hans. Bragð-
ið af honum er mjög sérstætt, nánast
ólýsanlegt og er hann mikið notaður í
matargerð héraðsins.
MIKIÐ ÚRVALAF
GÓÐUM VÍNUM
í Torino eru ótal margir frábærir
veitingastaðir. Ég vil þó mæla með
einum sem nefnist La Capannina.
Þetta er ekki ferðamannastaður,
heldur góður veitingastaður þar sem
aðal áherslan er lögð á rétti úr hérað-
inu. Þama er sem sagt hægt að kynn-
ast matargerð Piemonte eins og hún
gerist best. Á vínseðlinum er mikið
úrval af góðum vínum úr héraðinu. í
Piemonte er framleitt mikið af góðum
vínum. Héraðsbúar vilja hafa vínin
kraftmikil og öflug, enda segja þeir il
vino che pane, eða vínið er sem
brauð.
Meðal þekktra Piemonte vína em
Barolo og Barbaresco. La Capannina
er hlýlegur veitingastaður, maturinn
er sérlega góður og þjónustan frá-
bær. Flestir starfsmanna tala ensku
og virðast hafa ómælda ánægju af að
segja gestunum frá því sem á mat-
seðlinum er. Þessi veitingastaður er
skammt frá miðborg Torino en þó em
ekki margir sem vita af honum, nema
þá helst sælkerar Torinoborgar.
La Capannina,
Via Donati 1,
sími 545405.
60