Frjáls verslun - 01.08.1998, Blaðsíða 54
þeirra. I. Guðmundsson er
umboðsmaður Mattel
sem er einn stærsti
leikfangaframleið-
andi heims. Þar er
einnig að finna vöru-
merki eins og
F i s c h e r -
Price, sem
nú er í eigu
Mattel, og Mattel hef-
ur einnig nýlega
keypt vörumerki eins
og Tyco og Match-
box en margir litlir
drengir hafa alist upp
við leik að slíkum bíl-
um og í eina tíð var
hæstmóðins að safna slíkum bifreið-
um. I. Guðmundsson er í eigu Hauks
Bachmann og íjölskyldu hans og er
upphaflega stofnað 1932.
Tico og Matchbox hafa fram til
þessa verið flutt inn af heildverslun-
inni Bjarkey sem er í eigu Ingvars
Helgasonar en hann hefur reyndar í
seinni tíð verið þekktur fyrir að flytja
inn öllu stærri bíla. Leikfangainnflutn-
ingur var viðfangsefiii Ingvars áður en
hann fór að flytja inn bíla svo segja má
að hann hafi stækkað við sig.
Mattel hefur reyndar einnig keypt
Spears vörumerkið sem framleiðir hið
vinsæla Scrabble spil og það hefur í
framhaldi af því bæst við vöruúrval I.
Guðmundssonar.
ESKIFELL SÆKIR Á
Þriðja stóra innflutningsfyrirtækið
á sviði leikfanga er Eskifell. Eskifell er
með umboð fyrir Hasbro sem er grið-
arstór leikfangaframleiðandi á heims-
vísu. Knex leikföngin, sem margir
þekkja, eru flutt inn af Eskifelli en
einnig selja þeir leikföng eins og Act-
ion Man, Batman, Star Wars leikföng
og margt fleira.
Eskifell haslaði sér völl fyrst í stað
með sölu og innflutningi á spilum og
þrautum af ýmsu tagi. Þáttaskil urðu
þegar fyrirtækið lét þýða spilið Trivial
Pursuit fyrir rúmum 10 árum og seldi
geysilega mikið. Um svipað leyti opn-
uðu þáverandi eigendur Eskifells
verslunina Genus í Kringlunni sem
var sérverslun með púslur, spil og
leiki.
Trivial fór inn á flest heimili lands-
ins og síðan hafa fleiri spil fylgt í kjöl-
MARKAÐSMAL
Stærstu innflytjendur leikfanga
Páll Pálsson Eskifell
Reykjalundur Mávanes
I.Guðmundsson P.S.Pétursson
Bjarkey Eiríksson
Ársel
farið og má nefna nýjar útgáf-
ur af Trivial, Rummikub og
hið sérstæða spil Leik og
losta sem snýst um það
sem nafii þess
bendir til.
Eskifell stund-
aði ekki leik-
fangasölu að ráði
fýrr en fyrir rúmum
tveimur árum þegar
það skipti um eigend-
ur. Fyrri eigendur
Eskifells reka ennþá
verslunina Genus sem
hefur verið flutt í
Glæsibæ úr Kringl-
unni.
LEIKBÆJARFJOLSKYLDAN
Það var fjölskyldan sem rekur Leik-
bæjarverslanirnar sem keypti 50% í
Eskifelli á móti Guðjóni Guðmunds-
syni sem áður rak Fjallið hvíta. Þannig
jók Leikbæjarfjölskyldan ítök sín i
leikfangabransanum en fjölskylda
þessi samanstendur af hjónunum
Grétari Eiríkssyni, Þorgerði Arnórs-
dóttur og tveimur sonum þeirra, Jóni
Páli og Eiríki, sem sjá að miklu leyti
um reksturinn.
Þessi fjölskylda hefur lengi fengist
við leikfangasölu eða frá því að afinn
Eiríkur Agústsson, stofnaði leikfanga-
búð á horni Laugavegs og Smiðju-
stígs. Grétar, sonur hans, hóf sinn fer-
il með því að afgreiða í Liverpool. Síð-
ar eignaðist fjölskyldan þá verslun og
færði talsvert út kvíarnar. Auk Leik-
bæjarverslananna og helmingseignar
i Eskifelli á Grétar ásamt bræðrum
sínum heildverslunina Eiríksson sf í
Skútuvogi en hún flytur inn leikföng.
HVER TENGIST HVERJUM?
A heildsölustigi má einnig nefna
heildverslanir s.s. Mávanes, Arsel,
P.S.Pétursson, Pál Pálsson, Is-
lensku verslunarmiðstöðina
og fleiri og fleiri. Víðar en
hjá Leikbæjarmönnum
eru tengsl milli heildsölu og smásölu.
Margrét Pálsdóttir, sem nú á og rekur
Liverpool, er systir Páls Pálssonar
heildsala en þau eru börn Páls Sæ-
mundssonar sem áttí á sínum tíma
Liverpool húsið á Laugavegi 20. Eig-
andi Hugselsbúðanna tveggja er
barnabarn þess sem stofnaði og á
Mávanes.
K. Einarsson og Björnsson var um
hríð umsvifamikil í leikfangainnflutn-
ingi en afkomendurnir reka nú leik-
fangabúð í Kringlunni sem heitir
Vedes.
Enn er ónefht stórveldi á sviði leik-
fangainnflutnings en það er Reykja-
lundur sem áratugum saman hefur
flutt inn og dreift vörum frá Lego sem
áreiðanlega allir þekkja. Lego hefur
mikla sérstöðu á markaðnum og á
sinn trygga aðdáendahóp sem snýr
ekki baki við sínu kubbaverki hvað
sem nýjum tískusveiflum líður.
HEFÐBUNDIN LEIKFÖNG ERU
UNDIRSTAÐAN
í viðtali við Hauk Bachmann hjá I.
Guðmundsson ehf. kom fram að
kaupmenn heföu með tílkomu frelsis
aukið eigin innflutning frá erlendum
heildsölum og talið sig fá betra verð
með þeim hættí. Haukur taldi reynsl-
una hafa sýnt að verðið heföi yfirleitt
verið hærra og þessu heföi fýlgt auk-
inn kostnaður og útflutningur á at-
vinnu íslenskra verslunarmanna til er-
lendra heildsala. Hann taldi mikinn
sparnað nást með því að kaupmenn
beindu viðskiptum sínum í auknum
mæli til innlendra heildsala.
„I. Guðmundsson var stofnað 1932
og breytt í hlutafélag 1933. Við byrjuð-
um að flytja inn spil á seinni hluta sjö-
unda áratugarins og síðar litabækur
og leikföng," sagði
Haukur.
,Árið 1993 tók-
um við Mattel um-
boðið (Bar-
MEÐILEIKINN ÞRAMMA
Leikfangasalar telja að leikföng
eigi í vaxandi samkeppni við
tölvur og tölvuleiki sem hafi sett svip sinn á leikvenjur
barna og breytt þeim. Sumir taka svo djúpt í árinni að segja að núorðið kaupi enginn
hefðbundin leikföng fyrir börn eldri en 10 ára gömul.
54