Frjáls verslun - 01.01.1999, Blaðsíða 104
3. besti bjór í heimi
rá því í október hafa íslenskir sjónvarpsáhorfendur skemmt sér við að
horfa á tvo skondna Dani, þá Sören Petersen og Teis Damn, gæða sér á
Thule bjór um leið og þeir koma með a11 sérstakar athugasemdir um okk-
ur íslendinga og landið okkar. Ekki hefur farið fram hjá neinum að ástæðan er
einföld. Þeir eru svekktir yfir því að Thule, þessi 3. besti bjór í heimi, að þeirra
sögn, skuli vera íslenskur en ekki danskur. Að þeirra mati hefðu Danir aldrei átt
að sleppa hendinni af íslendingum.
Kveikjan að þessarí óvenjulegu auglýs-
ingaherferð var frétt í Morgunblaðinu þar
sem fram kom að Dans Ölnyder Selskap
hefði kosið Thule bjór frá Sól-Víking á Ak-
ureyri 3. bragðbesta bjórinn í veröldinni. Til
greina komu 517 bjórtegundir frá 59 lönd-
um.
Einstakt tækifæri á ferðinni
Gunnlaugur Þráinsson, einn af eigend-
um auglýsingastofunnar Góðs fólks, las
fréttina í Morgunblaðinu og heyrði Stefán
Steinsen, markaðs- og sölustjóra Sól-Vík-
ings, ræða um þessa ánægjulega frétt í út-
varpsviðtali á þjóðbraut Bylgjunnar. Gunn-
laugur sá strax að hér var einstakt tæki-
færi fyrir Gott fólk til að komast í samstarf
við Stefán Steinsen og þessa gamalgrónu,
vanmetnu vöru, Thule. Það var miðviku-
dagur og Gunnlaugur setti Jón Árnason
hugmyndasmið og Gary Wake, textagerð-
armann í að vinna úr þessu góðar auglýs-
ingahugmyndir þegar í stað. Morguninn
eftir, þegar hugmyndir höfðu fæðst og
voru komnar á blað, hafði Sveinn Líndal,
tengill á Góðu fólki, samband við Stef-
án. Hugmyndin var kynnt fyrir honum og
leist honum vel á. Eina vandamálið var að
gert var ráð fyrir að auglýsingarnar yrðu
teknar upp í Danmörku. Taka sjónvarps-
auglýsinganna hófst í Kaupmannahöfn
þremur dögum síðar, á sunnudag, með
þeim Sören og Teis í aðalhlutverkum.
Með góða vöru í höndunum
Bruggmeistari Sól-Víkings, Baldur
Kárason, vissi auðvitað alltaf að hann var
með góða vöru í höndunum en sannast
sagna
var ekki
hægt að lesa það úr sölutölunum. í sept-
ember var hlutdeild Thule í sölu hjá ÁTVR
aðeins 2.64% en hafði verið, þegar mest
var, 12% árið 1994. „Við vissum að Thule
er einn best bruggaði bjórinn og höfðu gert
margar kannanir þar sem fólk valdi hann
fram yfir aðrar tegundir. Salan minnkaði þó
stöðugt," segir Stefán Steinsen.
104