Frjáls verslun - 01.01.1999, Blaðsíða 40
Tíu eftirsóttustu vinnuveitendur aö
mati MBA stúdenta í Evrópu:
1. McKinsey&Company
• 2. Boston Consulting Group
3. Andersen Consulting
4. Procter&Gamble
5. Coca-Cola International
6. IBM
7. Nestlé
8. Hewlett-Packard
9. Microsoft
10. JPMorgan
Tíu eftirsóttustu vinnuveitendur að
mati MBA stúdenta í Ameríku
1. McKinsey&Company
2. Goldman, Sachs &Co.
3. Boston Consulting Group
4. Bain&Company
I 5. Morgan Stanley
6. JPMorgan
7. Booz-Allen&Hamilton
8. Merrill Lynch
9. Hewlett Packard
10. Intel
RAYMOND WEIL
GENEVE
Fáðu sendan bækling sími 562 9250 18 kt. gullog eðalstál
netfang: echo@treknet.is
Sölustaðir: Meba Kringlunni s. 533 1199 • Garðar Ólafsson Lækjartorgi s. 551 0081
Leonard Kringlunni s. 588 7230 • Gilbert úrsmiður Laugavegi s. 551 4100
Úr & Gull Miðbæ, Hafnarfirði s. 565 4666 • Georg V. Hannah Keflavfk s. 421 5757
Guðmundur B. Hannah Akranesi s. 431 1458
Halldór Ólafsson úrsmiður Hafnarstræti 83, Akureyri s. 462 2509
frá 1992 til 1995 hjá McKinsey&Co. í
Boston þar sem hann sérhæföi sig í ráð-
gjöf fyrir íjármálastofnanir á heilbrigðis-
sviði.
Axel Nielsen, nýráðinn framkvæmda-
stjóri ijármálasviðs hjá Islenskri erföa-
greiningu, starfaði hjá McKinsey&Co. í
London í rúmlega tvö ár og vann einkum
að verkefnum á sviði stefnumótunar fyrir
stóra banka.
Jón Gunnar Bergs, nýráðinn fram-
kvæmdastjóri þróunarsviðs Islenskrar
erföagreiningar, hefur starfað sem rekstr-
arráðgjafi hjá McKinsey&Co. í Bandaríkj-
unum síðastliðin þijú ár. Þar starfaði hann
að stefnumótun og hagræðingu fyrir Jjöl-
mörg bandarísk stórfyrirtæki.
Hjá McKinsey í Kaupmannahöfn starfa
tveir Islendingar. Annar er Asgeir Þórðar-
son, sem áður var hjá Verðbréfamarkaði
íslandsbanka, VÍB, en hinn er Sigtryggur
Klemens Hjartar rekstrarverkfræðingur.
Andri Geir Arinbjörnsson, verkfræð-
ingur með meiru, starfaði hjá McKins-
ey&Co. í London 1989 til 1993 en hefur
undanfarin ár starfað fyrir Whitstead
Mann sem er ráðningarskrifstofa fyrir
stjórnendur.
ÓMETANLEG REYNSLA
„Mitt starf hjá McKinsey&Co kom
þannig til að ég fékk bréf frá þeim fljótlega
eftir að ég byrjaði í MBA náminu í
Harvard," sagði Hreggviður Jónsson, for-
stjóri Islenska útvarpsfélagsins.
„Eg fór síðan í viðtöl og var boðin sum-
arvinna til að kynnast fyrirtækinu. Þetta
var líka tækifæri fyrir þá til að kynnast
mér. Eftir sumarið var mér boðið áfram-
haldandi starf að loknu námi, sem ég
þáði.“
Hreggviður kvaðst þó strax um sumar-
ið hafa áttað sig á því að þetta væri ekki
framtíðarstarf sem ætti við hann, ekki síst
vegna eðli starfsins sem krefst m.a. mik-
illa ferðalaga.
„Þetta var ómetanleg reynsla og frábær
skóli sem var sambærilegur við háskóla-
nám og ég er mjög ánægður með að hafa
starfað þarna. Þetta er mjög gott vega-
nesti.“
Enn sem komið er hafa íslensk fyrír-
tæki ekki leitað ráðgjafar hjá McKins-
ey&Co. Á árunum 1991 til 1993 var reynt
að koma því á að fyrirtækið gerði úttekt á
íslenskum þjóðarbúskap en af því varð
ekki þrátt fyrir mikinn áhuga ýmissa hátt-
settra manna hjá McKinsey&Co.
m
40