Frjáls verslun - 01.01.1999, Blaðsíða 19
Þórólfur Arnason, 41 árs forstjóri Tals, var ráðinn frá Olíufélaginu til
Tals. Hann er verkfrœðingur með framhaldsnám í rekstrar- og iðnað-
arverkfrœði frá Danmörku.
Guðmundur Björnsson, 56 ára forstjóri Landssímans, hóf störf hjá
Pósti ogsíma að háskólanámi loknu. Hann stundaði framhaldsnám í
Noregi og Englandi.
Forstjóri Tals:
Forstjóri Landssímans:
Þórélfur IGuðmundur
tyó/'ö
□ órólíur Árnason, 41 árs forstjóri Tals, vakti íyrst nokkra
athygli í viðskiptalífinu sem markaðsstjóri Marels. Árið
1993 var hann ráðinn framkvæmdastjóri markaðssviðs 01-
íufélagsins, ESSO, og gegndi þvi staríi fram til síðasta vors er hann
varð forstjóri Tals en það hóf störf í byijun maí í fyrra. Mikið hef-
ur mætt á Þórólfi við að byggja Tal upp í hinni hörðu samkeppni á
símamarkaðnum en hann þykir raunar harður keppnismaður.
Þórólfur er fæddur í Reykjavík 24. mars árið 1957. Hann er
sonur séra Árna Pálssonar, fyrrum sóknarprests í Kópavogi, og
Rósu B. Þorbjarnardóttur, fv. endurmenntunarstjóra Kennarahá-
skólans. Þórólfur lék knattspyrnu með yngri flokkum Breiðabliks.
Hann varð stúdent frá MH árið 1975 og lauk prófi í vélaverk-
fræði frá HÍ. Hann tók próí í rekstrar- og iðnaðarverkfræði frá
DTH í Kaupmannahöfn 1981. Þegar heim kom
kenndi hann við MH og Vélskólann.
Eiginkona Þórólfs er Margrét Baldursdóttir TEXTI: JÓn G. Hailksson
tölvunarfræðingur og eiga þau tvö börn, Baldur, MYNDIR: Geir ÓlafSSOn
13 ára, og Rósu Björk, 10 ára. BS
uðmundur Björnsson, forstjóri Landssíma íslands, hefur
um árabil verið einn af kunnari mönnum innan viðsldpta-
lífins. Hann er 56 ára, fæddur 23. júní árið 1942 í Reykja-
vík. Hann er viðskiptafræðingur að mennt og stundaði fram-
haldsnám í Noregi og Englandi. Hann hóf störf í hagdeild Pósts
og síma árið 1968. Hann varð aðstoðarpóst- og símamálastjóri árið
1986 og forstjóri Pósts og síma hf. í janúar 1997. Hann varð síðan
forstjóri Landssíma Islands hf. í ársbyijun í fyrra þegar Pósti og
síma var skipt upp í tvö fyrirtæki.
Guðmundur er kunnur golfáhugamaður og fékk gullmerki
Golfsambands íslands árið 1992 og gullmerki Golfklúbbs Reykja-
víkur árið 1994. Guðmundur er giftur Þorbjörgu Kolbrúnu Kjart-
ansdóttur, meinatækni og lytjafræðingi. Þau eiga tvö börn; Kjart-
_____________ an Inga, 30 ára byggingaverkfræðing, og Ingi-
björgu Jónu, 25 ára lækni. Þess má geta að Guð-
mundur er sonur hjónanna Björns G. Jónssonar,
fyrrum framkvæmdastjóra í Reykjavík, og Ingi-
bjargar Sveinsdóttur. B3
19