Frjáls verslun - 01.08.1998, Blaðsíða 27
VIÐTAL
sem menn vilja koma í verk þótt sem betur fer
hafi á mínum ráðherraárum mörgu verið komið
til leiðar sem hefur bætt og styrkt markaðsbú-
skap á Islandi. En fyrir utan það að ekki tókst að
breyta rikisbönkunum tveimur í hlutafélög þá sé
ég mest eftir því að hafa ekki náð í gegn frum-
varpi til Seðlabankalaga. I því frumvarpi var lagt
til að sjálfstæði Seðlabankans yrði aukið og hon-
um falið að sjá um ákveðna þætti í efnahags-
stjórninni. Eg tel að með því hefði verið stigið
stórt skref í átt til þess að draga úr óheppilegum
pólitískum áhrifum á hagkerfið. Eg lagði fram
frumvarp um málið á Alþingi. Það var einmitt eitt
af síðustu verkum mínum á Alþingi. En gegn
málinu var næg andstaða til þess að stöðva það. I
þessu máli eins og mörgum öðrum vinnur tím-
inn með okkur.“
Nú hlýtur þú að vera nokkuð einangraður
frá Islandi hér í Helsinki, en hér við bankann
hafa starfað nokkrir Islendingar á liðnum
árum.
„Einangrun er nú ekki orðið sem ég myndi
nota þvi ég starfa hér í mjög alþjóðlegu um-
hverfi. Hér starfa og hafa starfað nokkrir íslend-
ingar. Þar má nefna Þorstein Þorsteinsson, sem
er núna yfirmaður Verðbréfasviðs Búnaðarbank-
ans, og Guðmund Tómasson sem nú starfar í Is-
landsbanka. Nú vinna hér í Helsingfors þeir Þór
Sigfússon, sem sér um lán á íslandi, Sigurður
Ingólfsson, sem vinnur á áhættustýringarsviði,
og Jón Þorsteinsson, sem starfar að fjárstýringu.
Eg tel að það sé bæði bankanum og Islandi gagn-
legt að hér vinni íslendingar sem afla sér reynslu
og þekkingar."
Þú sast á þingi í sex ár og varst ráðherra
allan tímann. Hvernig fer það saman?
„Þingmenn núa ráðherrum því oft um nasir
að þeir ræki þingstörf illa. Yfirleitt held ég að
þetta hafi verið pólitísk skot, en þetta gátu verið
leiðigjarnar ádeilur. Ég er þeirrar skoðunar að
leysa eigi ráðherra undan þeirri skyldu að sitja á
Alþingi en hins vegar eigi þeir að hafa rétt til við-
veru og málfrelsi. í umræðum um málefni sem
heyra undir ráðherra ætti hann vitaskuld að hafa
ríka skyldu til viðveru. Ég veit að þetta er um-
deilt en eftir mína reynslu hef ég þessa skoðun.“
En hvað um íiramhaldið hjá þér? Þú varst
ráðinn til fimm ára og sá tími er brátt liðinn.
„Ég tók til starfa hjá NIB í apríl 1994 og er því
búinn að vera hér í tjögur og hálft ár. I starf aðal-
bankastjóra er ráðið persónubundið þannig að
það fylgir ekki ákveðnum landakvótum. Stjórn
bankans hefur óskað eftir að endurnýja samning-
inn við mig. Ég reikna með að úr því verði. Auð-
vitað leitar hugurinn heim. Laufey, kona mín,
hefur verið talsvert mikið á Islandi þessi ár. Ég
hef komið heim svona þrisvar til fjórum sinnum á ári, fáa daga í senn, og eytt sum-
arfríum heima. Samgöngur við Island eru greiðari en áður og öll samskipti auð-
veldari. Nú eigum við hjónin börn í þremur löndum og búum sjálf í því fjórða.
Heimurinn er sífellt að verða minni að þessu leyti og alþjóðleg viðskipti og sam-
skipti verða stöðugt auðveldari og nánari. Starfið í Norræna fjárfestingabankanum
er mjög áhugavert. Þar eru framundan mörg mikilvæg verkefni sem ég hef hug á
að vinna að enn um sinn.“ ffij
Síöumúla 3-5 • sími: 581 1118 • fax: 581 1854
Allgon Sputnik Mini Mag
er segulloftnet með sogskál sem vegur
aðeins 14g. Þú getur tekið það með
þér hvert sem þú ferð, á bílnum,
í sumarbústaðinn eða bara í vasanum.
Sputnik eykur móttökustyrkinn um
allt að 10 dB. Sambandsslit, slæm
skilyrði og „dauðir punktar “
heyra nánast sögunni til.
ALLGON
- og boðin berast
Stórtækari lausnir
YAGI er loftnetsgreiða sem komið er fyrir þar sem
stórtækari lausna er þörf, t.d. uppi á þaki
sumarbústaðar, og beint að næsta GSM endurvarpa.
Yagi og Sputnik loftnetin auka þægindi og öryggi
sumarbústaðaeigenda og annarra ferðalanga til
mikilla muna.
NESRADÍÓ
Ert þú
í góðu
sambandi?
27