Frjáls verslun - 01.01.1999, Blaðsíða 77
6Q//Y/afmæli
m
Viðskiptalífið hefur gjörbreyst frá þessum
tíma. Enn eimdi eftir af haftastefnu fyrri
áratuga og við hjá Frjálsri verslun
túlkuðum sjónarmið aukins frjálsræðis.
Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri RÚV: ,,Við gerðum víðreist, m.a. fórum við í
eftirminnilega ferð til Israel skömmu eftir Yom-Kiþþur stríðið 1973.“
arkús Örn Antonsson, útvarps-
stjóri Ríkisútvarpsins, hefur
lengst allra gegnt starfi ritstjóra
Frjálsrar verslunar, en hann gegndi því
starfi árin 1972-80 og einnig 1981-82.
Markús var spurður að því hvað einkennt
hefði starf hans á þessum árum. „Um 1970
náði Frjáls verzlun mikilli útbreiðslu undir
ötulli ffamkvæmdastjórn Jóhanns Briem.
Áskriftum fjölgaði mjög og öflug kynning
fór fram þannig að mánaðarlega kom ritið
út í 6000 eintökum. Á þessum árum var
töluverður uppgangur í atvinnulífi úti um
Gegn allri haftastefnu
Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri RÚV, var ritstjóri Frjálsrar
verslunar í nær tíu ár, eða á árunum frá 1972 til 1982.
land. Byggðaþættir Frjálsrar verzlunar
mæltust einstaklega vel fyrir. Þar voru fyr-
irtæki á landsbyggðinni kynnt eftir heim-
sóknir okkar þangað,“ segir Markús.
„Ég eignaðist íjölda góðra kunningja
um land allt á þessum árum. Blaðið fjallaði
um atvinnustarfsemina á breiðum grund-
velli, birti greinar sérfræðinga um efna-
hags- og viðskiptamál, sagði frá nýjungum
í rekstrarmálum og flutti í bland alþreying-
arefni af ýmsum toga. Við gerðum viðreist
því að verzlunarfulltrúar erlendra sendi-
ráða vildu ólmir fá okkur til að heimsækja
viðskiptalönd Islendinga, m.a. fórum við í
eftirminnilega ferð tíl Israel skömmu eftír
Yom Kippur-stríðið 1973.“
AUKIÐ FRJÁLSRÆÐI
„Viðskiptalífið á íslandi hefur gjör-
breytst frá þessum tíma. Enn eimdi eftír af
haftastefnu fýrri áratuga og við hjá Ftjálsri
verslun túlkuðum sjónarmið og stefriu-
mörkun samtaka verzlunarinnar um aukið
frjálsræði. Forráðamenn fýrirtækja
greindu frá reynslu sinni og viðhorfum í ít-
arlegum viðtölum undir samheitinu Sam-
tíðarmenn. Það var mjög lærdómsríkt að
taka þessi viðtöl, kynnast langri sögu lyrir-
tækjanna og einstaklingunum, sem voru í
forystunni, heyra frásagnir af baslinu á
tímum hafta og skömmtunar og síðan við-
reisninni sem varð upp úr 1960.
Ritstjórastarf mitt hjá Frjálsu framtaki
stóð í 11 ár. Á þeim tíma urðu sérritín hjá
fyrirtækinu 7 talsins. Við fórum úr blýinu
og myndamótunum yfir í offset- og lit-
prentun. Blöðin tóku miklum stakkaskipt-
um og urðu nútímaleg. Samhliða ritstjóra-
starfinu var ég borgarfulltrúi og borgar-
ráðsmaður. Þetta var mikill athafnatími og
einstaklega skemmtilegur fýrir ungan
mann. Ég byijaði 28 ára. Enn föndra ég dá-
lítið við að gefa út blöð í tengslum við fé-
lagsstörf. Þetta er ástríða sem maður losn-
ar aldrei við.
Að mínu áliti þjónar Frjáls verzlun mik-
ilvægu hlutverki sem sérhæft rit á sviði
efnahags- og viðskiptamála. Ör þróun á
ijármálasviðinu og sífelldar breytingar í
viðskiptaheiminum kalla á vandað tímarit
af þessu tagi,“ segir Markús. SH
Kölluðum á viðbrögð
Helgi Magnússon, framkvœmdastjóri Hörpu, var ritstjóri Frjálsrar
verslunar á árunum 1988 til 1992.
g tók við ritstjórn Fijálsrar versl-
unar við afar áhugaverðar aðstæð-
ur haustíð 1988. Nýlokið var sam-
einingu þriggja tímarita, Viðskipta & tölvu-
blaðsins, Iðnaðarblaðsins og Frjálsrar
verslunar undir nafni þess síðastnefnda.
Við þá breytingu var blaðið fest í sessi sem
mánaðarrit samhliða því að mun meira var
vandað til efnisvinnslu og útlits,“ segir
Helgi Magnússon, framkvæmdastjóri
Höipu hf„ en hann var ritstjóri Fijálsrar
verslunar á árunum 1988-1992.
„Við, sem stóðum að blaðinu í kjölfar
þessa freistuðum þess, að nýta þau sóknar-
færi sem sköpuðust við þetta og þurftum
ekki að kvarta undan þeim góðu viðtökum
og athygli sem blaðið fékk. Ég áttí mjög
ánægjulegt samstarf við reynda blaða-
menn eins og Kjartan Stefánsson, Valþór
Hlöðversson og Steinar J. Lúðvíksson. Af
þessum mönnum lærði ég mikið,“ segir
Helgi.
„Við fórum af stað með efnisþætti sem
enn skipa mikilvægan sess í útgáfu Fijálsr-
ar verslunar. Strax í árslok 1988 völdurn við
77