Frjáls verslun - 01.08.1996, Blaðsíða 23
Jón Hákon Magnússon, framkvæmdastjóri Kynningar
og markaðar, segir það aldrei nógu oft brýnt fyrir for-
ráðamönnum fyrirtækja að bregðast strax við og viður-
kenna að eitthvað hafi farið úrskeiðis; að áfall af einu
eða öðru tagi hafi orðið. „Almenningur skilur slíka
framkomu og kann að meta hana. Voðinn er hins vegar
vís sé pukrast með málið. Þá hjálpa menn fjölmiðlum að
halda málinu gangandi.“
síðast varð milljóna fjárdráttur í stóru innflutningsfyrir-
tæki. Þá eru ótalin mál eins og sjúkdómar í húsdýrum, t.d.
riðuveiki í breskum naut-
gripum, fjöldauppsagnir
fyrirtækja, hrun tölvu-
kerfa, eins og gerðist
þegar símasambandslaust
varð í heilu borgarhlutunum í Reykjavík hér um árið, svo
ekki sé minnst á seinkanir eða truflanir í flugi. Loks má
MYNDIR:
Geir Ólafsson og fleiri
Salmónellusýking, sem rakin var til rjómabolla frá Sam-
sölubakaríi, var eðlilega mjög til umfjöllunar í fjölmiðl-
um sl. vor. Samsölubakarí komst í hann krappan og varð
fyrir miklum háðsglósum hjá almenningi. En hvernig
átti að bregðast við áfallinu svo skaðinn yrði sem
minnstur?
ÞEKKTAR KRÍSUR
1. Salmónellusýking vegna rjómabolla.
2. Biskupsmálið hjá kirkjunni.
3. Deilurnar í Langholtskirkju.
4. Deilur um leiðakerfi SVR.
5. Bilanir tölva í símkerfinu.
Hvernig verður áfallastjómun best háttað þannig að skað-
inn verði sem minnstur gagnvart fjölmiðlum og almenningi
og illt umtal nái ekki yfirhöndinni? Leitað verður svara við
þeim spurningum hér á eftir en fyrst er rétt að geta
nokkurra dæma um áföll sem fyrirtæki, stofnanir og heilu
stjórnkerfin í opinberri umsýslu hafa orðið fyrir. Þau hafa
síðan valdið neikvæðu umtali sem stundum hefur varað í
fleiri vikur og haldið fjölmiðlum og almenningi við efnið
mun lengur en æskilegt er. Enduruppbygging ímyndarinn-
ar kann þá að kosta ómælda fjármuni.
Salmónellusýking vegna rjómabolla í Samsölubakaríinu
fyrr á þessu ári er flestum í fersku minni. Biskupsmálið
þótti ganga nærri ímynd kirkjunnar og ekki bætti úr skák
að allt hafði þá farið í háaloft í Langholtskirkju. Deilurnar
um hið nýja leiðakerfi Strætisvagna Reykjavíkur hefur
komið fyrirtækinu í vamarstöðu þrátt fyrir öfluga auglýs-
ingaherferð og uppbyggingu ímyndar þar sem strætó er
kynntur sem raunhæfur og eðlilegur valkostur. Og nú
ILLT UMTAL
fyrir áföllum? Hverniggeta þeir dregið úr illu umtali og neikvæðni almennings?
23