Frjáls verslun - 01.08.1998, Blaðsíða 50
Guðmundur Sveinsson, framkvœmdastjóri Héðins Smiðju í
Garðabœ. A Verðbréfaþingi skilaði fyrirtœkið mestri arðsemi
eiginfjár á síðasta ári - eða um 35%.
þingi á síðasta ári, 1997, var Héðinn Smiðja í Garða-
bæ - og nam arðsemin rúmum 35%. Framkvæmda-
stjóri Héðins Smiðju er Guðmundur Sveinsson og
er árangur hans - og starfsmanna hans - frábær.
Af öðrum fyrirtækjum, sem skiluðu góðri arð-
semi eiginíjár á síðasta ári, má nefna Stálsmiðjuna,
Jökul á Raufarhöfn, Marel, Nýherja, Hraðfrystihús
Eskiijarðar og Þróunarfélagið.
HAGNAÐUR UM 3,9 MILLJARÐAR
Hagnaður fyrirtækja á Verðbréfaþingi fyrstu sex
mánuði ársins - eftir skatta - nam um 3,9 milljörðum
króna. Hagnaður án Samherja - en hagnaður hans
var 597 milljónir á tímabilinu - var um 3,3 milljarð-
ar. Hagnaður sömu fyrirtækja í fyrra, en Samheiji
birti þá ekki sex mánaða uppgjör sitt, var um 3,5
milljarðar. Þetta merkir afturkipp upp á um 200
milljónir. Meginskýringin er auðvitað hið gegndar-
lausa tap Flugleiða fyrstu sex mánuði þessa árs,
um 1,6 milljarður, borið saman við tæplega 600
milljóna tap á sama tíma í fyrra.
METHAGNAÐUR EIMSKIPS
Þau þrjú fyrirtæki, sem hafa hæsta markaðs-
verðið, Eimskip, íslandsbanki og Samherji, högn-
uðust mest allra í krónum talið fyrstu sex mánuð-
ina. Hagnaður Eimskips var framúrskarandi, eða
rúmur 1,1 milljarður. Það er ríkulegur hagnaður og
endurspeglar mikla fraktflutninga í miðju góðær-
inu. 53
50
Islenski hlutabréfamarkaðurinn:
FREKARILÆKKUN Á
ÁRINU EKKISÝNILEG
/ /
Helgi ÞórLogason ogArni Jón Arnason, sérfrœðingar
Landsbréfa í hlutabréfaviðskiptum, meta horfurnar á
íslenska hlutabréfamarkaðnum!
□ ð okkar mati er ekki útlit fyrir að íslenski hlutabréfamark-
aðurinn eigi eftir að lækka það sem eftir er ársins nema
að rekstrarumhverfi islenskra fyrirtækja verði fyrir nei-
kvæðum ytri áhrifum - sem ekki eru sýnileg núna.
Hlutabréfamarkaðurinn lækkaði nokkuð í upphafi árs en tók
síðan að hækka og 23. maí sl. hafði heildarvísitalan hækkað um
tæp 3,5% ffá áramótum og úrvalsvísitalan um rúm 9,7%. En frá því
að markaðurinn náði hámarki sinu, 11. ágúst sl., hefur hann ver-
ið að lækka.
LANDSBANKABRÉF EFTIRSÓTT!
Það sem helst virðist vekja áhuga fjárfesta á hlutabréfamark-
aðnum núna eru skráningar nýrra félaga á VÞI. Nýlokið er út-
boði á 15% af hlutafé Landsbankans. Utlit er fyrir að þetta séu eft-
irsóttustu hlutabréf sem boðin hafa verið út á Islandi! Það er því
ljóst að ekki hefði staðið á íslenskum ijárfestum að kaupa stærri
hlut í bankanum að þessu sinni. Einnig er nýlokið hlutafjárútboði
í Tryggingamiðstöðinni þar sem áhuginn var sömuleiðis mikill -
enda er TM fyrsta tryggingafélagið sem skráð er á VÞÍ. Þeim
fjölgar þó fljótlega í tvö. Sjóvá-almennar hafa sótt um skráningu á
VÞÍ.
Veröbréfaþing íslands
0)0)0)0)0)010)
evJ t— ■»— cvj evi có có
in in (o io
t— in t— in co cm co
O) O) O) O) O) O)
in o) cvi (o