Frjáls verslun - 01.02.1997, Page 52
Herferðin á Egils Kristal:
KLASSISK
TÓNLIST
SETTÍ
POPPBÚNING
Qyrir nokkrum árum hefði ver-
ið talið álíka vænlegt að selja
íslendingum vatn eins og að
ætla að selja Grænlendingum ísskápa
eða munkum hjónabandsráðgjöf. Vatn
var í öllum krönum, hreint og tært,
nóg af því og helst að stöku bjartsýnis-
menn létu sér detta í hug að tappa þvi
á brúsa og flytja til útlanda.
Nú eru nýir tímar og breyttir. Is-
lensk fýrirtæki sækja fram í vatnsút-
flutningi en vatn er einnig sett á flösk-
ur og sett á innanlandsmarkað með
góðum árangri. Salan til Islendinga
eykst jafnt og þétt Það eru enn sem
komið er aðeins tvö fyrirtæki sem
hafa reynt þetta með marktækum ár-
angri. Fyrst til að setja vatn á innan-
landsmarkað var Ölgerðin Egill
Skallagrímsson sem selur Bergvatn
og Kristal. Bergvatn er létt kolsýrt
vatn án hragðefna en Kristall er kol-
sýrt vatn sem er bragðbætt og fæst
með sítrónubragði og eplakeim. Þess-
ar tegundir hafa verið að sækja í sig
veðrið á markaðnum undanfarin tvö til
þrjú ár í samkeppni við svipaðar vörur
frá Vífilfelli sem er helsti keppinautur-
inn.
VILTU VATN?
Nýleg auglýsingaherferð fyrir Eg-
ils Bergvatn og Kristal hefur vakið at-
hygli neytenda undanfarna mánuði og
aukið söluna á tegundunum verulega.
Þetta eru bæði sjónvarps- og blaða-
auglýsingar sem leggja áherslu á holl-
ustu vörunnar. Ekki þarf að taka fram
að vatn er ekki fitandi en sjónvarps-
auglýsingin sýnir ungt fólk við leik,
störf og líkamsrækt og námsfólki við
lestur bregður fyrir. I textanum er
lögð áhersla á að það megi þekkja þá
úr, sem drekka Egils vatn, því þeir
hugsi um heilsuna. Sérstakri auglýs-
ingu er síðan beint til þeirra, sem sitja
á fundum, og hvatt til þess að Egils
Bergvatn verði tekið upp á fundinum.
Að sögn kunnugra hefur sá vettvang-
ur orðið mjög vinsæll því þeir, sem
Hilmar Sigurðsson, til vinstri, og
Haukur Óskarsson, báðir hjá auglýs-
ingastofunni Argus & Örkinni sem
gerði auglýsingarnar: „Þetta er líkt
því þegar klassísk tónlist var fyrst
sett I poppbúning. Þá stækkaði
hlustendahópurinn!“
52