Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1997, Síða 32

Frjáls verslun - 01.02.1997, Síða 32
VERSLUN HVERJIR HAFA HffTT OG HVERJUM GENGURILLA? Næsti flokkur fyrir neðan þann efsta má segja að einkennist af fram- boði á hefðbundnum fatnaði þar sem áhersla er lögð á lágt verð. Dæmig- erðar verslanir af þessu tagi er Guð- steinn Eyjólfsson á Laugavegi, Andrés á Skólavörðustíg og Verslun Birgis. Til þessara beggja flokka mætti nefna verslanir sem hafa hætt starf- semi á undanfömum áratug, eins og Andersen&Lauth, Herradeild PÓ, Herraríkið, JMJ og ef til vill Adam og Kamabæ. Herrahúsið og verslun Sævars Karls era hvort tveggja þekktar verslanir, - og era báðar í vandaðri kantinum en fullyrt er að samkeppni frá verslunarferðum hafi komið niður á þeim. Þannig benda kunnugir á að báðar þessar verslanir séu hættar að versla á götuhæð held- ur séu komnar upp á aðra hæð. KEÐJURNAR KOMA Þegar kemur neðar í verðpýramíd- ann verður vöravalið jafnframt fjöl- breyttara og ef til vill meira stílað upp á yngri karlmenn. Þama era mjög sterkar verslanir eins og 17 og 4YOU, Deres og Motor sem era í eigu Bolla Kristinssonar og Svövu Johansen, Hanz og Joey’s eru í Kringlunni í eigu Guðmundar Ólafssonar og ganga mjög vel. Einnig mætti nefna keðju- búðir eins og Jack&Jones og Dress- mann og herradeild Hagkaups. Á þessum hluta markaðarins hefur til- koma erlendra verslanakeðja valdið miklu fjaðrafoki undanfarin tvö ár og samkeppnin verið gríðarlega hörð og óvægin. Kunnugir segja að Dress- mann, sem opnaði í fyrra á Lauga- vegi, hafi tekið mjög mikið frá Hag- kaup sem hyggi á sókn á þessum markaði. Það tengist breytingum á Hagkaupsversluninni í Kjörgarði en þar er hætt að selja föt. Hagkaup leit- ar að hentugu húsnæði við Laugaveg, helst sem næst Dressmann til að keppa við þá. Á undanfömum árum hefur mátt sjá verslanir flytja af Laugavegi í Kringlu, aftur á Laugaveg og öfugt. Togstreitan hefur staðið milli þessara tveggja verslanasvæða. Kunnugir segja að það séu ekki sömu viðskipta- vinimir, sem versli í Kringlunni og á Laugaveginum, og eigi verslun að reiða virkilega vel af þurfi hún að hafa bolmagn til þess að halda uppi verslun á báðum stöðunum. HVERNIG VERSLA KARLMENN? arlmenn fylgjast með tísku ekkert síður en konur en hafa ef til vill svolítið aðrar aðferðir við að kaupa sér föt en þær. Að sögn era þeir íhaldssam- ari en konur og gætnari í fatavali, hafa meiri áhyggjur af því að hin eða þessi flíkin sé ekki viðeigandi fyrir mann á „þeirra aldri“. Margir telja að karlmenn séu ósjálfstæðari en konur þegar kemur að fatavali og geti þess vegna helst ekki keypt sér föt nema konan sé með þeim. Kaupmenn segja að í 70% tilvika velji eiginkonan fötin á manninn, 20% láti afgreiðslufólkið ráðleggja sér en 10% viti hvað þeir vilji og þurfi enga aðstoð. Karlmaðurinn vill ekki eyða miklum tíma í búðaráp þegar hann er að kaupa sér föt. Hann vill geta gert samanburð milli búða en hann nennir ekki að aka langar leiðir til að finna einhveija sérstaka búð heldur vill hafa þær allar á sama stað. Helst vill hann geta gert þetta á 1-2 tímum og þá á laugar- degi en kaupmönnum ber saman um að það séu bestu dagamir í herrafataverslunum. Menn segja að af þessum ástæðum séu svo margar herra- fataverslanir í Kringlunni sem raun ber vitni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.