Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1999, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.01.1999, Blaðsíða 22
FORSÍÐUGREIN „Þess vegna kom þaö okkur á óvart - sem og öllum GSM-notendum - þegar stjórnarmaður hjá Tali gaf út þá yfirlýsingu í upphafi að þið ætluðuð ekki að keppa í verði. Þegar við lækkuðum verðið kærðuð þið okkur til Samkeppnisstofnunar." - Guðmundur Björnsson. Guðmundur: „Þórólfur á þarna við bráðabirgðaúrskurð Póst- og íjarskiptastofnunar sem felldur var úr gildi af æðra dómsstigi, Urskurðarnefnd Ijarskipta- og póstmála. Það segir í rökum Ur- skurðarnefndarinnar að bráðabirgðaákvörðun af þessu tagi verði að hafa skýra og ótvíræða heimild í lögum. Það var hvergi í bráða- birgðaúrskurði Póst- og fjarskiptastofnunar tilgreint á hvaða laga- heimild úrskurðurinn byggðist. Þess vegna var þessi úrskurður felldur úr gildi! Það er til lægra og æðra dómsstig og við eigum, eins og þið, Þórólfur, rétt á að áfrýja til æðra dómsvalds. Svo ein- falt er það. Það er ekki gert lítið úr hlutverki Póst- og fjarskipta- stofnunar þótt úrskurðum hennar sé áfrýjað; að halda slíku ffam er eins og að segja að menn geri lítið úr hlutverki héraðsdóms með þvi að áffýja til Hæstaréttar!" Þórólfúr: „Eg vek athygli á að Urskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála tók enga efnislega afstöðu til deilunnar heldur snerist þetta m.a. um stjórnsýslulögin og hvort andmælaréttur Landssím- ans hefði verið virtur. Svo reyndist ekki vera, skv. mati nefcdarinn- ar. Eftir stendur hins vegar að taka efnislega afstöðu - og á meðan er því slegið á frest að símnotendur geti notið boðaðrar 20% lækk- unar okkar í útlandasímtölum." Guðmundur: „Það er eingöngu undir Tali sjálfu komið hvenær útlandaþjónusta fýrirtækisins verður opnuð. Við hjá Landssímanum munum að sjálfsögðu tengja þjónustuna. Agrein- ingurinn snýst eingöngu um það hvort Landssíminn eigi að inn- heimta fyrir Tal.“ JGH: - Útskýrið betur þessa deilu um útlandaþjónustu Tals. Þórólfúr: „Málið snýst um það að þegar tvö símafýrirtæki eiga samskipti byrjar símtal í öðru kerfinu og endar í hinu. Við gerðum í upphafi samtengisamning um gagnkvæma innheimtu á slíku. Hringi Tal-notandi í notanda frá Landssímanum inn- heimtum við símtalið og skilum Landssímanum hans hlut fyrir að ljúka því - og öfugt. Þetta gilti líka í útlandasímtölum. Ef þú hringdir úr Tal-síma til útlanda fór það í gegnum Landssímann. Við innheimtum og greiddum honum nánast alla upphæðina fyr- ir að ljúka símtaiinu. Þetta var það há upphæð að 20. desember sl. settum við upp okkar eigin útlandastöð. Jafnframt boðuðum við 20% afslátt af útlandasímtölum. Þá leit Landssíminn skyndi- lega svo á að ekki væri um samtengingu kerfa að ræða og neit- aði að innheimta. Póst- og fjarskiptastofnun úrskurðaði hins veg- ar með bráðabirgðaúrskurði að til að jafnræðis væri gætt á mark- aði fyrir útlandasímaþjónustu ætti samtengingasamningurinn að gilda - og Iundssíminn að innheimta. Við fengum forvalsnúmer 1010 sem gefur öllum landsmönnum kost á að velja um að láta Tal ljúka útlandasímtali. Og það er ekkert efnislega sem breytist við það að Landssíminn innheimti það alveg eins og önnur sím- töl sem enda í okkar kerfi. Við