Frjáls verslun - 01.08.1998, Blaðsíða 43
NÆRMYND
lenskra fiskimjölsframleiðenda, Lífeyris-
sjóðs Austurlands og Coldwater í Banda-
ríkjunum.
Þegar fjallað er um starfsferil Finnboga
er rétt að bæta við að hann hafði gaman af
því að kenna og fékkst nokkuð við
kennslu. Meðan hann var í Menntaskólan-
um á Akureyri kenndi hann stærðfræði við
Vélskólann á Akureyri og fyrsta árið eftir
aði það svo að Finnbogi hefði margar
hægri hendur en Freysteinn væri sú mikil-
vægasta. Finnbogi sótti Freystein þennan
norður á Akureyri þar sem hann starfaði
fyrir ÚA en Finnbogi þekkti hann frá því
hann kenndi honum stærðfræði í Vélskól-
anum á Akureyri á menntaskólaárunum.
Finnbogi er mikið á ferðinni um fyrir-
tækið og á vettvangi þar sem hlutir eru að
HLUTABRÉF TIL SÖLU
Á síöustu árum hefur Síldarvinnslan keypt og selt hlutabréf í t.d. HB&Co á Akranesi
og Hraöfrystihúsi Eskifjarðar. Bréfin í Hraðfrystihúsi Eskifjaröar voru keypt af Lífeyris-
sjóði Austurlands, Olís og fleirum áriö 1995 fyrir 80 milljónir og seld á næstu 18 mán-
uðum fyrir 380 milljónir. Þetta þótti mörgum ágæt ávöxtun.
að hann lauk stúdentsprófi 1970-71 bjó
hann í Vestmannaeyjum og kenndi þar við
Gagnfræðaskólann og Iðnskólann.
LÚNKINN FJÁRFESTIR
Finnbogi er hávaxinn, fremur þreklega
vaxinn, höfuðstór og hálsstuttur. Hann
gengur oft í teinóttum jakkafötum með
vesti sem gefa honum gamaldags yfir-
bragð. Hann er yfirvegaður og formfastur
í framkomu og fámáll við ókunnuga. Þeir
sem þekkja hann vel segja að hann sé mjög
metnaðargjarn en í raun feiminn og hlé-
drægur og lítt gefinn fyrir að trana sér
fram.
Um það verður ekki deilt að Finnbogi
er meðal þeirra stjórnenda í íslenskum
sjávarútvegi sem nýtur hvað mestrar virð-
ingar. Þar kemur tvennt til. Annars vegar
eru það verk hans sem birtast í góðri af-
komu Síldarvinnslunnar en við rekstur
hennar síðari ár þykir Finnbogi hafa sýnt
útsjónarsemi og framsýni. Hins vegar er
það Finnbogi sjálfur en hann er álitinn
traustur og ráðagóður.
Hann þykir naskur fjármálamaður og
benda menn sérstaklega á kaup og sölu
hlutabréfa í öðrum sjávarútvegsfyrirtækj-
um því til staðfestingar en Síldarvinnslan
hefur hagnast um hundruð milljóna á slík-
um viðskiptum undir stjórn Finnboga.
STÍGVÉLAÐISTJÓRNANDINN
Það er sagt um Finnboga að hann sé
harður í horn að taka sem stjórnandi og
fylgist grannt með daglegum rekstri fyrir-
tækisins. Hann hefur í miklum mæli sam-
ráð við næstráðendur, s.s. útgerðarstjóra,
verksmiðjustjóra, verkstjóra og fleiri, en
mönnum ber saman um að Freysteinn
Bjarnason útgerðarstjóri sé hans nánasti
samstarfsmaður. Einn Norðfirðingur orð-
gerast hveiju sinni, hvort sem verið er að
frysta hrogn, flaka síld eða salta fisk. Þetta
er talinn mjög mikilvægur þáttur í starfi
stjórnenda sjávarútvegsfyrirtækja; að þeir
hafi fingurinn á púlsinum og hiki ekki við
að smeygja sér í stígvélin þegar það á við.
