Frjáls verslun - 01.02.1997, Page 30
síðan komið á framfæri við okkur að
hann vildi hugsanlega selja Herra-
garðinn tóku viðræðurnar á sig annan
blæ.“
Samningar gengu vel og þeir Há-
kon og Sigurjón ljúka lofsorði á sam-
skiptin við Garðar. Einn samninga-
fundur var þó öðrum eftirminnilegri
en hann var óformlegur og átti sér
stað í vínkjallaranum á Hótel Borg.
Þar töluðu menn milliliðalaust saman
um það sem þeir vildu. Garðar vann
síðan með þeim félögum í janúar og
febrúar, fór með þeim á sýningar er-
lendis og kynnti þá fyrir viðskipta-
mönnum. Allt starfsfólk Herragarðs-
verslananna verður um kyrrt sem
þeir félagar segja vera mikið atriði.
„Góð þjónusta og góðir samstarfs-
menn eru lykilatriði í þessari grein.
Milli starfsfólks og viðskiptavina
myndast oft persónuleg tengsl sem
ráða miklu um val á fatnaði."
ÆTLA Á LAUGAVEGINN
Fyrirætlanir þeirra félaga miðast
við að reka tvær Herragarðsverslan-
ir. Aðra í Kringlunni en í vor verður
opnaður nýr Herragarður við Lauga-
veg 13, á 170 fermetrum. Þar verður
lögð áhersla á glæsilegan herrafatnað
eins og Herragarðurinn hefur verið
þekktur fyrir en að auki verður veg-
leg skódeild. í kjallaranum verður svo
sérstök verslun þar sem einkum
verða seldar vörur á tilboðsverði.
„Þetta er frábært húsnæði á horni,
með mikilli lofthæð og góðum glugg-
um. Við teljum að þetta verði ótví-
rætt glæsilegasta herrafataverslun á
íslandi." Jafnframt verður verslun
Herragarðsins í Aðalstræti lokað.
Herramir verða áfram reknir í Kringl-
unni en með tímanum verður þeirri
verslun í auknum mæli beint að yngri
mönnum, þ.e. undir 25 ára. Vöruvali
verður breytt dálítið til samræmis við
það svo verslanimar Herramir og
Herragarðurinn séu ekki að keppa á
sama markaði.
VERSLUNARFERÐIR ÚTLENDINGA
Enn hefur ekki verið gerður samn-
ingur við Next fatakeðjuna og segir
Hákon að það sé enn í sigtinu en ekk-
ert ákveðið. Next verslar ekki aðeins
með hemaföt heldur alhliða fatnað og
aukahluti fyrir karla, konur og böm.
Erlendar verslunarkeðjur hafa mtt
sér töluvert til rúms í fataverslun á
íslandi og nægir að nefna Dressmann
og Jack&Jones svo menn viti hvað átt
er við. Hefur tilkoma þessara erlendu
keðja haft mikil áhrif?
„Ekki á þeim hluta markaðarins
sem við höfum einbeitt okkur að.
Herrarnir og Herragarðurinn em
með vandaðri fatnað en fæst í þessum
keðjubúðum. Þess vegna hafa þær
ekki haft mjög mikil áhrif á okkur. Hitt
Vilji og vandvirkni í verki!
Prentsmiöjan Grafík hf. • Smiöjuvegur 3 ■ 200 Kópavogur • Simi: 554 5000 • Fax: 554 6
PAPPÍR
FYRIR
ALLAR
GERÐIR
TOLVUPRENTARA
LJÓSRITUNARPAPPÍR
REIKNIVÉLARÚLLUR
FAXRÚLLUR
m
RAFÍ
K
UMBRG
SETNIN
ÚTKEYRS
MAC / P
FILMU OG PL07
ÖLL ALMEf
PRENTUr
BÓKBAN
30