Frjáls verslun - 01.01.1999, Blaðsíða 58
Hótel Loftleiðir, annað tveggja hótela sem Þyrþing hf. keypti fyrir um 2 milljarða afFlugleið-
um.
fjárfesting. Ég gef mér góðan tima í hvert
verkefni fyrir sig og fyrst og fremst hef ég
gaman af því að takast á við þau.“
Karl og Ester kona hans hafa í 22 ár
rekið verslunina Pelsinn. Eignarhaldsfé-
lagið Kirkjuhvoll ehf. er í þeirra eigu.
Karl segir að þau hjónin hafi eignast sitt
fyrsta húsnæði 1974, við Haðarstíg. Það
var parhús sem þau endurbættu og seldu
og síðan hefur boltinn rúllað.
„Eg hef haft það að leiðarljósi að forðast
yfirbyggingu í rekstrinum. Ég hef ávallt
haldið utan um alla þætti sjálfur og reynt
að einfalda reksturinn eftir megni. Bankar
veita orðið miklu meiri þjónustu en áður
og það sparar mikla vinnu og auðveldar all-
an rekstur."
SUND KEYPTI í AUSTURSTRÆTI
Þriðju fasteignakaupin sem vakið hafa
nokkra athygli er að stórhýsið Austur-
stræti 17 skipti um eigendur. Enn var það
fjárfestir sem keypti og að jressu sinni
Sund hf. en stærsti og þekktasti eigandi
þess er Gunnþórunn Jónsdóttir, ekkja Óla
í Olís, en stjórnarformaður er Jón Krist-
jánsson, sonur hennar. Gunnþórunn seldi
sinn hlut í Olís fyrir nokkrum árum fyrir
um milljarð og hefur fyrirtæki hennar,
Sund, síðan sinnt fasteignarekstri, meðal
annars. Sund haíði fullan hug á því að eign-
ast Austurstræti 16 og bauð á móti Karli
Steingrímssyni í húsið. Karl hreppli hnoss-
ið svo Gunnþórunn varð að láta sér nægja
Austurstræti 17 og mun hafa gefið 170
milljónir fyrir.
Fyrir átti Sund atvinnuhúsnæði á Ár-
túnshöiða og við Suðurlandsbraut en mun
minni einingar en í Austurstræti.
Sveinlaugur Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri Sunds, sagði í samtali við
blaðið að Jjárfesting í fasteignum væri einn
af mörgum flárfestingarkostum sem fyrir-
tækið nýtti sér. Austurstræti 17 hefði verið
vænlegur kostur, stórt hús á besta stað í
bænum sem væri eftirsótt í leigu.
„Það fylgja fasteignum góðir fyrningar-
kostir og fyrirtækið dreifir áhættu
sinni en hér er auðvitað verið að horfa
til langs tíma.“
FRAMBOÐIÐ ALLS EKKI í TAKT
VIÐ EFTIRSPURN
Jón Guðmundsson fasteignasali,
Fasteignamarkaðinum, Óðinsgötu
4, sem er einn af mikilvirkustu fast-
eignasölum landsins, sagði í samtali
við Ftjálsa verslun að mikil eftir-
spurn hefði verið á undanförnum
misserum eftir atvinnuhúsnæði.
„Fjárfestar eru á höttunum eft-
ir atvinnuhúsnæði af öllum stærð-
um og gerðum, ekki síst húsnæði
sem er í útleigu með góðum,
traustum leigusamningum. Eftir-
spurn eftir stóru atvinnuhús-
næði hefur verið áberandi.
Nokkrir kaupendur eru t.d. um
þessar mundir að 5-10.000 m2
húsnæði. Ég hef auglýst eftir
þvi að undanförnu, en því mið-
ur við litlar undirtektir þar sem
mjög lítið er til af svona stóru
húsnæði."
Jón sagði að atvinnuhúsnæði heíði í
takt við þessa miklu eftirspurn hækkað
verulega á undanförnum misserum. Hann
taldi einkum þrjár ástæður fyrir auknum
áhuga íjárfesta á atvinnuhúsnæði.
ItlÁKMÁI,
„I fyrsta lagi er uppsveifla í þjóðfélag-
inu, fyrirtæki sem hafa verið að sameinast
og fyrirtæki sem ganga vel eru í leit að
stærra húsnæði. I öðru lagi urðu miklar
breytingar á atvinnuhúsnæðismarkaði
þegar bankar og sjóðir fóru að lána til
lengri tíma en áður þekktist. I þriðja lagi
eru fasteignir um þessar mundir að
margra áliti vænlegri Iangtímaávöxtunar-
kostur fyrir fjárfesta miðað við aðra ávöxt-
unarkosti sem bjóðast í þjóðfélaginu.”
Jón sagði einnig að sveitarfélög hefðu
sofið á verðinum og ekki haft tilbúnar lóð-
ir þegar uppsveiflan í þjóðfélaginu hófst.
Lóðaframboð heíði því ekki í upphafi sveifl-
unnar svarað á nokkurn hátt þeirri eftir-
spurnar sem skyndilega varð á markaðn-
um. Þetta sæist best á því að bygginga-
verktakar hefðu á undanförnum mánuðum
getað skipulagt byggingar stórhýsa með
ákveðna kaupendur í huga og náð að selja
þær áður en byggingaframkvæmdir
hæfust.
Jón sagði að kaupendur stórs atvinnu-
húsnæðis skiptust í tvo hópa. Annars veg-
ar væru þeir sem væru að kaupa húsnæði
undir eigin rekstur og
hugsuðu
þá gjarnan til langrar framtíðar og hins
vegar væru þeir sem horfðu fyrst og
fremst á kaupin sem íjárfestingu, en þeim
færi verulega fjölgandi upp á síðkastið.
58