Frjáls verslun - 01.02.1997, Page 12
Þungt hugsi. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, til vinstri, og
Gunnar Felixsson, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar.
VIÐSKIPTAÞING VERSLUNARRAÐS
0kla verður annað séð en
vel hafi tekist til með Við-
skiptaþing '97, sem Versl-
unarráð Islands, á sínu 80. ári,
hélt á Hótel Loftlciðum um miðj-
an febrúar. Gerð var könnun um
ágæti þingsins og voru þátttak-
endur látnir leggja mat á nokkra
þættí. Niðurstaðan var þessi: Um
74% töldu að Iengd dagskrárinn-
ar hefði verið hæfileg og 68%
sögðu umfjöllunarefhið spenn-
andi. Yfirskrift þingsins var: Jafn-
ræði eða mismunun? Er ríkis-
valdið andsnúið jafnræði í at-
vinnulífinu? Fram kom í setning-
arræðu formanns Verslunarráðs,
Kolbeins Kristínssonar, að jafn-
ræðið væri að aukast - ekki síst
vegna alþjóðavæðingar og aðildar
Islands að EES - þótt enn væri
nokkuð i land.
Árni Árnason, framkvæmdastjóri Verslunarráðs á
árum áður, Mjalti Geir Kristjánsson, stjórnar-
maður i GKS og Eimskip, og Haraldur Sveinsson,
stjórnarformaður Árvakurs, útgáfufélags Morg-
unblaðsins.
Jón Hókon Magnússon, framkvæmdastjóri KOM
(t.v.), ræðir við Einar Sveinsson, framkvæmda-
stjóra Sjóvá-Almennra og fyrrverandi formann
Verslunarráðs.
Valur Valsson tók á móti hluthöfum á aðalfundi íslandsbanka á
Hótel Sögu. Hér gantast hann við þá Jóhann T. Egilsson, fyrrum
útibússtjóra Islandsbanka í Haínarfirði, Iengst til vinstri, og
Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóra Verðbréfastofunnar og fyrr-
um útibússtjóra íslandsbanka.
AÐALFUNDURISLANDSBANKA
að var hressilegt yfir
Val Valssyni, banka-
stjóra Islands-
banka, á aðalfundi bank-
ans á dögunum. Hann
hafði enda ástæðu til að
brosa, bankinn skilaði 642
milljóna króna hagnaði á
síðasta ári eftír að hafa lagt
922 milljónir í afskrifta-
reikning útlána. Árið 1995
var hagnaðurinn 331 millj-
ón eftír að bankinn lagði
um 830 milljónir í af-
skriftareikning útlána. Arð-
semi eigin fjár var rúm
13% á síðasta ári. Valur
Valsson er aðalbankastjóri
Islandsbanka og Kristján
Ragnarsson formaður
bankaráðs.
LAMB OG LETT VIN
argt var um mann-
inn þegar veitínga-
húsin Argentína,
Óðinsvé og Perlan tóku
höndum saman með vín-
heildsölum og buðu til
smökkunar á páskalambi í
húsakynnum Sláturfélags
Suðurlands. Nýtt og ferskt
lambakjötíð var reitt fram í
fjölbreyttum búningi. Full-
trúar frá Karli K. Karls-
syni, Allied Domecq, Vín-
landi, Lind, Austurbakka
og Globusi buðu upp á vín-
glas með kjötínu.
Sællegir sælkerar. Bræðurnir Þormóð-
ur Jónsson, útvarpsstjóri á Aðalstöð-
inni, lengst vil vinstri, og Baldvin Jóns-
son, eigandi Aðalstöðvarnar og auglýs-
ingamaður, ásamt Óskari Finnssyni,
eiganda Argentinu Steikhúss.
Feikilegt úrval góðvína var á staðnum.
FV-myndir: Geir Ólafsson
12