Frjáls verslun - 01.02.1997, Qupperneq 56
.
A'. :
—:J
UMHVERFISMAL
9«
ISLENSK STiORNVOLD
Flestum fyndist það nú full langtgengið. En stöldrum við. Eiga íslendingar og
HVALASKOÐUN ER VAXANDIATVINNUGREIN
Árið 1994 fóru um 4,6 milljónir manna í hvalaskoðunarferðir víðs vegar um heiminn. Þá var
talið að veltan í þessum viðskiptum hafi verið um 300 milljónir dollara, eða um 20 milljarðar
króna. Ásókn í hvalaskoðunarferðir hefur aukist að jafnaði um 10 til 20% milli ára og því er
áætlað að um 5,5 til 6 milljónir manna hafi farið í slíkar ferðir í fyrra. Ef við berum okkur
saman við önnur lönd, sem bjóða upp á hvalaskoðunarferðir, gæti þessi markaður skilað
íslendingum um 2 til 3 milljörðum króna á ári í gjaldeyristekjur.
•• a reenpeace og íslensk stjórnvöld segjast vera
Iraj fylgjandi sjálfbærum veiðum og ábyrgri nýt-
ingu fiskistofna. Þorsteinn Pálssorí sjávarút-
vegsráðherra segir ákvarðanir Íslendinga um nýtirígu
fiskistofha teknar á grundvelli hugtaksins um sjálf-
bæra þróurí ög telur Greenpeace hafna öllum vísinda-
legum rökum um hagnýtingu auðlinda á sjálfbærum
grundvelli. Margir saka Greerípéace um að þeir
stefríi á að koma í veg fyrir allar fiskveiðar í heimin-
um en Greenpeace segjast ekki vilja að
hætt sé öllum fiskveiðum, heldur vilji
þeir ábyrga nýtingu fiskistofna og sjálf-
bærar fiskveiðar.
líkki er að sjá annað en að íslcnsk
sfjórnvöld og Greenpeace stefni bæði
að sama markmiði, sjálfbærri þróun og
ábyrgri nýtingu á fiskistofnum, en þau greinir á um
leiðir og ásaka hvort annað um að stuðla ekki að
sjálfbærri þróun og að sfyðjast ekki við vísindaleg
rök. Agreiningurinn snýst eiginlega um varúðarregl-
una sem Sameinuðu þjóðirnar samþykktu að ætú að
gilda um fiskveiðar í heiminum.
Samkvæmt henni má ekki veiða úr tílteknum fiski-
stofríum fyrr en búið er að rannsaka áhrif veiða á
stofninn og áhrif veiða á aðra stofna í lífríki sjávar.
Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi halda því margir fram
að innleiðing varúðarreglunnar getí þýtt óeðlilegar
hömlur á nýtingu manna á sjávarafurðum til neyslu.
Agreiningurinn snýst eiginlega um hvort Sameinuðu
þjóðirnar og umhverfissamtök þurfi að sanna sekt
útgerðarmanna vegna ofveiði jieirra eða hvort út-
gerðamcnn verði að sanna sakleysi sitt tíl þess að
geta veitt.
Þau umhverfismál sem Greenpeace taka á og
tengjast Islandi, þ.e. annars vegar nýtíríg á auðlind-
um sjávar og hins vegar mengun í hafinú, falla undir
sitthvort ráðuneytíð í íslenskri stjórnsýsluf íslensk
stjórnvöld hafa tekið virkan jjátt í alþjóðlegu sam-
starfi um mengunarvarnir og umhverfisvarnir. ís-
iand er aðili að mörgum alþjóðasamningum og hefur
verið leiðandi þjóð í málefríum er sner-
ta verndun hafsins fyrir mengun og
losun úrgangsefina i sjó. Greenpeace-
samtökin og íslensk stjórnvöld virðast
hafa sömu stefiiu og sömu markmið í
mengunarmálum í hafinu. Bæði
Greenpeace og Island hafa td. barist
fyrir banni við losun geislavirkra úrgangsefna í sjóinn
og banni við geymslu kjarnavopna á skipum sem
sigla ofansjávar.
ERU ÍSLENSK STJÓRNVÖLD í MÓTSÖGN VK)
SJALF SiG IUMHVERFISMÁLUM?
Islensk stjórnvöld reka tvenns konar umhverfis-
stefnu á Islandi. Annars vegar vilja jjau að aðrar
þjóðir virði aljjjóðasamninga um mengun og losun
úrgangsefna í hafið og hins vegar vilja j>au fá að ráða
jjvi sjálf hvort þau veiði hvali eða ekki. Ef Islending-
ar vilja að önnur ríki virði fullveldisrétt þeirra til að
ráða sjálfir yfir jjeirra eigin auðlindum, hvernig geta
þeir jjá krafist þess að önnur ríki virði alþjóðasamn-
inga uin losun úrgangsefna í sjó þegar þeir samning-
56