Frjáls verslun - 01.08.1996, Page 29
Hilmar Björnsson, framkvæmdastjóri Máttar: „Reynslan er sú að líkams-
ræktaraðstaða á vinnustöðum er sorglega lítið notuð."
FIMM
LEIÐIR
1. Líkamsræktarstöð á
vinnustað.
2. Greitt fyrir leigu á
íþróttasal.
3. íþróttastyrkur til
starfsmannafélaga.
4. Greitt fyrir þjálfun
starfsmanna.
5. íþróttastyrkur beint til
starfsmanna.
LÍKAMSRÆKT
gera áýmsa vegu. Afraksturinn eránægðara, viljugra ogkraftmeira starfsfólk
stöð í kjallaranum hjá sér má færa
útgjöldin sem kostnað. Þetta fyrir-
komulag hentar því fyrirtækinu frek-
ar en starfsfólkinu.
Það sama er uppi á teningnum ef
fyrirtæki greiðir leigu á íþróttasal
fyrir knattleiki eða þess háttar, leig-
una er unnt að skilgreina sem frá-
dráttabæran kostnað. Ekki má heldur
gleyma því að leiga á sal, þar sem til
að mynda er eingöngu stundaður fót-
bolti eða handbolti, útilokar ef til vill
þorra starfsmanna frá því að taka þátt
í starfseminni sem boðið er upp á inn-
an fyrirtækisins því ekki hafa allir
áhuga á því sama. Ef fyrirtæki tekur
þátt í heilsueflingu starfsmanna sinna
með því móti að styrkja starfsmenn-
ina beint er sá kostnaður ekki frá-
dráttarbær, auk þess sem starfs-
mennirnir eru að taka við skattskyld-
um hlunnindum. Því má segja að
skattalögin vinni á þennan hátt gegn
heilsueflingu!“
TEXTI:
Þorsteinn G. Gunnarsson
MYNDIR:
Sigurjón Ragnar Sigurjónsson
En hvemig er best að hátta beinum
styrkjum til starfmannanna? Hilmar
segir að það séu einkum tvær leiðir
semfarnar eruíþeimefnum. „Annars
vegar er um að ræða beinan íþrótta-
styrk sem oft nemur 5-10.000 krón-
um á ári. Það eina, sem krafist er
gegn styrkveitingu, er að viðkomandi
starfsmaður sýni með greiðslukvitt-
unum að hann stundi einhverskonar
líkamsrækt. Hin aðferðin er sú að
fyrirtækið greiði beinlínis fyrir
ákveðna þjálfun. Þá er um að ræða
ákveðinn hundraðshluta af mánaðar-
legu æfmgagjaldi viðkomandi. Þá er
oft um að ræða mánaðargreiðslu frá
fyrirtækinu frá 1.500 krónum upp í
3.500 krónur. En eðlilegt er að fyrir-
tæki, sem leggur þetta mikið af mörk-
um til starfsmanna sinna, geri kröfur
um góða nýtingu fjármunanna, til
dæmis með því skilyrði að viðkom-
andi starfsmaður stundi sína líkams-
rækt að meðaltali þrisvar sinnum í
viku.“
29