Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1997, Page 60

Frjáls verslun - 01.02.1997, Page 60
hvalveiðar mundu líklega koma til með að skaða ímynd Islands á alþjóð- legum mörkuðum. Markhópur ís- lenskrar ferðaþjónustu er að stórum hluta fólk úr borgum Evrópu og Bandaríkjanna og fólk sem á erfitt með að skilja sjónarmið veiðimanna- samfélaga og líta jafnvel á hvali og seli sem hver önnur hús- og gæludýr. Þessi hópur gæti hreinlega sniðgeng- ið ferðalög til íslands ef við hefjum aft- ur hvalveiðar. Einnig er nýr og athyglis- verður markaður hvalaskoðunarferða að ryðja sér til rúms á Islandi og hval- veiðar mundu að öllum líkindum hafa áhrif á hann. Árið 1994 fóru 4,6 millj- ónir manna í hvalaskoðunarferðir víðs vegar um heiminn og þá var talið að veltan í þessum viðskiptum hefði ver- ið um $300 milljónir eða um 20 millj- arðar íslenskra króna. Heildarásókn í hvalaskoðunarferðir hefur aukist að meðaltali um 10-20% milli ára og því áætlað að um 5,5-6 milljónir manna hafi farið í sbkar ferðir í fyrra. Ef við berum okkur saman við þróunina í öðrum löndum, sem hafa boðið upp á hvalaskoðunarferðir, gæti þessi mark- aður skilað íslendingum um 2-3 millj- örðum króna á ári í gjaldeyristekjur. 4. Hvalaafurðamarkaðir - Það gæti orðið erfitt að finna markaði fyrir hvalaafurðir erlendis, sérstaklega þeg- ar Japanir, stærstu kaupendur hval- kjöts í heimi, mega ekki, samkvæmt eigin landslögum, flytja inn hvalaaf- urðir frá ríkjum sem eru ekki aðilar að Alþjóðahvalveiðiráðinu. 5. Aðrir markaðir - Islensk þjón- ustufýrirtæki erlendis, eins og t.d. veitingahúsakeðjur í eigu Islendinga, gætu einnig orðið lyrir óþægindum af völdum áróðurs umhverfissamtaka. Allir ofangreindir þættir gætu orðið fyrir áhrifum af hugsanlegum hval- veiðum Islendinga þrátt fyrir að við Is- lendingar teljum það skýlausan rétt okkar að nýta allar auðlindir sjávar og þrátt fyrir að við teljum ákveðnar hvalategundir ekki vera í útrýmingar- hættu. Spurningin er hvort við Islend- ingar viljum taka þá áhættu að útflutn- ingsmarkaðir okkar hrynji í kjölfar herferða umhverfisverndarsamtaka gegn íslandi og íslenskum afurðum. Er það áhættunnar virði? Er þá ekki skynsamlegra fyrir okkur að ganga aftur inn í Alþjóðahvalveiðiráðið og wmmmmmmmmmmmmmmm reyna þannig að hafa áhrif á erlenda sljórnmálamenn og almenning með því að vekja athygli á þvi að ákveðnir hvalastofnar séu ekki lengur í útrým- ingarhættu og að grisja þurfi þessa stofna því þeir hafi áhrif á langtíma- afrakstur þorsksins? HVAÐ ER TIL RÁÐA? íslendingar verða í framtíðinni að móta sér skýra stefnu í umhverfismál- um, hvort sem þau mál tengjast meng- un eða nýtingu fiskistofna. Spurning- in er bara hvaða afstöðu við ætlum að taka í umhverfismálum í framtíðinni? Samkvæmt nýrri könnun, sem gerð var meðal erlendra ferðamanna hér á landi, þá er íslenska náttúran aðal- ástæðan fyrir því að þeir sækja Island heim. Islendingar eru einnig í góðri aðstöðu til að vera fyrirmynd annarra þjóða í fiskveiðimálum ef þeir einbeita sér að vísindalegri uppbyggingu fiski- stofna og freistast ekki til að taka upp GREENPEACE-SAMTOKIN YFIRLIT - Stofhuð 1971 í Kanada. Upphaflega barátta gegn kjarnorkutilraunum. - Upphafsmaður: David McTaggart - Núverandi framkvæmdastjóri: Thilo Bode, doktor í pólitiskri hagfræði og fyrrverandi framkvæmdastjóri Greenpeace í Þýskalandi. - Höfuðstöðvar: Amsterdam, Hollandi. 