erum með fordæmi frá Þýska- landi, Deutsche Telekom. Þar hefúr, með hagsmuni neytenda í huga, verið lögð sú skylda á fyrirtækið að neytandinn hafi rétt til að velja hver innheimti símtalið." Guðmundur: „Hér er ekki verið að tala um sama hlutinn. Eg er sammála því að þeir innheimta fyrir símtöl inn í okkar kerfi og við fyrir samtöl inn í þeirra kerfi. Samningur okkar gekk út á það. Það var aldrei til umræðu í samningaviðræðum við Tal að Lands- síminn innheimti útlandasímtöl fyrir Tal. Við teljum hins vegar að símtöl frá okkur um útlandagátt Tals séu alls ekki símtöl inn í kerfi Tals. Það er svo einfalt. Þau símtöl fara frá viðskiptavini okkar inn í net erlendis, t.d. hjá British Telecom eða AT&T. Það eina sem gerist er að Tal vísar símtalinu áfram en ekki inn í eigið kerfi. Hvergi er að finna í fyrirmælum Evrópusambandsins skyldu manna til að innheimta við slíkar aðstæður, auk þess sem það tíðkast ekki í nágrannaríkjum okkar. Við teljum að hvorki í ís- lenskum lögum né reglum Evrópska efnahagssvæðisins sé neitt sem heimili Póst- og fjarskiptastofnun að verða við þessu erindi Tals. Fyrst þú nefnir Deutsche Telekom þá er rétt hjá þér að það innheimtir fyrir önnur fjarskiptafyrirtæki. Þýski íjarskiptamarkað- urinn er um margt sérstæður og þar eru afar mörg fyrirtæki sem keppa sín á milli. Það hefúr verið talið neytandanum í hag að geta fengið einn reikning — það hefur ekki beinlínis með aðgang fyrir- tækja að markaðnum að gera. En það er neytandinn sem óskar þá eftir slíku sjálfur. Þau símafyrirtæki, sem geta látið Deutsche Tele- kom innheimta þessi viðskipti, verða hins vegar sjálf að hafa eigin innheimtukerfi, óski viðskiptavinurinn sérstaklega eftir því að þau en ekki DT innheimti hjá sér. Það er þá val neytandans hvaða símafélag hann lætur innheimta fyrir sig.“ Þórólfúr: „Ef þið væru raunverulegt markaðsfyrirtæki segðuð þið: Við erum tilbúnir til að hleypa ykkur inn í reikningakerfið en við þurfum að ræða um fjárhæöirnar fyrir það. Þá heíðu viðskipta- sjónarmið ráðið ferðinni, eins og hjá markaðsfyrirtækjum sem ræða saman. En svo er ekki - enda er það ríkishöndin sem er að tala og segir bara nei.“ Guðmundur: „Þórólfur. Þið hafið ekki farið fram á að við inn- heimtum fyrir ykkur á annan þann hátt en að beita þessum sam- tengingaruppgjörum, það er sá grundvöllur sem þið lögðuð upp með í viðskiptum við okkur.“ Þórólfur: „Eg er fullviss um að ef útlandasímgjöld lækka um þessi 20%, eins og við höfum boðið - og Landssíminn fylgir niður í verði að sama skapi - eru það um 350 milljónir króna samtals á ári sem kæmu almenningi og neytendum til góða og munu af því hljótast aukin viðskipti, örari hugbúnaðargerð, hærra þjónustustig og meiri notkun." Guðmundur: „Þórólfúr, þú talar um lækkun símtala til útlanda og talar eins og við höfum haldið uppi verðinu. Símtöl til útlanda hafa lækkað stórlega undanfarin ár hjá Landssímanum og þau „Ég árétta bara enn og aftur að Landssíminn hóf ekki að lækka GSM-þjónustu sína fyrr en við komum á markaðinn. Einkennileg tilviljun - ekki satt? Hvers vegna lækkaði hann ekki verðið á farsímaþjónustunni löngu fyrr - í einokuninni.“ - Þóróifur Arnason. 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.