Frjáls verslun - 01.08.1998, Blaðsíða 41
HVER ER MAÐURINN?
Finnbogi er hár, fremur þreklega vaxinn, höfuðstór og hálsstuttur.
Hann gengur oft í teinóttum jakkafötum með vesti sem gefa
honum gamaldags yfirbragð. Hann er yfirvegaður og formfastur í
framkomu og fámáll við ókunnuga. Þeir sem þekkja hann vel segja
að hann sé mjög metnaðargjarn en í raun feiminn og hlédrægur og
lítt gefinn fyrir að trana sér fram.
hinu blómlega útgerðar- og fiskvinnslufyr-
irtæki með rúmlega 21% hlut. Það heíur þó
verið að minnka eignarhlut sinn hlutfalls-
lega jafnt og þétt en árið 1992 átti SÚN um
40% hlut í Síldarvinnslunni.
Meðal annarra stórra hluthafa er Líf-
eyrissjóður Austurlands (10%), ýmsir aðrir
lífeyris- og fjárfestingasjóðir samtals (28%),
Bæjarsjóður Neskaupstaðar (8,4%),
Burðarás (6,5%),Tryggingamiðstöðin (3%)
og Nafta sem er í eigu Olís (7%).
Með því að Samvinnufélagið er enn
stærstí einstaki hluthafinn í Síldarvinnsl-
unni má segja að hin félagslegu bönd við
samfélagið séu treyst. Eignarhald í Sam-
vinnufélaginu er álíka skýrt og eignarhald
í kaupfélagi eða sparisjóði og það hefúr
aldrei reynt á að einhver vilji ganga úr
SÚN og fá „hlut“ sinn greiddan. Slík staða
hefur einfaldlega aldrei komið upp. Miklu
fleiri en útgerðarmenn, fýrrverandi og nú-
verandi, eru félagar í SÚN og auk þess
geta aðrir hluthafar i Síldarvinnslunni
gerst persónulega félagar í Samvinnufélag-
inu og haft áhrif þar á félagslegum grunni
þótt þeir hafi aldrei fengist við útgerð.
Þannig er því farið með tjölda Norðfirðinga
sem eru hluthafar í Síldarvinnslunni. Má
halda því fram að þannig treystí íbúarnir
áhrif sín á rekstur fyrirtækisins og að
tengsl fyrirtækisins við grasrótína verði
styrkari.
Síldarvinnslan er langstærsti vinnuveit-
andinn í Neskaupstað. Þar starfar um
helmingur vinnufærra bæjarbúa og ríflega
helmingur skatttekna bæjarins kemur það-
an.
Síldarvinnslan á misjafnlega stóra hluta
í öðrum fyrirtækjum sem aðallega tengjast
sjávarútvegi. Tvö þeirra eru í Neskaup-
stað. Annað er Netagerð Friðriks Vil-
hjálmssonar, sem er gamalgróið fyrirtæki
sem nú er komið í eigu ungs fagmanns,
Jóns Einars Marteinssonar, og hefur getið
sér orð fyrir framleiðslu á smáfiskaskiljum.
Síldarvinnslan á 30% hlut í því. Smáfiska-
skiljur breyta veiðitækni botnvörpunnar
og gera mönnum kleift að stýra því hve
stór fiskur verður eftir í vörpunni.
Hér má sjá fimm Finnboga samankomna sem allir eru
systkinabörn, heita allir í höfuðið á afa sínum, Finnboga Þor-
leijssyni skiþstjóra, og fjórir þeirra starfa í sjávarútvegi. Frá
vinstri: Finnbogi Rögnvaldsson, Finnbogi Alfreðsson, Finnbogi
Böðvarsson, Finnbogi Jónsson og Finnbogi Baldvinsson.
Myndin er tekin 1991 en Finnbogi Rögnvaldsson er nú látinn.
dag árið 1930 var Hótel Borg í Reykjavík
opnað formlega. Þennan dag árið 1957 var
hinsvegar Sjúkrahúsið í Neskaupstað tekið
formlega í notkun.
Finnbogi á sama afmælisdag og Ge-
orgía Björnsson, fýrsta forsetafrú Islands,
Múhammed Ali hnefaleikari og Kevin
Costner kvikmyndaleikari.
Finnbogi er fæddur og alinn upp á Ak-
ureyri. Foreldrar hans eru þau Esther
Finnbogadóttír, fædd á Eskifirði, nú látin
og Jón S. Kristjánsson, skipstjóri frá Isa-
firði. Þau giftust ekki. Finnbogi á eina al-
systur. Dórótheu, hjúkrunarfræðing f.
1947. Hún er gift Helga Má Bergs, við-
skiptafræðingi á Akureyri. Hann á tvö hálf-
systkini, Hrafnhildi Olafsdóttur full-
trúa, sem er sammæðra við
hann og erfædd 1939,
og Anton
Helga, sem er
samfeðra við
hann og fæddur
1955. Anton
hefur getið sér gott
orð fyrir ljóðlist og er
talinn meðal merkari
nútímaskálda.
FINNBOGARNIR FIMM
Finnbogi hefur
skemmtilega sterk ættar-
tengsl við aðra þungavigtarmenn í sjávar-
útveginum. Móðurafi Finnboga var Finn-
bogi Þorleifsson, skipstjóri og útgerðar-
maður á Eskifirði. Ein dætra hans hans var
Björg, sem giftist Baldvin Þorsteinssyni,
Hitt fyrirtækið er
Sæsilfur, sem er ísverk-
smiðja í Neskaupstað, en
þar á Síldarvinnslan 50%.
Síldarvinnslan í Nes-
kaupstað keypti stóran
hlut í Skagstrendingi á
Skagaströnd á síðasta
ári. Þar var að stærstum
hluta um að ræða hlut
sem áður var í eigu Út-
gerðarfélags Akureyr-
inga og greiddi Síldarvinnslan rúmlega
400 milljónir lýrir 22% hlut. Auk þessa á
Síldarvinnslan lítinn hlut í SR-mjöli. A síð-
ustu árum hefur Síldarvinnslan keypt og
selt hlutabréf í t.d. HB&Co á Akranesi og
Hraðfrystihúsi Eskifjarðar. Bréfin í Hrað-
frystíhúsi Eskifjarðar voru keypt af Lífeyr-
issjóði Austurlands, Olís og fleirum árið
1995 fýrir 80 milljónir og seld á næstu 18-
30 mánuðum fýrir 380 milljónir. Þetta þótti
mörgum ágæt ávöxtun.
Maðurinn sem stjórnar þessu öllu sam-
an heitir Finnbogi Jónsson. Starfs síns
vegna er hann í nokkuð sérstæðri aðstöðu
þar sem meirihluti íbúanna í hans heima-
byggð eru jafnframt undirmenn hans. Ef
eitthvert fýrirtæki í
Reykjavík hefði
helming íbúanna i
vinnu og sæi borg-
arsjóði iýrir helm-
ingi skatttekn-
anna væri for-
stjórinn áreiðan-
lega talinn valda-
meiri en borgar-
stjórinn.
Finnbogi er
fæddur 18. jan-
úar 1950 og er
því í merki Stein-
geitarinnar. Sérfræðingar í áhrifum plánet-
anna á skapgerð segja að Steingeitur séu
íhaldssamar, iðjusamar, þolinmóðar, metn-
aðargjarnar, einrænar og seinteknar.
Fæðingardagur Finnboga er fyrir
I margra hluta sakir merkilegur en þennan
41