30 skrifstofur reknar um allan heim en valdamestu skrifstofurnar eru í Hollandi, Þýskalandi og á Bretlandi. - Velta samtakanna: 1995 var veltan um $136 milljónir eða um 9,1 milljarður íslenskra króna. - I'járstuðningur: Fá mestan íjárstuðn- ing frá Bandaríkjunum, Hollandi, Þýska- landi, Bretlandi, Kanada og Sviss. Af- gangurinn af framlögunum, eða um 20%, kemur frá öðrum löndum. - Meðlimir: Fastir meðlimir eru um 3 milljónir manna. Stuðningur samtak- anna er þó víðtækari þvi fjöldi manna borgar óreglulega til Greenpeace og enn fleiri sfyðja stefnu samtakanna þótt sá stuðningur sé ekki líka fjárhagslegur. - Stuðningsmenn: Aðallega menntuð millistétt með tekjur yfir meðaltali. fyrri ósiði og nýta stjórnlaust mikil- væga auðlind. Islensk stjórnvöld ættu að horfast í augu við framsýni og markaðssetningu Greenpeace í um- hverfismálum og vera á undan sam- tökunum og benda á að Island hugsi stöðugt um umhverfið en sé ekki ein- ungis að bregðast við herferðum um- hverfissamtaka hverju sinni með að- gerðum sínum. Islensk sjávarútvegs- fyrirtæki ættu einnig að hafa þetta markmið að leiðarljósi með því að hugsa langt fram í tímann og vera við- búin herferðum umhverfissinna með upplýsingum. Með því að tryggja okkur ákveðið forskot í umræðunni og með því að hafa hreinan skjöld í umhverfismálum erum við betur hæf til þess að mæta óvæntum herferðum umhverfissamtaka. Gott dæmi er ætl- un umhverfissamtaka og stórra mat- vælafyrirtækja, eins og t.d. Unilever, að stofna eftirlitsráð, Marine Stewardship Council, sem á að trygg- ja sjálfbæra nýtingu fiskistofna. Þetta eru fyrirtæki sem nota mörg þúsund tonn af lýsi og mjöli á ári í framleiðslu sína. Marine Stewardship Council hefur ákveðið að hanna vörumerki eða vottunarstimpil sem setja má á pakkningar fyrirtækja sem uppfylla skilyrði ráðsins og þá geta neytendur tryggt aðhald á fiskveiðum með þvi að versla þann fisk sem kemur frá sjálf- bærum veiðum. Ætlun ráðsins er að tryggja að frá og með árinu 2005 selji fyrirtæki eins og Unilever einungis vörur með þess- um vottunarstimpli. Þessi aðferð er dæmigerð leið umhverfissamtaka eins og Greenpeace til að koma um- hverfisvandamálum á framfæri, þ.e. í gegnum markaðinn. Af hverju voru Islendingar ekki fyrri til og lögðu áherslu á það í markaðssetningu á sjávarafurðum okkar að við veiddum ekki úr fiskistofnum, sem væru í út- rýmingarhættu, og að fiskveiðistjórn- un væri ábyrg hér við land? Umhverf- isvernd þarf að vera forgangsmál því hún er jú íjárfesting í framtíð mann- kyns. Þróun, sem byggir á ofveiði eða veldur mengun og umhverfisspjöll- um, kann að veita skjótan hagnað, en þegar til lengri tíma er litið rýrir slík þróun aíkomumöguleika þjóðarinnar og dregur úr heilbrigði hennar og vel- ferð. ■■■■ 60

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.