Frjáls verslun - 01.01.1999, Blaðsíða 86
6 Qy/Y/afmæli
HVAÐ SEGJA ÞAU UM
FRJALSA VERSLUN?
/ tile/ni afsextíu ára afmœli Frjálsrar verslunar voru nokkrir
þekktir áskrifendur bednir að segja álit sitt á tímaritinu. Spurt
var um það hvernig þeim líkaði blaðið, hver væri helsti styrk-
ur þess og helsti veikleiki.
Guðjón Már Guðjónsson, forstjóri Oz:
FJÖLBREYTT EFNI
ér finnst Frjáls Verslun gefa mér fínan
púls á atvinnulífið á íslandi. Styrkur
tímaritsins er að mínu mati ágæt fjöl-
breytni ef á heildina er litið. Það sérhæfir sig í
mörgum ólíkum efiium og ef maður lítur um öxl
yfir heilt ár er FV ijölbreytt tímarit.
Ég hef alltaf verið hrifinn af því þegar tímarit
taka fyrir einstaka málefni og skoða þau ofan í
kjölinn. Það mætti kannski sjást örlítið meira af
þannig umijöllunum í FV. Sem dæmi um slíka
umfjöllun hjá FV voru „Hausaveiðarnar.“ Blaða-
menn geta þá valið sér sterk og umfangsmikil við-
fangsefni til þess að ijalla um.
Ég er mikill aðdáandi bandaríska tímaritsins
The Red Herring. Þar eru tekin fyrir afmörkuð
efni eins og upplýsingageirinn, almennur hluta-
bréfamarkaður og fleira í þeim dúr. Það er oft
mjög áhugavert að fylgjast með slíku. Mér finnst spennandi þegar ritstjórnin setur alla
sína menn í ákveðnar, afmarkaðar umijallanir.“ 50
Guðjón Már Guðjónsson, forstjóri Oz:
„Styrkur blaðsins felst í Jjölbreyttu
efni. Til bóta vœri að fá fleiri greinar
um mál sem skoðuð væru ofan í kjöl-
inn. “ FV-mynd: Geir Olafsson.
Rakel Olsen,
/
stjórnarformaður Sigurðar Agústssonar í Stykkishólmi:
Jónína Benediktsdóttir,
eigandi Planet Pulse:
JÁKVÆTT VIÐHORF
Bg les FV yfirleitt spjaldanna á
milli. Ég er mjög ánægð með
tímaritið og hlakka alltaf til þess
að fá það í hendurnar. Það er þægilegt að
lesa FV og í gegnum tímaritið kynni ég
mér atvinnulífið í landinu. Það góða við
Frjálsa verslun er að hún varpar yfirleitt
fram jákvæðri mynd en það er frekar
óvenjulegt í blaðaheiminum. Mér finnst
gaman að skoða blaðið og myndirnar eru
yfirleitt fallegar. Fólki er yfirleitt gerð skil
sem manneskjum en ekki sem vélmenn-
um hjá einhverjum risafyrirtækjum. Ef ég
ætti að leggja til einhverja viðbót við um-
TEXTI: Eva Magnúsdóttir
Rakel Olsen, stjórnarformaður Sigurðar
Ágússtonar í Stykkishólmi: „Það er ábyrgt og
jjallar hlutlaust og málefnalega um fyrir-
tœkjarekstur. Til bóta vœri að skrifa mun oft-
ar um fyrirtœki úti á landi - þar er margt að
gerast. “ FV-mynd: Geir Olafsson.
MÁLEFNALEG UMFJÖLLUN
□ egar á heildina er litið er ég
ánægð með FV og les það spjald-
anna á milli. Mér þykir það gott
og ábyrgt tímarit sem íjallar á ópólitískan
hátt um fyrirtækjarekstur og menn sem
þar koma nálægt. Styrkur tímaritsins er
meðal annars sá að ungt fólk í fyrirtækja-
rekstri er ítaríega kynnt til sögunnar. Að
mínu mati er þetta eini vettvangurinn, fyrir
utan Viðskiptablaðið, þar sem menn geta
lesið hlutlaust um viðskipti og atvinnulífið
á læsilegan hátt.
Ég hef ekki spáð neitt nákvæmlega í
hvað mætti helst bæta í umfjöllunum FV.
Þó langar mig til þess að nefna að mér
finnst landsbyggðin verða út undan. Það
mætti gjarna bæta við umijöllun um fleiri
fyrirtæki úti á landi. Það er margt að ger-
ast á landsbyggðinni sem fróðlegt er fyrir
fólk að vita um. FV fjallar að mestu leyti
um fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu.“ 33
86