Frjáls verslun - 01.02.1997, Page 73
Menn hafa sýnt Peningamarkaðsreikningi Sparisjóðanna mikinn áliuga, enda einkennist hann af sveigjanleika og öryggi og ber háa vextí.
Peningamarkaðsreikningur Sparisjóðsins:
Ben háa vexti
Dársbyrjun var stofnaður nýr reikningur hjá spari-
sjóðunum, Peningamarkaðsreikningur Sparisjóðs-
ins. „Reikningurinn er hugsaður jafnt fyrir einstak-
linga og fyrirtæki. Markmiðið er að búa til tengingu milli
bankareiknings og verðbréfamarkaðar og geta með þessu
boðið upp á öryggi og sveigjanleika venjulegs bankareikn-
ings og þá vaxtaviðmiðun sem fæst á markaðnum. Þetta er
ný leið sem bankar hafa ekki farið áður,” segir Olafur Guð-
geirsson, markaðsstjóri sparisjóðanna.
Vextir Peningamarkaðsreikningsins miðast við vexti rik-
isvíxla, eins og þeir eru í reglulegum útboðum ríkis-
sjóðs, að frádregnum 75 punktum. Víxillútboð fara
fram í hverjum mánuði og vaxtabreytingar Pen-
ingamarkaðsreikningsins taka gildi 1. dag næsta
mánaðar þar á eftir. I mars voru vextir reikn-
ingsins 6,42% en breytast í apríl í 6,44% í samræmi
við breytingar á vöxtum ríkisvíxla í marsútboði.
Skilmálar Peningamarkaðsreikningsins eru mjög
sveigjanlegir: Aðeins tíu daga binding er á reikningnum,
eftir það er hann laus til úttektar. Ekkert þjónustu- eða inn-
lausnargjald eða önnur þóknun tengist honum. Lágmarks-
innstæða er 250 þúsund krónur.
„Peningamarkaðsreikningur hentar einstaklingum og
fyrirtækjum til ávöxtunar lausaijár. Einstaklingar geta not-
að hann fyrir skipulagðan sparnað en sparisjóðirnir bjóða
þó betri reikninga ef ætlunin er að ávaxta fé í lengri tíma
en tvö ár. Reikningurinn er fyrst og fremst hugsaður sem
skammtíma reikningur, til dæmis sé fólk með laust fé
vegna sölu á íbúðum og bílum,” segir Olafur og
bætir við: „Viðtökur hafa verið afskaplega góðar
hjá viðskiptavinum sparisjóðanna en allir spari-
sjóðir á landinu bjóða viðskiptavinum upp á Pen-
ingamarkaðsreikninginn.”
PEN l NG AMARKAÐSREl KN l NGUR
Sparisióusins
AUQLÝSINQAKYNNINQ
73