Frjáls verslun - 01.01.1999, Blaðsíða 84
6 Œ//v/afmæli
um um Evrópskt efnahagssvæði með lög-
um frá alþingi 1993. Samkvæmt þeim
samningi er Island nú skuldbundið til að
virða leikreglur ftjálsrar verzlunar, ekki að-
eins með vörur og þjónustu, heldur einnig
með fjármagn og vinnuafl, svo að til að
mynda atvinnuréttindi Islendinga erlendis
eru nú miklu rýmri en áður. Það munaði
þó ekki nema hársbreidd, að andstæðing-
um frjálsra viðskipta tækist að koma í veg
fyrir aðild Islands að EES-samningnum.
Þessi samningur hefur þó nú þegar gert
þjóðinni mikið gagn, ekki aðeins á efna-
hagssviðinu, heldur einnig til dæmis með
því að dreifa dómsvaldinu að nokkru leyti
út fyrir landsteinana og deila því með öðr-
um. Máttur frjálsra millilandaviðskipta er
ekki bundinn við vörur, þjónustu, fólk og
fé. Nei, við Islendingar höfum nú þegar
haft mikinn hag af því, að þeir, sem telja
innlenda dómstóla hafa brotið á sér, geta
nú leitað réttar síns fyrir Eftirlitsstofiiun
EFTA og EFTA-dómstólnum. Aðhaldið,
sem í þessu felst, virðist víst til að bæta og
efla dómskeríið hér heima, þegar fram í
sækir.
EFTIR ÞVÍ SEM DANIR VAKNA...
Efla þarf viöskiptin við umheiminn sem
allra mest. Það var einmitt þetta sem
Jón Sigurðsson átti við þegar hann sagði
árið 1840: „Eftir því sem Danir vakna,
eftir því fer hagur okkar versnandi, ef við
vöknum ekki líka.“
TÖLVUBYLTINGIN
Enn önnur bylgja hefur riðið yfir Is-
land erlendis frá til mikillar blessunar fyr-
ir land og lýð: Tölvubyltingin. Stjórnvöld
eiga svolítinn þátt í þessu, því að þau tóku
þá ákvörðun á sínum tíma að innflutning-
ur á tölvum og tölvubúnaði skyldi vera
tollfrjáls. Þetta hefur áreiðanlega átt sinn
þátt í því að tölvuvæðing íslenzkra heim-
ila og fyrirtækja er alllangt yfir heims-
meðallagi og virðist nú þegar hafa skilað
þjóðinni miklum hagsbótum. Fjarskipta-
og farsímabyltingin er angi á sama meiði
þótt sjónvarp og símtöl séu sannarlega
misjöfn að gæðum eins og önnur manna-
verk. Við Islendingar hefðum ekki síður
en til að mynda írar og Skotar átt að geta
haslað okkur völl meðal helztu framleið-
enda hugbúnaðar í heiminum, en það
varð ekki og verður ekki svo lengi sem
iðnaður, verzlun og þjónusta, höfuð-
atvinnuvegir Islendinga, eiga undir högg
að sækja vegna landlægra og lífseigra
ranghugmynda um ofurvægi sjávarút-
vegsins í þjóðarbúskapnum.
Þegar öllu er til haga haldið, höfum við
Islendingar ýmsar ástæður til að gleðjast
yfir góðum árangri síðastliðin 60 ár. Sumt
af þessu getum við með sanni þakkað okk-
ur sjálfum, en ýmislegt af þessu er þó kom-
ið annars staðar að, svo sem eðlilegt er í
svo örfámennu landi. Einmitt þess vegna
ríður okkur svo mjög á því að efla viðskipti
okkar við umheiminn sem allra mest og
leita tíl þess allra færra leiða. Þá mun okk-
ur farnast vel á nýrri öld, sem nú er á
næsta leiti. Það var einmitt þetta, sem Jón
Sigurðsson átti við þegar hann sagði árið
1840: „Eftir því sem Danir vakna, eftír því
fer hagur okkar versnandi, ef við vöknum
ekki líka.“ 33
84