Frjáls verslun - 01.01.1999, Blaðsíða 38
Hreggviður Jónsson, forstjóri Islenska út-
varpsfélagsins, starfaði áður hjá McKinsey.
FV-mynd: Geir Olafsson.
Axel Nielsen stýrir jjármálum lslenskrar
erfðagreiningar en vann áður hjá McKinsey
í Ij>ndon.
Jón Gunnar Bergs, sem stýrir þróunarsviði
Islenskrar erfðagreiningar, kemur frá Mc-
Kinsey í Bandaríkjunum.
McKinsey-mennirnir á
/
Fjórir lykilmenn tveggja áberandi jyrirtækja á Islandi eiga það sameiginlegt
og eftirsóttasta ráðgjafarfyrirtæki heimsins,
Dnýrri könnun sem Universum
ráðningarfyrirtækið sænska gerði
meðal MBA stúdenta, bæði í Evr-
ópu og Bandaríkjunum, kom ráðgjafafyrir-
tækið McKinsey&Co. út á toppnum.
Könnunin fjallaði um það hvar þeir sem
eru að ljúka MBA námi vildu helst vinna
þegar námi lyki. Það voru aðeins stúdentar
á lokaári sem tóku þátt í henni og í Evrópu
svöruðu rúmlega 5.700 stúdentar í meira
en 60 skólum en í Bandaríkjunum náði
könnunin til um 2.200 stúdenta í 23 virt-
ustu skólum þar í landi.
Báðum megin við hafið varð McKins-
ey&Co. á toppnum og er því samkvæmt
þessu draumafyrirtæki þeirra sem leggja
stund á stjórnunarnám. Það eru reyndar
ráðgjafarfyrirtæki og fjárfestingarbankar
sem raða sér í efstu sæti listanna í báðum
heimsálfum og fast á hæla McKinsey&Co.
fylgja fyrirtæki eins og
Boston Consulting Group,
Andersen Consulting,
Procter&Gamble,
Bain&Company, Morgan
Stanley, J.P.Morgan og fleiri. Nokkur tölvu-
fyrirtæki s.s. IBM, Microsoft og Hewlett
Pacard komust inn á topp tíu á þessum
lista sem nær yfir 50 fyrirtæki.
Segja má að þessar niðurstöður stað-
festi það orðspor McKinsey&Co. að vera
virtasta og öflugasta fyrirtæki á sínu sviði í
heiminum. Fyrirtækið lætur þó ekkert sér-
lega mikið á sér bera en stendur á gömlum
merg þar sem það er stofiiað 1926.
RISIÍ RÁÐGJÖF
McKinsey&Co. er risavaxið á íslenskan
mælikvarða með rúmlega 6.000 starfs-
menn á 76 skrifstofum viðsvegar um heim-
inn. Fyrirtækið leggur stund á ráðgjöf og
úttektir fyrir stór og smá fyrirtæki, ríkis-
stjórnir, félagasamtök og fleiri. Fyrirtækið
hefur lengi stundað að sækja starfsmenn
beint inn í skólana og efnilegum MBA
stúdentum er oft boðið í
heimsókn og í viðtal með-
an þeir eru enn í námi og
þeir efiiilegustu fá síðan at-
vinnutilboð í framhaldinu.
Lengi vel sóttist McKinsey&Co. einkum
eftir MBA stúdentum en hefúr hin síðari ár
einnig ráðið verldræðinga, tölfræðinga og
stærðfræðinga til að víkka starfssviðið.
Mjög rík áhersla er lögð á að þjálfa
starfsmenn í þeim vinnubrögðum sem
tíðkast hjá McKinsey&Co. Samskonar
þjálfun um allan heim gerir fyrirtækinu
kleift að mynda vinnuhópa með starfs-
mönnum frá mörgum löndum sem þurfa
ekki að eyða tíma í að samræma vinnuað-
ferðir og nálgun.
Meðalaldur starfsmanna McKins-
ey&Co. er af þessum ástæðum fremur lág-
ur og ekki margir sem starfa lengi fyrir
það enda kröfurnar gríðarlegar. Vinnutím-
inn er oftast afar langur, 80-100 stundir
vikulega og þaðan af meira, og nær ekkert
rúm fyrir einkalíf í hefðbundnum skilningi
orðsins.
L0KAÐ 0G DULARFULLT FYRIRTÆKI
Margir muna eftir bók Johns Grisham,
The Firm, sem síðar var gerð að vinsælli
kvikmynd og fjallar um lögfræðiskrifstofu.
TEXTI:
Páll Ásgeir Ásgeirsson
38