Frjáls verslun - 01.02.1997, Qupperneq 22
Verslun Skífunnar í Kringlunni. Skífan rekur þrjár
Skífu-verslanir, auk Hljóðfærahúss Reykjavíkur við
Grensásveg og Megabúð við Laugaveg 26 en hún sér-
hæfir sig í sölu tölvuleikja. FV-mynd: Geir Ólafsson.
Jón Ólafsson hóf að reka kvikmyndahús árið 1989 þegar
fyrirtæki hans, Bíó hf., tók Regnbogann á leigu - en
síðan hefur það eignast hann. Skífan er meðal annars
með umboð fyrir 20th Century Fox og Miramax Intema-
tional. FV-mynd: Geir Ólafsson.
Stríð Árna og Jóns er hvað hatrammast á myndbanda-
markaðnum. f leigu myndbanda em þeir á svipuðu róli,
báðir með yfir 30% markaðshlutdeild. í sölu myndbanda
er Ámi hins vegar voldugri - hlutdeild hans þar er í
kringum 80 til 90%. FV-mynd: Geir Ólafsson.
eir Jón Ólafsson í Skífunni og Ámi Samúelsson í
Sambíóunum eru kóngarnir á afþreyingarmarkað-
num - en þó hvor á sínu sviði. Árni er bíókóngurinn
enJón tónlistar- og sjónvarpskóngurinn. Veldi þeirra skar-
ast víða. Þeir skylmast - að hætti kónga - og sýna enga
miskunn. Jón hefur gert atlögu að bíómyndamarkaði Áma
með nokkmm árangri, náði til dæmis á síðasta ári hinu
þekkta umboði 20th Century Fox af Sambíó-
unum. Undir lok síðasta árs gerði Ámi svo
atlögu að sölu Jóns á tónlist - í gegnum fyrir-
tækið Virgin Megastore í Kringlunni.
Á myndbandamarkaðnum er stríð Ama og
Jóns hvað harðvítugast. Hún er svo kunn
keppni þeirra á sviði ljósvakamiðlana. Ámi á
og rekur útvarpsstöðina FM 95.7 en Jón var
ein aðaldriffjöðurin í stofnun íslenska út-
varpsfélagsins, Bylgjunnar, árið 1986. En á árinu 1990
sameinaðist það félag Stöð 2 og sjónvarpsstöðinni Sýn,
sem meðal annars var í eigu Áma Samúelssonar, undir
heitinu íslenska útvarpsfélagið. Þar er Jón núna einn helsti
hluthafinn, með um 35% hlut, ásamt Sigurjóni Sighvats-
syni, félaga sínum og kvikmyndagerðarmanni í Holl-
ywood.
MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON
22
Síðustu skylmingar þeirra Áma og Jóns, ef skylmingar
skyldi kalla, voru á sjónvarpsmarkaðnum þegar íslenska
útvarpsfélagið, Stöð 2, keypti óvænt Stöð 3 hinn 22.
febrúar sl. og greiddi fyrir með hlutabréfum í félaginu.
Ami, sem var stærsti hluthafinn í Stöð 3, með 30% hlut, er
þar með aftur orðinn hluthafi í íslenska útvarpsfélaginu en
hann hafði áður gert atlögu að Stöð 2 í gegnum sjónvarps-
stöðina Sýn.
SENDIÁRNA GLÓSU Á ÁRSHÁTÍÐ STÖÐVAR 2
Á árshátíð íslenska útvarpsfélagsins á Hót-
el Örk 22. febrúar síðastliðinn, aðeins nokkr-
um klukkustundum eftir að skrifað var undir
kaupsamning Stöðvar 2 á Stöð 3 á Hótel
Sögu, lét Jón Ólafsson, stjómarformaður ís-
lenska útvarpsfélagsins, þau orð falla í ræðu-
stól að hann væri að verða þreyttur á því að kaupa sama
fyrirtækið út úr samkeppninni aftur og aftur. Það var
nokkuð augljóst að þessu skeyti var beint að Áma Sam-
úelssyni. í þessari glósu er þó nokkuð ofmælt enda hún
kannski látin flakka í stemmningu stundarinnar.
Á árinu 1990 þegar Jón og félagar höfðu keypt Stöð 2,
varð Árni, ásamt Vífilfelli, þá undir forystu Lýðs Frið-
FRÉTTA
SKÝRING
Páll Ásgeir Ásgeirsson