Frjáls verslun - 01.01.1999, Blaðsíða 34
Þrír háttsettir embœttismenn i fiármálaráduneytinu, sem eru með Geir H. Haarde á þessari
mynd, eru farnir til annarra starfa: Það eru þeir Steingrímur Ari Arason, lengst til vinstri á
myndinni, Magnús Pétursson ráðuneytisstjóri, annar frá hœgri, og Halldór Árnason, yst til
hœgri. Bolli Þór Bollason skrifstofustjóri situr Geir á liœgri hönd. Þá hefur Indriði H.
Þorláksson skrifstofustjóri hœtt. FV-mynd: Geir Ólafsson.
Viðskipta- og iðnaðarráðuneyti:
Halldór J. Kristjánsson, ráðuneytis-
stjóri í Viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu,
hætti og tók við bankastjórastöðu Lands-
banka Islands.
Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð-
hagsstofnunar, varð ráðuneytisstjóri í
hans stað.
Landbúnaðar- og umhverfisráðu-
neyti: Guðmundur Bjarnason hættir
sem landbúnaðar- og umhverfisráðherra
og tekur við forstjórastarfi hjá Ibúðalána-
sjóði.
Fjármálaráðuneyti: Friðrik Soph-
usson er hættur á þingi og hefur tekið við
starfi forstjóra Landsvirkjunar.
Steingrímur Ari Arason, aðstoðar-
maður Geirs H. Haarde fjármálaráðherra,
er orðinn forstjóri LIN. Ragnheiður
Arnadóttir tók við hans starfi.
Miklar hrókeringar
Aldrei kafa oröið eins miklar krókeringar á káttsettum
embœttismönnum í stjórnsýslunni. Fjórir affimm kelstu embættismönnum
fiármálaráöuneytisins eru kœttir.
Qjórir af fimm helstu embættis-
mönnum fjármálaráðuneytisins -
en allir voru þeir áberandi í tíð
Friðriks Sophussonar sem fjárrnálaráð-
herra - eru hættir í ráðuneytinu og farnir
til annarra starfa. Þetta eru þeir
Steingrímur Ari Arason, aðstoðarmaður
ráðherra, Magnús Pétursson ráðuneytis-
stjóri, Halldór Arnason skrifstofustjóri og
Indriði H. Þorláksson skrifstofustjóri.
Aldrei hafa orðið eins miklar hróker-
ingar á háttsettum embættismönnum í
stjórnsýslunni á jafn skömmum tíma og
undanfarna mánuði. Menn hafa færst á
milli ráðuneyta og starfsmenn ráðuneyta
hafa fengið feitari embætti. Þá eru nokkr-
ir landsþekktir stjórnmálamenn, eins og
Þorsteinn Pálsson, Guðmundur Bjarna-
son og Friðrik Sophusson á leið, eða
horfnir, til annarra starfa. FV hafði sam-
band við öll ráðuneytin og tók saman
helstu mannabreytingar undanfarinna
missera.
TEXTI: EVA MAGNÚSDÓTTIR
34
Menntamálaráðuneyti: Ásdís Halla
Bragadóttir, aðstoðarmaður Björns
Bjarnasonar menntamálaráðherra, er far-
in í barnsburðarleyfi. Við starfi hennar
tekur Jónmundur Guðmarsson.
Sjávarútvegsráðuneyti: Þorsteinn
Pálsson, sjávarútvegs-, dóms- og kirkju-
málaráðherra, hverfur af þingi þegar kjör-
tímabilinu lýkur og gerist sendiherra í
London.
Ari Edvald, aðstoðarmaður Þorsteins,
tók við ritstjórn Viðskiptablaðsins.
Þorsteinn Geirsson, fyrrum ráðu-
neytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu, tekur
við ráðuneytisstjórastöðu í Sjávarútvegs-
ráðuneytinu.
Dóms- og kirkjumálaráðuneyti:
Björn Friðfinnsson, sem áður starfaði í
forsætisráðuneytinu, tók við starfi Þor-
steins Geirssonar ráðuneytisstjóra.
Halldór Árnason skrifstofustjóri
gerðist fjármálastjóri Hafnarljarðar. Ólaf-
ur Hjáhnarsson tók við starfi hans.
Indriði H. Þorláksson skrifstofu-
stjóri hætti og gerðist ríkisskatlstjóri. I
hans stað kom Marianna Jónasdóttir.
Magnús Pétursson ráðuneytisstjóri
er farinn og tók hann við stöðu forstjóra
Sjúkrahúss Reykjavíkur. Árni Kolbeins-
son tók við starfi Magnúsar.
Félagsmálaráðuneyti: Árni Gunn-
arsson, sem áður var aðstoðarmaður fé-
lagsmálaráðherra, náði öðru sæti á Norð-
urlandi Vestra fyrir framsóknarflokkinn.
Við stöðu hans tók Gunnar Bragi
Sveinsson frá Sauðárkróki.
Utanríkisráðuneyti: Helgi Ágústs-
son hættir sem ráðuneytisstjóri og verður
sendiherra í Kaupmannahöfn. Sverrir
Haukur Gunnlaugsson kemur frá París
og tekur við starfi hans. S3