FINNBOGI RÆÐUR
Margir minna á að þegar Finnbogi tók
við rekstrinum árið 1986 var eigið fé Síldar-
vinnslunnar neikvætt og margt í rekstrin-
um sem betur máttí fara. Sumir kenna því
um að stjórn SÚN og stjórn Síldarvinnsl-
unnar hafi ráðið of miklu og ekki gefið
stjórnanda næg tækifæri. Vísa menn í
þessu sambandi tíl fyrirrennara Finnboga,
Guðjóns Smára Agnarssonar, sem gegndi
starfinu í tvö ár en mátti sín ekki nógu mik-
ils gegn stjórn fyrirtækisins. Menn segja
að Finnbogi hafi verið fljótur að breyta
þessu. Hann hafi því í rauninni tekið að
vissu leyti völdin af stjórn Síldarvinnslunn-
ar og í sínar eigin hendur. Það fer enginn
Norðfirðingur í grafgötur með að Finnbogi
ræður því sem hann vill og hefur alltaf síð-
asta orðið í samskiptum við stjórn Síldar-
vinnslunnar. Sérstaklega dást menn að
framsýni hans og benda t.d. á þrákelkni
Síldarvinnslumanna við kolmunnaveiðar
og ýmsar fjárfestingar sem ráðist hefur
verið í og tílbúnar hafa verið á réttum tíma.
ROTARYMAÐUR OG VEIÐIKLÓ
Eins og margir stjórnendur sem ná ár-
angri vinnur Finnbogi mjög mikið og gefur
sér lítínn tima tíl félags- eða tómstunda-
starfa. Þegar loðnan gengur eða síldin
finnst er ekki spurt hvað klukkan sé eða
hvaða dagur sé. Að allt gangi vel á slíkum
tímum getur ráðið úrslitum um afkomu
fyrirtækisins en Síldarvinnslan hefur lagt
mikla áherslu á vinnslu uppsjávarfiska.
Af þessu leiðir sjálfkrafa að Finnbogi er
vel liðinn í Neskaupstað og á orðið þar
margt vina og kunningja. Hann stundar
ekki hefðbundið félagslíf að ráði en gefur
sér þó tíma tíl þess að vera í Rotaryklúbb
staðarins og er reyndar forseti hans um
þessar mundir. Hann hefur áhuga á menn-
ingarmálum og félagsmálum og tekur því
oft vel þegar forsvarsmenn slíkra félaga
ganga á hans fund og æskja velvilja eða fyr-
irgreiðslu sem fyrirtækið getur látíð í té.
Hinsvegar hefur Finnbogi ekki tekið þátt í
sveitarstjórnarmálum í Neskaupstað enda
má til sannsvegar færa að hann ráði nógu
miklu án þess að sitja í bæjarstjórn.
Finnbogi hefur gaman af stangveiði og
fer tíl veiða á hverju sumri, meðal annars í
Selá í Vopnafirði. Einn veiðifélagi hans þar
er Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri í
Neskaupstað. Gárungarnir segja reyndar
að þar fari þeir saman báðir bæjarstjórarn-
ir.
Miklir og nánir vinir Finnboga og konu
hans eru hjónin séra Davíð Baldursson,
sóknarprestur á Eskifirði, og Inger L. Jóns-
dóttír, sýslumaður Suður Múlasýslu. Þau
þekkjast frá fornu fari sem skólasystkini úr
MA.
Þannig sýnir nærmyndin af Finnboga
Jónssyni okkur mann sem hefur skipað sér
í fremstu röð stjórnenda í sjávarútvegi.
Mann sem nýtur virðingar og hefur mikil
völd en kann að beita þeim. SIl
Heildar-
lausnir
HONNUN
SMIÐI
Þ JONUSTA
VIÐGERÐIR
#
S HÉÐINN =
SM IÐJA
Stórási 6 »210 Garðabæ
sími 565 2921 • fax 565 2927
43