Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1997, Page 62

Frjáls verslun - 01.02.1997, Page 62
OOK ehf., sem er skamm- stöfun fyrir Tölvuvinnsla og kerfishönnun, er eitt elsta hugbúnaðarfyrirtæki á Is- landi, stoihað 1981. Það hefur tekið ýmsum breytingum í gegnum árin því framþróun í tölvum og búnaði hefur verið gríðariega hröð og hraðari en nokkurn gat órað fyrir. I dag vinna 18 starfsmenn hjáTOK í Síðumúla, 11 þeirra hafa háskólamenntun í tölv- unarfræði eða kerfisfræði. TOK jók veltu sína um 20% milli áranna 1994-1995 og um 10% á síðasta ári. Tölur fyrir janú- armánuð á þessu ári sýna 50% aukningu í sölu hugbúnaðar miðað við árið í fyrra. Það, sem TOK ehf. gerir, er að framleiða viðskiptahugbún- aðinn TOK selja hann og veita notendum þjónustu. Þetta krefst eðlilega mikilla umsvifa því notendur eru um 2.000 talsins. TOK, sem er alíslensk- ur hugbúnaður, er byggður upp með mörgum kerfisein- ingum sem stjórnendur velja saman eftir þörfum. TOK hentar vel, bæði til notkunar á einmenningstölvum og sem fjölnotendalausn í nærneti. Kerfin má nota á öllum stærðargráðum netkerfa, allt frá tveimur upp í hundrað eða fleiri útstöðvar, og ganga á öll algengustu net á markaðnum í dag, svo sem Novell, Windows NT, Windows 95, Windows for Workgroups og fleiri. Engin takmörk eru á fjölda bókhaldsreiknilykla, viðskiptamanna, vörunúmera eða færslna. Kerfin eru í stöðugri þróun og árlega kemur ný útgáfa þar sem einhverjar betrumbætur eða nýjungar eru kynntar. Alíslenskur hugbúna _auglýsingakynnÍng_

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.