Frjáls verslun - 01.02.1997, Side 37
KERFIÐ!
Hæstaréttar um að ekki
varðandi iðgjöld í
illa við vegna þess að ég þóttist hafa
alveg hreint mjöl og gat eiginlega ekki
setið kyrr eftir að hafa verið bent á
þetta,“ segir Helgi og bætir við að
rekstrarreikningur í svo einföldu
framtali, eins og í hans tilviki, sé alveg
gegnsær. „Það er ekkert vafamál
hvemig tölumar em fengnar. I launa-
framtali koma fram laun launþeganna
og lífeyrissjóðsgreiðslur þeirra lengst
af,“ segir hann og játar að hafa haft
lúmskt gaman af að hafa haft sigur yfir
ríkinu.
LÁSU LÖGIN ÖÐRUVÍSI
Málareksturinn byrjaði árið 1992
þegar Skattstofa Reykjanesumdæm-
is gerði athugasemdir við gjaldfærslu
Helga á rekstrarreikningi fyrir verk-
fræðistofu hans og fullyrti að greiðsla
hans í lífeyrissjóð væri ekki frádrátt-
arbær á rekstrarreikningi og vitnaði í
31. grein laga um tekju- og eignaskatt
þar sem segði að lífeyrisgjöld væm
ekki til öflunar tekna í atvinnurekstri.
Helgi hafði talið fram hluta atvinnu-
rekandans í lífeyrisgreiðslum sem
frádráttarbæran í mörg ár, eða frá því
þessi lög vom sett árið 1981, og var
ósammála þessari túlkun. Hann
kærði álagningu opinberra gjalda fyrir
rekstrarárið 1991 til yfirskattanefnd-
ar.
„Þetta var alltaf fullyrðing. Þeir
lásu þessa lagagrein öðmvísi en ég og
það kom aldrei fram neinn rökstuðn-
ingur. Það út af fyrir sig er lögleysa,"
segir Helgi.
Yfirskattanefnd tók kæm Helga
fyrir í nóvember 1993 og staðfesti þá
úrskurð skattstjóra á þá leið að gjald-
fært tillag væri eingöngu vegna líf-
Helgi G. Sigurðsson verkfræðingur. Hann segir að menn hafi ekki viljað
hreyfa við þessu máli því að þeir hafi ekki talið sig hafa hreint mjöl í
pokahominu. „Það sætti ég mig illa við vegna þess að ég þóttist hafa alveg
hreint mjöl og gat eiginlega ekki setið kyrr eftir að hafa verið bent á þetta.“
eyriskaupa Helga sjálfs, þessi kostn-
aður væri ekki til öflunar tekna í sjálf-
stæðri starfsemi hans og því ekki
frádráttarbær samkvæmt 31. grein
laga um tekju- og eignaskatt. Helgi
sætti sig ekki við þessa niðurstöðu og
kærði til héraðsdóms þó að honum
væri kunnugt um að fyrri úrskurðir
nefndarinnar allt frá 1988 væm þessu
samhljóða. Þar áttu í hlut byggingar-
meistari og læknir í Reykjavík.
ÓHJÁKVÆMILEGUR KOSTNAÐUR
Kæran var dómtekin í héraðsdómi
haustið 1995 og vom dómkröfur þær
að úrskurður yfirskattanefndar yrði
úr gildi felldur og réttur Helga til að
gjaldfæra eigin lífeyriskaup á skatt-
framtali viðurkenndur. í október 1995
komst dómurinn að þeirri niðurstöðu
að skýrt væri í lögum að vinnuframlag
atvinnurekanda væri sambærilegt
vinnuframlagi launþega. í skattalegu
37