Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1996, Page 41

Frjáls verslun - 01.08.1996, Page 41
fæst við að nota GSM farsíma sem ekki þarf að halda á, í bifreiðar. Öryggið í fyrirrúmi er þemað og gert er grín að dömubindaauglýsingum í leiðinni þar sem sama þema er notað,“ sagði Ágúst. VIUA FÁ MIG AFTUR Þórhallur Sigurðsson var ánægður með hve vel þetta ævintýri hafði heppnast þótt fyrirvarinn væri lítill. „Þetta er auglýsing um innréttingu á bílasíma í bíl sem ekki þarf að halda á þegar hringt er þannig að ökumaður getur haft báðar hendur á stýri. Það er því verið að kynna ákveðið öryggismál. Gert er grín að tveimur auglýsingum í leiðinni. Annars vegar Always dömubindaauglýsingu og hins vegar þekktri danskri auglýsingu með gömlum manni í aðalhlutverki. Ég leik konu í annarri þeirra og gamlan mann í hinni,“ sagði Þórhallur. „Auglýsingamar eru á léttari nótunum og það er ýmis- legt að gerast á meðan ég bulla í þeim. Veggir hrynja í kringum mig og mikill hamagangur. Þemað er það sem þeir kalla „vinstri handar vinna“ sem er einmitt það sem Tele-Danmark vill ekki að sé ímynd fyrirtækisins. Það er skírskotun til þess að þegar þú ert að keyra - áttu að vera með báðar hendur á stýri en ekki aðra á stýrinu og hina á símtólinu eins og algengt er í umferðinni. Sem sagt, engin vinstri handar vinna. Það á eftir að taka eina auglýsingu í viðbót við hinar tvær þvíþeir hringdu í mig og vildu fá mig til að leika í einni enn. Það gerist á einhverjum af næstu dögum og í þeirri auglýsingu á ég að túlka bflstjóra í keyrslu sem notar farsímann. Ágúst er hins vegar á kafi í öðrum verkefnum og mun því ekki leikstýra henni. Mér skilst að fyrri tvær auglýsingarnar hafi slegið í gegn og ég frétti það fyrir nokkrum dögum að þær væru komnar utan á strætisvagna í Danmörku. Þeir eru einnig mjög ánægðir með auglýsing- una, eftir því sem ég hef heyrt. Ég babbla reyndar á dönsku, en auglýsingamar eru talsettar því danskan mín er ekkert of góð.“ Laddi hefur leikið í mörgum auglýsingum á íslandi sem eru landsmönnum flestar í fersku minni. Þar má til dæmis nefna auglýsingu fyrir Svala, HHÍ, skafmiða, flugelda og væntanlegar em nýjar auglýsingar fyrir Eurocard. „Maður leikur ekkert í mörgum auglýsingum á ári hérna heima þannig að svona verkefni er kærkomin búbót. Það hefur yfirleitt verið ein á ári, stundum fleiri. Erlendis er stærri markaður og því gefur það aukin tækifæri. Ég gæti vel hugsað mér að taka að mér fleiri verkefni erlendis og jafnvel starfa þar alfarið ef því er að skipta. Það er alltaf gaman að breyta til og ég væri alveg til í það ef ég hefði nóg að gera,“ sagði Þórhallur. SEX ÁR VIÐ STÖRF ERLENDIS Ágúst hefur starfað við auglýsingagerð erlendis í ein 6 ár, eða frá árinu 1990. „Mestallan þann tíma hef ég verið búsettur í Kaupmannahöfn eða London en flutti nýverið heimilisfang mitt aftur til íslands, enda er hér best að vera. Ég er samt, eins og gefur að skilja, frekar lítið heima vegna þess að ég hef hingað til haft nóg af verkefnum. Ég hef starfað víða í Evrópu, á flestöllum Norðurlöndunum, í Þýskalandi, Englandi, Ítalíu og á Spáni og þessa dagana við tökur á auglýsingu í hálöndum Skotlands. Ég starfa ekki fyrir neitt ákveðið fyrirtæki en er með auglýsingaaðila í hverju landi sem ég starfa fyrir, og verkefnin koma í gegnum þá. Ég hef lítið unnið að verkefnum heima á íslandi síðan ég fór út en gaf mér þó tíma fyrir gerð tveggja auglýsinga á þessum tíma (önnur þeirra er þekkt sjónvarpsauglýsing sem gerð var fyrir Morgunblaðið þar sem ung stúlka, sem stödd er í Bandaríkjunum, fylgist með fréttum Morgun- blaðsins í gegnum Alnetið). Ég hef úr nægum verkefnum að moða en ég er mjög spenntur fyrir verkefni sem ég tek að mér á næsta ári. Þá mun ég leikstýra bandarískri kvikmynd sem tekin verður upp á Italíu og í Lúxemborg," sagði Ágúst. „Sú danska“ hefur hláturtaugarnar í lagi. Gervið minnir nokkuð á gervi Elsu Lund. ÁGÚST BALDURSSON Ágúst Baldursson leikstjóri fékk Ladda út til Danmerkur. Ágúst hefur starfað við auglýsingagerð erlendis frá árinu 1990. Mestallan þann tíma hefur hann búið í Kaupmannahöfn eða London. Þessa dagana er hann við tökur á auglýsingu í hálöndum Skotlands. 41
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.