Frjáls verslun - 01.02.1997, Page 33
Garðar Siggeirsson hættir rekstri eftir baráttu í aldarfjórðung - og aðeins 54 ára að aldri. „Margir félagar mínir dást
að þeirri ákvörðun minni að þora að selja á þessum aldri. Þetta er hlutur sem ég veit að marga á mínum aldri langar
til að gera.“
FV-mynd: Kristín Bogadóttir.
HVAD ÆTLAR GARÐAR AÐ GERA?
að sem vakir fyrir mér er fyrst
og fremst að njóta lífsins. í 25
ár hef ég unnið hörðum hönd-
um, tók mér aldrei sumarfrí og finnst
ég hafa unnið fyrir því að njóta ávaxt-
anna af erfiði mínu, - sagði Garðar
Siggeirsson, til skamms tíma kaup-
maður í Herragarðinum, í viðtali við
Frjálsa verslun.
Garðar er aðeins 54 ára gamall og
hefur rekið Herragarðinn í 25 ár. I
aldarfjórðung hefur hann selt íslensk-
um karlmönnum þeirra finustu föt og
meðal viðskiptavina hans hafa verið
ráðherrar og verkamenn, bankastjór-
ar og bflstjórar, alþingismenn og sjó-
menn. Þegar hann steig sín fyrstu
skref á sviði verslunarreksturs var
hann á lfluim aldri og þeir ungu menn
sem nú taka við af honum.
„Maður tekur ekki stigann í stórum
stökkum heldur verður að taka eina
tröppu í senn. Samkvæmt þessu vann
ég og nú finnst mér verkefninu vera
lokið og tími kominn til að yngri menn
taki við. Þótt ég sé ungur enn hef ég
ekki sama kraft og ég hafði en það
hafa þeir. Þegar ég byrjaði fannst mér
ólíklegt að ég yrði í þessu starfi eftir
fertugt en það hefur dregist að ég
hætti.“
MEÐTVÆR HENDUR TÓMAR
Garðar byrjaði ungur að vinna hjá
herradeild P&Ó í Austurstræti og
hefur höndlað með herraföt í um 37
ár. Þegar Miðbæjarmarkaðurinn við
Aðalstræti var byggður var hann
verslunarstjóri hjá P&Ó en ákvað að
freista gæfunnar og hóf eigin verslun í
35 fermetra plássi þar.
„Ég byrjaði með tvær hendur tóm-
ar, átti ekkert nema mína starfs-
reynslu og þekkingu á þessu sviði.
Fyrstu átta árin var ég eini starfsmað-
urinn. Þetta var ákaflega skemmti-
legur tími sem hafði upp á margt að
bjóða.“
Garðari gekk vel og eignaðist með
tímanum húsnæðið sem hýsti Herra-
garðinn í Aðalstræti og búðin stækk-
aði og starfsmönnum fjölgaði. Önnur
þáttaskil urðu síðan þegar hann tók
þátt í byggingu Kringlunnar þar sem
FJALLAGARPURINN GARÐAR
„Þetta eru menn að mínu skapi og ef ég væri 25 árum yngri
þá væri ég sjálfsagt með þeim í leiðangrinum á Everest. “
MYNDIR: KRISTÍN BOGADÓTTIR
33