Frjáls verslun - 01.02.1997, Qupperneq 46
NÆRMYND
SIGFUS
í
HEKLU
ann er afskaplega vel þekktur í
viðskiptalífmu og stýrir einu
stærsta bílaumboði landsins,
Heklu. Hér er auðvitað átt við Sigfus
Ragnar Sigfússon, eða Sigfús í Heklu,
eins og hann er almennt kallaður.
Hekla er gamalgróið fyrirtæki sem í
meira en hálfa öld hefur flutt inn bíla,
þungavinnu- og bátavélar, ásamt
heimilistækjum fyrir landsmenn.
Þekktustu bflategundimar, sem
Hekla flytur inn, em Mitsubishi og
Volkswagen sem hafa fylgt þjóðinni
gegnum árin, en Caterpillar, Scania
og General Electric eru einnig þekkt
merki.
Rekstur Heklu hefur verið farsæll
frá upphafi en fyrir fimm ámm gekk
fyrirtækið í gegnum nokkrar þreng-
ingar. Árin 1993 og 1994 voru talsvert
erfið og umsvifin drógust saman í
kjölfarið fylgdu aðhaldsaðgerðir og
uppsagnir því Heklusystkinin íjögur,
sem stýrt höfðu fyrirtækinu, brugð-
ust hart við því til bjargar. í þeim
umskiptum skildu leiðir þeirra þegar
Ingimundur, elsti bróðirinn, sem
staðið hafði við stjómvöl lengi vel,
Nafn: Sigfús Ragnar Sigfússon
Starf: Forstjóri Heklu hf.
Aldur: 53 ára.
Fæddur: 7. október 1944 í Reykjavík.
Foreldrar: Sigfús Bergmann
Bjarnason og Rannveig
Ingimundardóttir.
Systkini: Þriðji í röð fjögurra systkina.
Fjölskylduhagir: Kvæntur Guðrúnu
Norberg, á sex börn og þrjú
barnabörn.
Menntun: Viðskiptafræðingur frá
University of Wisconsin f
Bandaríkjunum árið 1967.
Áhugamál: Skógrækt, fornbílar og
vinnan.
Stjórnandi: Vill hafa góða yfirsýn en
treystir undirmönnum einnig
ágætlega. Afslappaður og laus við
formfestu.
seldi sinn hlut í fyrirtækinu og gerðist
sendiherra íslands í Þýskalandi. Síðar
keypti svo Tryggingamiðstöðin hlut
Margrétar Sigfúsdóttur í fyrirtækinu,
þannig að bræðumir Sigfús og Sverrir
em tveir eftir af Heklusystkinunum
innan fyrirtækisins. Ljóst er að að-
haldsaðgerðir þær, sem gripið var til,
hafa verið árangursríkar. Á þessum
tíma ákváðu stjórnendur Heklu að
einbeita sér að sínu sérsviði, hverfa
aftur til uppranans, sem er innflutn-
ingur og sala bfla og tækja, ásamt
skyldum rekstri og þjónustu í tengsl-
um við þessa starfsemi. Hér var um
talsverða stefnubreytingu að ræða
því að áður fyrr hafði verið farið út í
margs konar skyldan rekstur sem
skilaði ekki hagnaði. Þessi ákvörðun,
ásamt öðrum aðhaldsaðgerðum, hafa
skilað góðum árangri, því að þegar á
árinu 1995 sáust skýr merki þess að
búið væri að snúa vöm í sókn: Rekst-
ur fyrirtækisins stóð með töluverðum
46