Frjáls verslun - 01.08.1998, Blaðsíða 34
Rætt við tvo unga ráðgjafa í Kaupmannahöfn, Sigtrygg Klemens S. Hjartar og Ásthildi Otharsdóttur, en þau starfa hjá hinum heimsþekktu, al-
þjóðlegu ráðgjafafyrirtœkjum McKinsey og Andersen Consulting. Myndir: Mika S. Horelli.
I
LONG VINNUVIKA,
LÍTIÐ EINKALÍF
/
Asthildur Otharsdóttir, 30 ára, starfar hjá stœrsta ráð-
gjafajyrirtœki í heimi, Andersen Consulting. Hún segir
að 80 til 100 stunda vinnuvikur séu ekki óalgengar.
sthildur útskrifaðist sem við-
skiptafræðingur frá HÍ 1992, og
MBA/MBI frá Rotterdam School
of Management 1996. Síðan hefur hún
starfað hjá Andersen Consulting.
„Það er gerð krafa um talsverðan
sveigjanleika í sambandi við vinnutímann.
Þetta er enginn „níu-til-fimm“ vinna og það
bitnar vissulega stundum á einkalífinu. Ég
held að flestir sem hafa unnið við svona
ráðgjöf kannist við langar vinnuvikur og
svefnlausar nætur þegar mikið hefur legið
við. Attatíu til eitt hundrað stunda vinnu-
vikur eru ekki óalgengar. En maður veit
að hverju maður gengur. Þó að viðskipta-
vinurinn sé alltaf í fyrsta sæti er reynt að
leggja áherslu á að starfsmenn nái jafn-
vægi milli vinnu og einkalífs," segir Ást-
hildur Otharsdóttir ráðgjafi um kröfurnar
til starfsmanna hjá stærsta ráðgjafafyrir-
tæki í heimi. Hún hóf störf hjá Andersen
Consulting fyrir tveim árum og hefur á
þeim tíma lagt mikla vinnu að baki.
En hvernig fær ungt fólk starf hjá svo
stóru og virtu fyrirtœki?
„Til þess að komast í viðtal beint úr
skóla þarf að hafa mjög góðar einkunnir.
Þegar komið er í viðtal skiptir miklu máli
að sýna fram á hæfileika til að takast á við
og leysa vandamál á rökréttan hátt. Góðir
samstarfshæfileikar eru mjög mikilvægir
þar sem vinnan fer svo til öll fram í hópum.
Svo er einnig fiskað eftir því, hvort maður
sé reiðubúinn að leggja mikið á sig, sé
kraftmikill. Síðast, en engan veginn síst,
þarf maður að hafa brennandi áhuga á að
læra nýja hluti í síbreytilegu umhverfi.
Breytingar gerast svo hratt. Fyrirtæki
leita til ráðgjafa vegna þess að þau þurfa
sérfræðiþekkingu hér og nú. Þau gera
kröfu til þess að við séum alltaf einu skrefi
á undan.”
34