Frjáls verslun - 01.02.1997, Page 57
umhverfissamtök, eins og Greenþeace, meira sameiginlegt en það sem sundrar þeim?
ar skerða fullveldisrétt þeirra? Það er erfitt að reyna
að réttlæta gagnrýni íslendinga á t.d. losun úrgangs
frá endurvinnslustöð fyrir kjarnaúrgang, í Sellafield á
Bretlandi, þegar sjávarútvegsráðherra segir niður-
stöðu Alþjóðahvalveiðiráðsins um áframhaldandi
bann við hvalveiðum ekki hafa áhrif á hvaða afstöðu
íslendingar kunni að taka í hvalveiðimálum í framtíð-
inni. Líkt og mengun, sem berst á milli hafsvæða, j>á
eru hvalir hreyfanlegir stofnar og ekki einkamál Is-
lendinga hvernig nýting á þeim fer fram. Hvalir eru
hara hluta af árinu á „svæði íslcndinga". Aður fyrr
veiddu margar aðrar þjóðir úr sömu hvalastofnum og
íslendingar og þær virða núna alþjóðlegt bann við
hvalveiðum og ætla að gera það áfram. Röksemdar-
færsla íslendinga um rétt okkar til að veiða hvali,
þvert á alþjóðasamþykktír, er svipuð og að segja að
Þjóðverjar megi menga ár sem renna í gegnum
„þýska lögsögu" þó svo að sömu árnar renni líka í
gegnum nágrannaríkin.
GREENPEACE - ÖFGAHÓPUR EÐA BJARGVÆTTUR?
Greenpeace eru vægast sagt umdeild sarntök þótt
endalaust sé deilt um hversu réttmæt sú gagnrýni sé.
Það er staðreynd að mörgum stórfyrirtækjum og at-
vinnugreinuin í heiminum stendur ógn af starfsemi
umhverfissamtaka eins og Greenpeace og að þau eru
farin að leita leiða til að berjast á mótí þeim. En það
er einnig staðreynd að Greenpeace samtökin eru orð-
in að stóru íjölþjóðafyrirtæki ineð margra milljarða
króna veltu á ári og því ekki einungis hugsjónasam-
tök sem berjast fyrir hagsmunum náttúrunnar.
Hvort sem umhverfissamtök eins og Greenpeace
eru öfgahópur eða bjargvættur náttúrunnar þá verð-
57