Frjáls verslun - 01.01.1999, Blaðsíða 39
Margt í umhverfi, menningu og viðhorfi
þess íyrirtækis sem þar er lýst er talið
minna á McKinsey. Það gekk undir nafn-
inu „The Firm“ löngu áður en bókin var
skrifuð.
Mikil leynd hvílir yfir starfsemi Mc-
Kinsey. Fyrirtækið tjáir sig aldrei um verk-
efni sín og yfirmenn og starfsmenn veita
aldrei viðtöl heldur treysta alíarið á orð-
sporið. Einu samskiptin sem íyrirtækið
hefur við aðra en viðskiptavini er gegnum
tímaritið McKinsey Quarterly sem reynd-
ar fæst ekki í almennri áskrift en er sent til
valinna manna. Starfsmenn McKinsey
hafa einnig skrifað og gefið út margar
bækur um stjórnun og fjármál sem mikla
athygli hafa vakið. Ein sú þekktasta er
áreiðanlega, in Search of Excellence eftir
Thomas J. Peters og Robert H. Waterman.
Fyrrverandi starfsmenn McKinsey eru
íslandi
að hafa unniö hjá virtasta
McKinsey&Co.
hluti af gríðarlega sterku neti eða félagi því
mjög vel er fylgst með ferli þeirra og skrá
McKinsey Alumni um fyrrverandi starfs-
menn er ávallt rétt. Þeir sem fara frá Mc-
Kinsey í forstjórastól eru oft sagðir byrja á
því að láta McKinsey veita ráðgjöf og ráða
síðan fyrrverandi McKinsey menn sem
sína næstráðendur.
Sem svar við spurningunni um það
hvernig starfsmönnum McKinsey sækist
eftir er rétt að vitna tíl Ron Daniels, fyrrum
framkvæmdastjóra. Dæmigerður McKins-
ey maður er mjög skarpur. Hann er innst
inni mjög óöruggur og það rekur hann
áfram og síðast en ekki síst er hann afar
metnaðargjarn og mikill keppnismaður.
(Insecure overachiever).
EF ÞÚ ÞARFT AÐ SPYRJA ÞÁ HEFURÐU
EKKI EFNIÁ ÞVÍ
Um gjaldskrá McKinsey er sagt að ef
þú þurfir að spyrja hvað verkið kosti þá
hafir þú ekki efni á því að láta þá vinna fyr-
ir þig. í Fortune 1993 var fullyrt að grunn-
taxtinn væri sem svaraði til 14 milljóna ISK
i "X!""
Hannes Smárason, aðstoðarforstjóri Islenskrar erfðagreiningar, er fyrrum McKinsey maður.
FV-mynd: Geir Olafsson.
á mánuði en gæti auðveldlega farið í 20
milljónir. Það er fyrir utan allan kostnað
hverju nafni sem hann nefnist. Taxtinn er
hækkaður um 3% á ári. Það er ekki hægt að
prútta við McKinsey um verð.
Það sem freistar manna eru launin og
einstætt tækifæri til þess að kynnast frá
fyrstu hendi starfsemi og innviðum stórra
fyrirtækja með nánari hætti en ella væri
mögulegt.
Ekki er ólíklegt að byijunarlaun ráð-
gjafa hjá McKinsey&Co. séu um þessar
mundir 100 til 150 þúsund dollarar á mán-
uði eða 750 þúsund - 1 milljónar króna.
Ekki komast þó allir gegnum nálaraug-
að því á hveiju ári hafa tugir þúsunda
manna samband við fyrirtækið vegna at-
vinnu. Reikna má með að 10% þeirra kom-
ist í viðtal og síðan séu 10% þeirra ráðnir tíl
starfa. Það samsvarar 1% umsækjenda.
Það eru fjórir íslenskir stjórnendur og
yfirmenn starfandi á Islandi sem eiga það
sameiginlegt að hafa starfað hjá McKins-
ey&Co. og fengið þar þjálfun sem að mati
margra gefur háskólanámi ekkert eftír.
FJÓRIR MCKINSEY MENN Á ÍSLANDI
Þessir fjórir „McKinsey menn“ starfa
hjá tveimur fyrirtækjum, íslenska útvarps-
félaginu og Islenskri erfðagreiningu. Þar
fyrir utan er vitað um tvo Islendinga sem
starfa hjá McKinsey&Co. erlendis og einn
hefur starfað þar en er horfinn tíl annarra
starfa.
Hreggviður Jónsson, forstjóri Islenska
útvarpsfélagsins, starfaði hjá McKins-
ey&Co. í Stokkhólmi í rúmlega tvö ár í
margvíslegum verkefnum, aðallega á sviði
stefnumótunar og hagræðingar, bæði í Sví-
þjóð og Evrópu frá 1993 tíl 1995 en hafði
áður starfað þar eitt sumar meðan hann
var enn í námi.
Hannes Smárason, aðstoðarforstjóri Is-
lenskrar erfðagreiningar, starfaði í þrjú ár,
39