Frjáls verslun - 01.01.1999, Blaðsíða 8
Þessi mynd var tekin í kaffistofu Nesútgáfunnar þegar verið var að leggja síðustu hönd á sameiningu fyrirtækjanna. Frá vinstri: Árni Sör-
ensen, Einar Matthíasson og Erna Sörensen, eigendur Nesútgáfunnar. Því nœst koma Vigfús Asgeirsson og Benedikt Jóhannesson frá Talna-
könnun. Þá Hjörleifur Pálsson, endurskoðandi Talnakönnunar og Hallgrímur Þorsteinsson, endurskoðandi Nesútgáfunnar.
Nesútgáfan sameinast Talnakönnun
tarfsemi útgáfufélagsins Nesút-
gáfunnar hefur verið sameinuð
Talnakönnun hf. sem er ráð-
gjafar og útgáfufyrirtæki og gefur meðal
annars út Frjálsa verslun, Vísbendingu
og Islenskt atvinnulíf. Aætlað er að velta
eftir sameiningu verði um 125 milljónir
króna.
Nesútgáfan hefur annast upplýsinga-
miðlun til innlendra og erlendra ferða-
manna og hefur um árabil gefið út ritið
A ferð um Island. Það kemur einnig út á
ensku og þýsku undir heitunum Ai'ound
Iceiand og Rund um Island. Auk þess
gefur Nesútgáfan út ritin ,Around
Reykjavík, ,Shopping Guide Iceland (í
samvinnu við Global Refund Island hf),
Golfhandbókina og ýmis kort.
Nýlega hófst samvinna Nesútgáfunn-
ar við útgefendur ritsins, Sumar á Suður-
landi um útgáfu þess í framtíðinni.
Hjónin Erna Sörensen og Einar
Matthíasson stofnuðu Nesútgáfuna árið
1985. Skrifstofa fýrirtækisins verður í
Borgartúni 23 þar sem Talnakönnun er
núna til húsa.
Frá síðustu áramótum til 13. nóvember var beiti hœkkun bréfa hjá Carnegie
Nordic Markets 20,24%*, en sá sjóður er rekinn á sömu forsendum og
a Norðurlandasjóðurinn.
s Carnegie, sem er eitt virtasta verðbréfafyrirtœki á Norðurlöndum,
I hefur falið Verðbréfastofunni hf. að annast ráðgjöf og milligöngu
3 um málefni Norðurlandasjóðsins á íslandi.
*Dœmi um árangursríkar fjárfestingar Carnegie-sjóðanna.
8