Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2000, Page 17

Frjáls verslun - 01.10.2000, Page 17
Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings. Kaupþing kemur að málinu sem fjárfestir ogfiármögnunaraðili. Fyrirtœkið mun leggja ípakkann um 4 milljarða þegar uþþ verður staðið. Það er mikið fé. Sigfús Sigfússon, forstjóri Heklu. Það var snjallt hjá Þorsteini að fá Sigfús, sem er þaulreyndur í viðskiþtum, til liðs við sig vegna kauþanna á Sól-Víkingi og Vífifelli. kaupunum á Vífilfelli af CCNB, þ.e. Coca-Cola Nordic Bevera- ges, en það hefur átt Vífilfell í tæp tvö ár og er kaupverðið talið verða á bilinu 2,6 tíl 2,7 milljarðar. Þorsteinn og Sigfus verða ör- ugglega meirihlutaeigendur í Vífilfelli og líklega með um 70% hlut tíl samans því fjármögnunarfyrirtæki, eins og Kaupþing, eru yfirleitt ekki með stóra stöðu í svona kaupum - og fara yfir- leitt sem fyrst út aftur. í hnotskurn er því Þorsteinn M. Jónsson, 37 ára forstjóri Víf- ilfells, að yfirtaka tvö fyrirtæki, Vífilfell og Sól-Víking, með að- stoð Sigfúsar í Heklu og Kaupþings og síðan mun hið sameinaða íyrirtæki fara á markað, jafnvel þegar á næsta ári, og verða stýrt af Þorsteini. Fyrir nokkrum mánuðum hefðu fáir séð þennan gusugang á gosmarkaði fyrir. En svona gerast kaupin samt á eyrinni. Markaðsverð verksmiðjanna þriggja liggur í kringum 6,5 milljarða eftír þessar hræringar. Mörgum finnst það býsna hátt verð. Islandsbanki-FBA, í samstarfi við Gildingu, keyptí Öl- gerðina og Kaupþing hf. leggur tíl fjármagn til kaupanna á Vífil- felli og Sól-Víkingi. Athyglin beinist að yfirtöku Þorsteins Þessa dagana beinist at- hyglin auðvitað mest að yfirtöku Þorsteins á Vífilfelli. Það verður að teljast snjallt hjá honum að hafa fengið Sigfús í Heklu, þaul- reyndan mann í viðskiptum, tíl liðs við sig tíl að kaupa fyrirtækið - ásamt auðvitað Kaupþingi sem annast íjármögnunina undir for- ystu forstjóra síns, Sigurðar Einarssonar. Þótt fulltrúar Coca-Cola Nordic Beverages séu núna í lokaviðræðum um söluna bendir margt tíl þess að hún sé í höfii; að Þorsteinn sé þegar búinn að landa samningnum í helstu atriðum. Hún bendir að minnsta kostí eindregið tíl þess yfirlýsingin frá Coca-Cola Company um að ekki verði rætt við aðra hugsanlega kaupendur á meðan samningavið- ræður standa yfir við Þorstein og Sigfús. Enginn skyldi þó gleyma því að kaup eru aldrei frágengin fyrr en skrifað hefur 17

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.