Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2000, Page 16

Frjáls verslun - 01.10.2000, Page 16
Þorsteinn M. Jónsson, 37 ára forstjóri Vífilfells, er ásamt Sigfúsi í Heklu og Kaupþingi aö yfirtaka bœði Vífilfell og Sól-Víking og verður fyrir- tœkjunum skellt saman á nœsta ári. Verður nýi risinn nœr 5 milljarða virði? Þorsteinn M. Jónsson, forstjóri Vífilfells, og Sigfús Sigfússon, forstjóri Heklu, eru meó abstoó Kaup- pings ab kaupa Vífilfell áum 2,6 til 2,7 millj- arða - en peir tryggðu sér meirihlutann í Sól-Vík- ingi nýlega í gegnum Kaupping. Þegar kaupin á Vífilfelli hafa gengið ígegn hafa öl- og gosdrykkja- verksmiðjurnar prjár skipt um eigendur með nokkurra vikna millibili og nemur markaðsverð peirra núna um 6,5 milljörðum króna. Eftir Jón G. Hauksson Myndir: Geir Ólafsson að er eins og stór tappi hafi fokið af! Hræringunum á öl- og gosdrykkjamarkaðnum um þessar mundir verður varla lýst á annan hátt. Verksmiðjurnar þijár eru að skipta um eigendur með nokkurra vikna millibili. Skákin byrjaði með sölu þeirra Tómassona, Jóhannesar og Tómasar, á 97% hlut sínum í Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Verðið hefur ekki fengist gefið upp en rætt er um að það hafi verið á bilinu 2,1 til 2,2 milljarðar. I kjölfarið kom síðan sala Kaupþings Lúxemborgar, fyrir hönd EE Temp S.A. í Lúxemborg, til Kaupþings á Islandi á 51% hlut í Sól-Víkingi fyrir um 750 milljónir. Utilokað hefúr verið að grafa upp hver sé eigandi F.E Temp S.A í Lúxemborg en þetta er mjög líklega dótturfyrirtæki Péturs Björnssonar, fyrrum eiganda Vífilfells. Abak við kaup Kaupþings hf. í Sól-Víkingi standa þeir Þorsteinn M. Jónsson, forstjóri Vífilfells, og Sigfús Sigfússon í Heklu. En það eru einmitt þeir tveir, ásamt Kaupþingi, sem munu á næstu dögum - ef ekkert óvænt kemur upp á - ganga frá 16

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.