Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2000, Qupperneq 28

Frjáls verslun - 01.10.2000, Qupperneq 28
FBÉTTflSKÝRING Traustur og yfirvegaður Upp- stokkun er í aðsigi hjá SL. Við starfi framkvæmdastjóra tók um síðustu mánaðamót Guðjón Auð- unsson, fv. framkvæmdastjóri Landsteina, sem álitinn er yfirveg- aður og traustur maður. Guðjón hefur þegar látið grípa til ýmissa ráðstafana til að draga saman í rekstri fýrirtækisins og frekari að- gerðir eru í bígerð. Fyrirtækið mun draga saman sætaframboð um 20 prósent með því að skera niður umframsæti. Nýtt bókunar- kerfi verður tekið í notkun og gef- ur það tækifæri til hagræðingar og betri tengingar milli upplýsinga- kerfa. Starfsmönnum fækkar og ná uppsagnirnar yfir allar deildir þó að þær geti komið verr við litlar deildir en stórar. Við þessa fækk- un mannafla eiga að sparast 60-80 milljónir króna. Flutt verður í nýtt húsnæði við Sætún 1 í Reykjavík og verður starfsemin þá á einu gólfi í stað sjö áður. Stefnt er að því að halda óbreyttri veltu á næsta ári. Hug- myndir eru um að selja hlut SL í Sætúni 1 því að það er verð- mæt eign á góðum stað í bænum. „Það má auðvitað deila um hvort fyrirtæki eigi að festa fjármuni í fasteign. Eg er ekkert viss um það. Hugmyndir eru um að selja þessa verðmætu eign. Við erum að flytja inn í þetta húsnæði og munum ekki flytja aftur. Menn selja ekki húsnæðið nema fyrir liggi lang- tímasamningur um leigu,“ segir Guðjón. Óbreytt velta á næsta ári Búist er við samdrætti í þjóðfélag- inu á næstu tveimur árum og telja ferðaskrifstofurnar að það komi ljóslega fram í eftirspurn eftir utanlandsferðum, sérstak- lega eftir það sem keppinautar SL telja undirboð fýrirtækisins síðustu ár. Innan SL er þó stefnt að því að farþegafjöldi og velta SL verði óbreytt á næsta ári. 20 þúsund far- þegar ferðuðust með Flugfrelsinu í sumar en velta fyrirtækisins var um 2,5 milljarðar árið 1999 og talað er um að hún nemi 3 milljörðum í ár. Til samanburðar má nefna að velta Ferðaskrifstofu Islands, sem er stærsta ferðaskrifstofan á mark- aðnum, var 3,5 milljarðar í ár og velta Heimsferða, sem flutti 19 þús- und farþega í sumar, stefnir í einn milljarð á þessu ári. Undanfarin ár hefur ferðageir- inn einkennst af „ævintýrum" þar sem nýjar ferðaskrifstofur hafa komið fram á sjónarsviðið en lifað skammt. Ferðaskrifstofur hafa sameinast og margar hafa safnast undir hatt Ferðaskrifstofu Islands eða Flugleiða, sem eiga Úrval-Utsýn. Sem dæmi má neftta Ferðaskrifstofu Úlfars Jacobsen, Ferðaskrifstofu Akureyrar og Ferðaskrifstofuna Sögu. Viðmælendur Fijálsrar verslunar spá því að miklar breytingar eigi eftir að verða í ferðageiranum. Samruni ferðaskrifstofa haldi áfram þannig að innan fárra ára standi tvær eftir sterkar á markaðnum en ekki er gott að segja hvaða ferðaskrifstofur það verða. Ovissa felst í Netinu og eru menn ekki sammála um hversu mikil áhrif það mun hafa. Sum- ir telja að starfsemi ferðageirans fari að verulegu leyti fram um Netið innan fárra ára en aðrir telja að viðskiptavinirnir sæki áfram til sinna hefðbundnu ferðaskrifstofa. Það er þó ljóst að breytingarnar eiga sér stað hratt. Fyrir ári síðan hefði enginn getað ímyndað sér atburðarás þessa árs. Það getur því orðið fróðlegt að vita hvernig staðan verður að ári. BH Ferðaskrifstofur í 15 ár Rekstur ferðaskrifstofa hefur gengið brösuglega á ís- landi. Um miðjan níunda áratuginn voru helstu ferða- skrifstofurnar í Reykjavík ríflega tíu talsins og sam- keppnin hörð. Árið 1988 voru Samvinnuferðir-Landsýn og Útsýn stærstar á markaðnum og Atlantik, Ferðamið- stöðin, Pólaris, Saga, sem stofnuð var 1986, og Úrval stórar en þó nokkru minni en hinar tvær. Allar gerðu þær út á sólarlandaferðir, að sögn Frjálsrar verslunar árið 1988. Ferðaskrifstofa ríkisins var einnig stór en hún var ekki á sama markaði og hinar. Þá voru einnig í rekstri Ferðaskrifstofa stúdenta, F.Í.B., Ferðaskrifstofa Úlfars Jacobsen og Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónas- sonar, sem gerðu út á aðra markaði. Miklar sviptingar hafa alltaf verið í hinum harða samkeppnisheimi ferða- skrifstofanna og margir verið tilbúnir til að freista gæf- unnar; ferðaskrifstofur hafa sameinast og ævintýrin komið og farið. Á tíunda áratugnum voru starfræktar ýmsar ferðaskrifstofur á borð við Sólarferðir, Sunnu, Veröld, Ferðaskrifstofu Akureyrar og Plúsferöir. Til- hneigingin hefur þó verið mjög greinileg, ferðaskrif- stofum hefur fækkað og margar þeirra hafa lent undir hatti Flugleiða. Þannig fór um Ferðaskrifstofu ísiands, Úrval og Útsýn og Plúsferðir. Segja má að nokkrar ferðaskrifstofur berjist um hituna á íslenskum markaði í dag. Samvinnuferðir-Landsýn og Ferðaskrifstofa ís- lands með Úrval-Útsýn innan borðs, en þessar tvær eru stærstar, og svo eru Heimsferðir. Ferðaskrifstofa stúd- enta er að vísu enn starfandi, sömuleiðis ferðaskrifstof- an Atlantik, en hún sérhæfir sig eingöngu í því að taka á móti skemmtiferðaskipum.B!]
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.