Frjáls verslun - 01.08.1998, Blaðsíða 35
ATVINNUMAL
GREIÐSLA FYRIR RAÐGJOF TENGD ARANGRI
„Á sama tíma og fyrirtæki leita í auknum mæli til ráðgjafa gera þau meiri kröfur
til arðsemi þeirrar fjárfestingar. Árangurinn af ráðgjöfinni verður að vera í
samræmi við þóknunina.” • Ásthiidur otharsdóttir
MBA-NÁM
Það er mikið sótt í MBA-nám um þess-
ar mundir. Enda fá þeir sem þvi ljúka oftast
góða vinnu. En hvað felst í þessu námi?
Eins og með annað háskóla-meistaranám
er það yfirbygging á BS eða BA gráðu.
Asthildur segir það alls ekki vera skilyrði
að vera menntaður viðskiptafræðingur til
að komast í MBA-nám. Með henni í Rott-
erdam hafi verið fólk með alls konar bak-
grunn, m.a. stjörnufræðingur, lyijafræð-
ingur, og fólk með tungumálapróf.
„Starfsreynsla er mikil-
vægari en úr hvaða deild
maður útskrifaðist frá há-
skóla. Námið byggist að
miklu leyti á raunhæfum
verkefnum og hópvinnu. Og gerð er krafa
um það að allir leggi sitt af mörkum. Það
kemur svo í hlut kennarans að samhæfa þá
krafta sem i hópnum búa”.
Asthildur vann á sínum tíma hjá Eim-
skip á íslandi, bæði með námi í HÍ og eftir
að því lauk. Þótt undarlegt kunni að
hljóma voru það ekki launin sem freistuðu
þegar hún ákvað að sækjast eftir vinnu í út-
löndum. Hún telur að byrjunarlaun fyrir
MBA fólk séu svipuð á íslandi og á hinum
Norðurlöndunum en möguleikarnir meiri,
bæði hvað varðar starfsframa og launa-
hækkanir.
„Upphaflega stefndi ég ekki að þvi að
fara út í ráðgjöf að námi loknu en síaukinn
áhugi minn á upplýsingatækni varð til þess
að ég sótti um starfið. Ég tók viðbót við
MBA námið, svo kallaða MBI gráðu, sem
stendur fyrir Master of Business Informat-
ics. Andersen Consulting er einkum þekkt
fyrir störf sín á sviði upplýsingatækni.
Mér fannst þetta spennandi tækifæri og
hafði líka mikinn áhuga á að vinna í alþjóð-
legu umhverfi.”
GREIÐSLA FYRIR RÁÐGJÖF TENGD
ARANGRI
Andersen Consulting skilgreinir hlut-
verk sitt á eftirfarandi hátt: Að hjálpa fyrir-
tækjum til að breytast og ná betri árangri.
Þetta er kannski ekki stórbrotin skilgrein-
ing en um hana snýst rekstur fyrirtækja;
árangur og hagnað.
,Það er það sem við gerum, komum inn
mmmmsBæsm
TEXTI:
Benedikt Sigurðsson
í fyrirtæki og aðstoðum við breyting-
ar. Það er ekki gert með því að taka
nokkur viðtöl og skila flottri skýrslu.
Við vinnum nær eingöngu hjá sjálf-
um viðskiptavininum og leggjum
ríka áherslu á samvinnu með
starfsmönnum hans. Þróunin hjá
okkur er tvímælalaust í átt að
lengri og umfangsmeiri verkefn-
um þar sem við tökum fullan þátt
í að hrinda lausnum í framkvæmd
og tryggjum að hlutirnir gangi eins og
til var ætlast. Á sama tíma
og fyrirtæki leita í aukn-
um mæli til ráðgjafa gera
þau meiri kröfur til arð-
mmmm^^^m semj þejrrar Jjárfesting-
ar; árangurinn af ráðgjöfinni verður að vera
í samræmi við þóknunina."
Fyrsta verkefnið sem Ásthildur tók þátt
í á vegum Andersen Consulting var endur-
skipulagning á fjármálakerfi Kaupmanna-
hafnarborgar. Þetta var gríðarmikið verk-
AsthHdur Otharsdóttir, 30
Mannahöfh. „Upphafi^teZ ’**** '
fara ut í ráðgjöfað
Kauþ-
' • , Uihi að því að
mtnn á ^ÞÞlýsingatœkrfivarTn T Staukinn áhugi
starfið.” * varð tllPess að égsótti um
efiii, og tókst vel. En sýnist
henni eftir þessa vinnu að rekstur á opin-
berum fyrirtækjum sá að breytast? Er arð-
semiskrafan nú sett i öndvegi í opinberum
rekstri?
, Já, því er ekki að neita. Kröfurnar í dag
eru á þann veg að skattpeningum sé vel
varið. Það er ekki spurning að krafan um
arðsemi þeirra peninga sem skila sér í op-
inbera sjóði sé að aukast og mun aukast
enn frekar á næstu árum.” SQ
M
RAÐGJOF DYR,
EN AHRIFAMIKIL
Sigtryggur Klemens Hjartar, 28 ára, starfar hjá ráðgjafa-
fyrirtækinu McKinsey. Hann segir að sé veitt ráðgjöfekki
notuð sé alveg eins hœgt að henda peningunum.
□
að er fremur dýrt að fá ráðgjafa í
vinnu. En vinna þeirra getur skil-
að góðum arði ef rétt er að farið.
Meginreglan er sú að ráðgjöfm á að kosta
lítinn hluta af þeim ávinningi sem hún veit-
ir. Annars hefur illa til tekist,” segir Sig-
tryggur Klemens Hjartar, 28 ára, sem
starfar hjá hinu heimsþekkta ráðgjafafyrir-
tæki McKinsey. Hann útskrifaðist úr Versl-
unarskóla Islands 1990 og frá Álaborgar-
háskóla 1995 sem rekstrarverkfræðingur.
Að því loknu hóf hann störf hjá Price
Waterhouse ráðgjafafyrirtækinu - en söðl-
aði um í sumar til McKinsey.
Sem ráðgjafi hefur Klemens aðallega
unnið að samruna og yfirtöku fyrirtækja,
35