Frjáls verslun - 01.01.1999, Síða 74
6QwY/afmæli
launum sem samið er um, 70.000 krónum.
Þar er líka fólk sem hefur mjög há laun.
„Okkar fólk á lágu laununum er jafn illa
sett og fólk á samsvarandi launum í öðrum
stéttarfélögum. Sem betur fer er mikill
minnihluti okkar félagsmanna ofurseldur
þessu. Verkalýðshreyfingunni hefur geng-
ið illa að ná þessum lágu launatöxtum upp.
Ef maður vill hækka launin er alltaf sagt að
verið sé að stofna þjóðarbúinu í hættu. Það
er vitanlega miklu hættulegra að mati
margra að hækka 70.000 króna launin
heldur en laun þingmanna, eins og þar
stendur,“ segir Magnús og brosir.
ÞJÓÐFÉLAGIÐ Þ0LIR HÆRRI LAUN
I síðustu kjarasamningum varð hlut-
fallslega mesta hækkunin hjá hinum lægst
launuðu. Lægstu taxtarnir hækkuðu úr
50.000 upp í 70.000. Það varð veruleg hlut-
fallshækkun sem dugir þó ekki til. „Menn
eiga það til að blekkja sig oft með prósent-
um,“ segir Magnús.
„Þú borgar ekki vöru með prósentum
heldur með krónum. Þetta var þó áfangi en
það vantar mikið á að við höfum náð því að
hægt sé að lifa af lágmarkslaununum.
Þetta er nokkuð sem VR og önnur verka-
lýðsfélög þurfa áfram að leggja áherslu á.
Eg leyfi mér að halda því fram að þjóð-
félagið þoli vel að borga hærri laun. Það
sýnir sig að þessir aðilar, sem telja sig ekki
geta greitt meira en 70.000 kr. í dagvinnu-
laun, eru ekki feimnir við að láta vinna yfir-
vinnu langtímum saman með 80% álagi. At-
vinnulífið borgar í raun miklu hærri laun
heldur en samið er um. Flestir okkar fé-
lagsmenn eru með hærri laun en taxtarnir
segja til um. Það er þessi stífla við samn-
ingaborðið sem ekki er hægt að leysa. Ein-
stakir vinnuveitendur segjast ekki fara eft-
ir þessum samningum. Það sýnir okkur að
atvinnulífið þoli að borga meira.
Það er staðreynd að langur vinnutími
dregur úr afköstum. Afköst þurfa því ekki
að minnka þó dregið væri úr yfirvinnu. Af-
raksturinn gæti jafnvel orðið meiri hlut-
fallslega þótt launin hækkuðu og vinnutím-
inn styttist.
Dagvöruverslunin á í mikilli samkeppni
og þar keppast menn við að halda vöru-
verðinu niðri. Það er mjög hart ef vöru-
verði er haldið niðri á kostnað launa fólks-
ins sem vinnur þjónustustörfin. Það er
ekki til að hrósa sér af.“
Magnús er þeirrar skoðunar að starf-
semi stéttarfélaga muni breytast mikið á
næstu árum. Umhverfið og störfin breyt-
ast með tilkomu nýrrar tækni og fólk verð-
Svo skemmtilega vill til að Magnús er fœdd-
ur á sjálfam verkalýðsdeginum, 1. maí árið
1931.
Ein veigamesta áhersla VR núna er
krafan um fjölskylduvænna
umhverfi. Vinnutími á íslandi er
ennþá óheyrilega langur. Viö
stefnum á 35 stunda vinnuviku.
Viö höfum meðal annars stutt
verulega viö bakið á foreldrum sem
þurfa aö fara til útlanda með veik
börn. í fyrra greiddi VR110 milljónir
úr sjúkrasjóði til 4 þúsund
félagsmanna.
Menn mættu hugsa oftar um aö
margt af því, sem fólki finnst
núna flokkast undir mannréttindi,
kostaöi þá, sem börðust fyrir því,
miklar fórnir.
Þaö er sjálfsagt aö veita eins mikla
þjónustu og hægt er. Þaö réttlætir
þó ekki aö verslanir veröi hálfgerðar
þrælabúðir.
Ég held því fram aö þjóðfélagið
þoli að greiða hærri laun. Þeir, sem
telja sig ekki geta greitt meira en
70 þúsund í dagvinnulaun, láta
vinna yfirvinnu langtímum saman
meö 80% álagi.
ur stöðugt að bæta við sig þekkingu og
menntun til þess að halda í við þróunina á
vinnumarkaði. Hann segir að mikil hreyf-
ing verði á vinnumarkaðnum á næstu
árum og fólk flytji sig á milli íýrirtækja og
deilda innan fyrirtækja eftir því sem störf
þess breytist. Það þýði ekki að sitja eftir
ómenntaður heldur sé símenntun það eina
sem dugi nútímamanninum.
„Starf, sem er í góðu gildi í dag, verður
orðið úrelt á morgun vegna tækniifamfara.
Fólk verður því að vera í stöðugri endur-
menntun til þess að laga sig að breyttum
aðstæðum og breyttum starfsháttum.
Stéttarfélögin verða einnig að laga sig að
þessari miklu breytingu sem á sér stað í
þjóðfélaginu. Þetta skapar hreyfingu á
vinnumarkaðnum og kallar á aukna sí-
menntun. Stéttarfélögin verða að koma inn
í, styðja við bakið á sínum félagsmönnum
og stuðla að því að þeir geti stundað þekk-
ingarleit sína. Stéttarfélögin verða líka að
færa starfsemi sína í auknum mæli út í fyr-
irtækin."
VR mun í framtíðinni leggja mikla
áherslu á gerð vinnustaðasamninga. Samn-
ingarnir verða með þvi færðir nær fólkinu
sjálfu. Þá hafa launþegar meiri möguleika á
að hafa áhrif á bæði kröfugerðina og samn-
ingagerðina. Það leiðir til þess að fólk fer
að hafa meiri afskipti af endanlegri samn-
ingagerð. Aukinn áhugi skapar auk þess
umræðu um kaup og kjör sem er mjög
þýðingarmikið að mati Magnúsar.
En hvernig sér Magnús fyrir sér fram-
tíðVR?
,Auk ijölskylduvænna umhverfis og
sfyttri vinnutíma munu baráttumálin vera
mörg,“ segir hann. „Það verður að leggja
höíúðáherslu á að hægt sé að lifa sóma-
samlegu lífi af lægstu launum. Fæðingaror-
lof verður að lengjast og við verðum að
setja okkur það mark að ná samskonar ár-
angri og nágrannar okkar á hinum Norður-
löndunum hafa náð í þeim efnum. Leggja
verður áherslu á fyrirtækjasamninga. Þeir
eiga m.a. að stuðla að aukinni arðsemi í fyr-
irtækjum sem bæta á afkomu bæði fyrir-
tækja og launþega. Fræðslumálin verða sí-
fellt þýðingarmeiri og mun VR leggja
mikla áherslu á þann þátt í næstu framtíð.
Félagið mun færa starfsemi sína meira út
til félagsmannanna, út á vinnustaðina, og
gera þá virkari í kjarabaráttunni en þeir
hafa verið. Félagið verður stöðugt að vera
vakandi yfir því að það sé á hverjum tíma
sem best í stakk búið til að stnðla að sífellt
bættum kjörum félagsmanna sinna.“ SD