Frjáls verslun - 01.02.1997, Side 26
BÁÐIR GRÆÐA Á
DJÖFLAEYJUNNI
Ein vinsælasta kvik-
mynd, sem kom frá
Hollywood á síðasta ári,
var Independence Day,
eða ID4 eins og hún er
kölluð. Jón Ólafsson
hafði sýningarrétt á
henni hérlendis og að-
sóknin varð rúmlega 66
þúsund áhorfendur. Það
var hinsvegar Djöflaeyja
Friðriks Þórs sem sló
met ID4 með rúmlega 70
þúsund áhorfendum en
aðsókn að henni var með
fádæmum góð og aðgangseyrir er hærri á íslenskar mynd-
ir en erlendar. Djöflaeyjan var sýnd í Sambíóunum og
Stjömubíó. Þannig hafði Ámi betur um stund. Skífan fær
þó sinn hlut í velgengni Djöflaeyjunnar, sem gefur tón-
listina úr myndinni út á geisladiski, og það er Skífan sem
gefur hana út á myndbandi.
JÓN HEFUR BETUR í ÚTVARPIOG SJÓNVARPI
Jón Ólafsson kemur að útvarpsrekstri með því að eiga
35% hlut í íslenska útvarpsfélaginu sem á og rekur Bylgj-
una, elstu einkaútvarpsstöð á Islandi. Jón er tvúnælalaust
útvarpskóngurinn. Árni Samúelsson á og rekur útvarps-
stöðina FM 95.7 sem veitt hefur Bylgjunni nokkra keppni í
aldurshópnum 17 til 35 ára. Þetta er
■TíTWnTTTnTnB mJög rnikilvægur aldur fyrir afþrey-
Biyyyjy^^yy^y| ingarmarkaðinn. Það er til dæmis
fólk á þessum aldri sem sækir mest
kvikmyndahús. FM 95.7 hefur verið mjög drjúg við að
kynna þær kvikmyndir sem sýndar em í Sambíóunum
hverju sinni. Á sama hátt hefur Skífunni verið stuðningur í
Bylgjunni og Stöð 2 vegna kynningar og auglýsinga á efni
fyrirtækisins.
ÖNNURSVIÐ
Varla er hægt að segja að þeir keppi á öðmm sviðum en
þeim sem tengjast vitundariðnaði. Báðir hafa þó ítök á
fleiri stöðum í viðskiptum og festa t.d. fé í fasteignum.
Skífan flytur inn um 80% af öllum óáteknum myndbands-
og segulbandsspólum til einkanota og í atvinnuskyni. Skff-
an hefur umboð fyrir merki á borð við Ampex, sem eru
allsráðandi á þessu sviði, svo og tæki frá Barco og Ace.
Skífan hefur framleitt tvær íslenskar kvikmyndir: Eins og
skepnan deyr eftir Hilmar Oddsson og Sódóma Reykjavík
eftir Óskar Jónasson. Auk þess á Skffan hljóðverið Stúdíó
Sýrland þar sem margar íslenskar hljómsveitir taka upp
tónlist sína sem síðan er gefin út af t.d. Skífunni eða Spor.
KEFLAVÍK TENGIR ÞÁ SAMAN
Örlögin hafa búið svo um hnútana að Keflavík tengir þá
Jón Ólafsson og Árna Samúelsson saman. Þeir hófu báðir
feril sinn sem sjálfstæðir
atvinnurekendur í af-
þreyingariðnaði í Kefla-
vík. Jón Ólafsson ólst þar
upp og steig þar sín
fyrstu skref á sviði eigin
atvinnurekstrar sem
framkvæmdastjóri vin-
sælla popphljómsveita
og með plötuútgáfu. Árni
er Reykvíkingur, alinn
upp í Hlíðunum. Eigin-
kona hans, Guðný Sigur-
ffn Ásberg Björnsdóttir,
dóttir Bjöms Snæbjöms-
sonar forstjóra, er hins
vegar úr Keflavík og fjöl-
skylda hennar var í at-
vinnurekstri þar; rak til dæmis Nýja-Bíó, sem var fyrsta
bíóið sem Ami sá um reksturinn á, en einnig átti fjöl-
skyldan verslunina Víkurbæ ásamt fasteignum.
Nokkur aldursmunur er á Árna og Jóni. Árni er 54 ára
en Jón Ólafsson er 42 ára. Báðir stjórna þeir fjölskyldufyr-
irtækjum. Helstu samstarfsmenn Áma eru synir hans,
Bjöm og Alfreð. Helsti samstarfsmaður Jóns er eiginkona
hans, Helga Hilmarsdóttir, en hún hefur annast rekstur
verslana Skffunnar með miklum myndarbrag.
VIÐTÖL í VARIETY 0G SCREEN
Þótt undarlegt kunni að virðast eiga þeir Jón og Ámi það
sameiginlegt að sækjast ekki eftir sviðsljósinu þótt þeir
séu oftar en ekki í því miðju. Við báða hafa birst viðtöl í
kunnum fagtímaritum erlendis. Þegar Samfiffn, fyrirtæki
Ama Samúelssonar, varð 20 ára árið 1995 birtist vegleg
afmælisgrein um fyrirtæki hans í tímaritinu Variety sem
stundum er kallað biblía amerísks kvikmyndaiðnaðar. Er
það eina íslenska fyrirtækið sem tímaritið hefur fjallað um.
Þegar Skífan fagnaði 20 ára afmæli í fyrra birtist ítarleg og
glæsileg umfjöllun um vöxt og viðgang Skífunnar í Screen
Intemational sem er alþjóðlegt tímarit um kvikmyndir og
afþr eyingariðnað.
Til gamans má geta þess að Jón Ólafsson hefur rifjað
það upp í viðtölum hvernig hann og eiginkona hans, Helga,
hafi sjálf staðið innan við búðarborðið og selt hljómplötur á
fyrstu árunum meðan þau voru að koma undir sig fótunum.
Það er liðin tíð að Jón afgreiði plötur en Áma Samúelsson
má enn sjá stundum við dymar í Bíóhöllinni að rffa af
miðunum.
SJÓAÐIR í LÍFSINS ÓLGUSJÓ!
Það er sagt um þá báða að þeir séu frekir, sókndjarfir og
kappsamir viðskiptajaxlar sem treysti helst engum nema
sjáffum sér. Báðir vilja vera óskoraðir foringjar á sínu sviði
og berjast af mikilli hörku. Báðir hafa hafist upp af sjálfum
sér í viðskiptafffinu og hvomgur er langskólagenginn. Þeir
eru sjóaðir í lífsins ólgusjó.
Þeir er báðir kóngar - sem hafa einkar gaman af skylm-
ingum viðskiptalffsins. Þannig er það líka með kónga.
Frá opnun Virgin Megastore verslunarinnar í Kringlunni í
byrjun nóvember sl. Sjá má popparana Jón Ólafsson (alnafna
höfuðandstæðings Áma), lengst til vinstri, og nýkrýnda
Söngkonu ársins á íslandi, Emiliönu Torrini.
FV-mynd: Geir Ólafsson.
26